Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2007, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2007, Qupperneq 24
Djöfull líður mér vel í dag og það besta er að það er engin sérstök ástæða fyrir því. Þá er maður held ég hamingjusamur í raun þegar maður þarf ekki tilefni til að vera glaður. Það er svo gott veður og gaman að vera til að ég ætla að vera svaka ánægður með allt í dag. Á svona dögum horfir maður til fram- tíðar. Þegar maður er slakur þá horfir maður bara á stystu leiðina að næsta bar. En núna ætla ég út að ganga með hundinn og hugsa um hvað það verður gaman að verða gam- all, fá sér sixpensara, khakigalla og drekka kúbanska kokteila með börnunum sínum sextíu sem verða öll skríðandi á manni. Þau fá náttúrulega ekki kokteila, frekar bara safa úr góðum ávexti. Ókei þarna gekk ég yfir strikið, ”safa úr góðum ávexti”. Ég sagði þetta ekki. Ömurlegt. Maður verður að passa sig að láta ekki hamingjuna henda sér fram af klettum. ”Safi úr góðum ávexti”... Guð minn almáttugur. Hommar eru toppmenn en kannski óþarfi að hljóma þannig nema maður sé slíkur. En ég ætla að eiga börn, ég sé fyrir mér að byrja að dæla út þessu liði kringum 35. Það er fínt, það er ekki eins og sæðið í karlmönnum súrni með árunum. Framleiðslan er sífelld ólíkt eggj- um kvenna sem verða víst að eggjapúns með tíman- um. Ég mun eiga nokkur en ættleiða meiripartinn. Kynið skiptir engu máli þótt í textanum fyrir neðan noti ég karlkyn í samræmi við það að börn fyrir vest- an eru iðulega kölluð ”púkar”. Asíubarnið: Ég ætla að ættleiða eitt barn frá Asíu sem verður sam- stundis sett í pössun í Shaolinklaustri þar sem það tekur eðlilega Búddatrú. Þar lærir púkinn bardaga- listir og lærir að standa á haus í marga daga. Hann borðar tælenskan og víetnamskan mat, ósoðnar og ferskar vorrúllur. Westurstrandabarn: Svo ættleiði ég frá öðru vanþróuðu ríki, Californiu. Hann verður alltaf í víðum khakífötum með tóbaks- klút hangandi upp úr rassvasanum. Hann kann að sýna nafnið sitt með fingrunum sem gengismerki. Hann dansar cribwalk en er að sjálfsögðu hluti af þeirri nýju hreyfingu í Bandaríkjunum sem kenn- ir sig við ”revolutionary but gangsta”. Hann talar grimmt slang sem ég skil ekki frekar en aðrir, ”repp- ar hoodið” og ”leggur niður smakkið”. Hann væri blökkubarn af rómönskum ættum. Miðausturlandabarn: Arababarnið er af líbönskum ættum, reykir ávaxtató- bak en snertir ekki áfengi. Ef þetta er stelpa þá dans- ar hún magadans. Hann borðar grimmt af döðlum og kebab. Hann gerir allt til að rétta hlut miðaustur- landa og heldur reglulegar tombólur til styrktar ein- hverjum barnaskóla á Ramallah. Íslendingabarn: Sigurrósarbarnið gengur bara í fötum úr náttúruleg- um íslenskum efnum, borðar bara grænmeti, er allt- af upp á hálendi að týna fjallagrös og er í mjög góðu jafnvægi almennt. Hann spilar með fiðluboga á allt. Vestur-Evrópubarn: Straightedge pönkarabarnið étur bara eitthvað sem ekki hreyfist. Hann hlustar á ska, kastar bensíns- prengjum og slæst við nýnasista. Hann er með sterka réttlætiskennd og er alveg trylltur. Hann er feministi, viðurkennir ekki feðraveldið né neitt annað veldi. Hann er anarkisti út í eitt. Strýkur af leikskólanum og tekur upp hanskann fyrir þá sem eru lagðir í einelti með. Með grjótkasti. Austur Evrópubarn: Klassíska barnið er tékkneskt og dansar ballet. Hlustar á Shostokovitsj og er alltaf heima að æfa sig á sembal í tékknéskt innréttuðu aðstöðunni sinni. Hann verður að vera með gleraugu og helst freknur og svoleiðis. Hann er alveg sáttur en virkar samt frek- ar þungur og segir ekki mikið. Vestur Indíubarn: Kúbanski púkinn spilar hafnabolta, boxar og spilar dómínó. Talar hátt, nefmælt og baðar út höndun- um á meðan. Hann er mjög tilfinningaríkur, vanda- málin eru rædd dramatískt í 5 mínútur og síðan er hann byrjaður að dansa salsa, merengue o.s.frv. Er mjög lífsglaður og byrjar ungur að reykja Cohiba Esplendido. Gyðingabarn: Svo ættleiði ég einn úr leiðindunum í Ísrael og bjarga honum þannig frá þeim örlögum að vera skipað að skjóta arababörn sem kasta grjóti. Fyrirmyndin er Einstein, Karl Jung, Freud, Karl Marx og Noam Chomsky. Hann er grimmur í vísindunum, mjög einbeittur og klæðir sig í föt eingöngu upp á regluna. Hann er velmenntaður og víðsýnn. Er öfgagóður í skák, lúnkinn í backgammon og fleiri nördasportum sem munu sennilega aldrei fá uppreist æru. Keltabarn: Ég er að sjá eitt barnið vera frá Írlandi, írskasta partinum sem er reyndar enn undir Bretum. Hann talar með grimmum hreim og dettur í Gaelisku þeg- ar hann er i stuði. Hann er kaþólskur að nafninu til en finnst páfagarður vera helslakur og gagnslaus. Hann spilar gamlar írskar boltaíþróttir og er grimmt rauðhærður. Hann hefur mikinn áhuga á fótbolta en kann takmarkað að spila hann. Ég mun síðan ala alla þessa félaga upp í mikilli vinsemd þar sem menn geta trúað og gert allt sem þeir vilja svo lengi sem þeir angra ekki næsta mann. Til að bæta um betur myndu þeir lagfæra heiminn með allri sinni hegðan. Svo bíð ég í nokkra áratugi, held ættarmót og skoða afkvæmin. Þar mun ég sitja í hásæti með kúbanskan vindil og romm og horfa á heiminn eins og hann gengur upp. föstudagur 9. mars 200724 Umræða DV Rússar vilja ekki vestrænt lýðræði. Þeir telja sig ekki vera Evrópumenn, heldur Evrasíumenn. Meirihlutinn vill harðstjórn eða sovét. Þeir hafa engan áhuga á vestrænum mannréttindum á borð við skoðanafrelsi og félagafrelsi. Þeir vilja sterka stjórn, sem sinnir öryggi ríkisins. Og húsnæð- ismálum. Við skulum líta á tölurnar: Aðeins 16% Rússa vilja vestrænt lýðræði í landi sínu. 35% vilja sovétið og 26% vilja harðstjórn Pútíns. 18% Rússa telja skoðanafrelsi mikilvægt og aðeins 4% þeirra telja félagafrelsi mikil- vægt. Aðeins 10% Rússa telja land sitt vera hluta af vestrinu. Svo segir í nýútgefinni könnun frá EU-Russia Center í Bruxelles. Willi- am Pfaff skrifaði í Herald Tribune um forsendur niðurstöðunnar, sem hefur komið Evrópusambandinu í opna skjöldu. Við þessu var ekki búizt, þegar kalda stríðinu lauk og Jeltsín galopnaði Rússland fyrir vestrænum áhrifum. Einfeldningar markaðshyggju og nýíhalds ráðlögðu Rússum að brjóta niður sovézku fjötrana í vetfangi. Stofnanir sovétsins hrundu og ekkert kom í staðinn. Róttæk einkavæðing frjálshyggju rústaði þjóðareignir og nokkrir auðjöfrar eignuðust allan þjóðarauðinn fyrir skít og kanil. Þetta er sú reynsla, sem Rússar hafa af vestrinu. Það innleiddi auðjöfra, sem stálu öllu steini léttara. Það rýrði velferðina, gerði ellistyrki verðlausa og setti almenning á kaldan klaka. Fólki leið betur á tímum Krústjovs en Jeltsíns. Þriðjungur þess vill afturhvarf til sovétsins. Fyllirafturinn Jeltsín rústaði Rússland með aðstoð vestrænna hagfræð- inga af Chicago-skólanum. Það er svipað og gerðist eftir innrás Bandaríkj- anna í Írak, þegar innviðir ríkisins voru lagðir niður og óöld hinna sterku hófst. Takmarkalaust einstaklingsfrelsi er ávísun á stjórnlausar öfgar. Eftir Jeltsín voru Rússar undir Pútín búnir. Með honum hófst aftur- hvarf til fyrri stjórnarhátta með ívafi af stjórnarfari að hætti vestrænna bófa. Morðsveitir Pútíns halda andstöðu í skefjum, hvort sem hún er á götum Sankti Pétursborgar eða í Tsjetsjenínu, þar sem Pútín fremur þjóðarmorð. Örvænting Rússa út af afleiðingum Chicago-hagfræðinnar kallaði á Pútín og gerði þennan nýja Stalín að vinsælasta manni ríkisins. Pút- ín skammtar alþýðunni húsnæði og ríkisstyrki og fær í staðinn stuðning við að efla það, sem hann kallar öryggi ríksins, en ætti fremur að heita grimmt þjófræði. Menn Pútíns drápu njósnarann Alexander Litvinenko á eitri, skutu blaðamanninn Önnu Politkovskaya til bana og reyndu að drepa Jegor Gaidar, fyrrverandi forsætisráðherra. Öll verkin bera merki stofnunar, sem Felix Dzershinky veitti fyrst forustu og lengst var fræg undir bókstöf- unum KGB. Rússland er alræðisríki undir stjórn arftaka KGB. Hún hefur náð öll- um öngum ríkisvaldsins í sínar hendur, nánast öllum fjölmiðlum lands- ins og beinir gamalkunnum ógnunum gegn nágrannaríkjum alræðisins. Enginn er óhultur fyrir Pútín, ekki einu sinni á veitingahúsi í London eða Washington. Rússar nútímans eru nokkurn veginn sammála um, að vestrænt frels- isskeið Jeltsíns hafi verið myrkasta tímabilið í sögu Rússlands. Það var tímabil fátæktar, atvinnuleysis og ójafnaðar. Rússar vilja engan Jeltsín aftur, þeir vilja enga Chicago-hagfræði, þeir vilja frið í stælingu á stalín- isma. Rússar eru almennt hræddir við vestrið. Þeir óttast, að Evrópusam- bandið leggi stund á efnahagslegt samsæri gegn Rússlandi. Þeir óttast, að Nató hyggi á landvinninga á rússnesku sléttunum. Þeir telja Bandaríkin seilast til áhrifa í Úkraínu, næst séu Hvíta-Rússland og Georgía á mat- seðlinum. Jónas Kristjánsson. Umbrot: dV. Prentvinnsla: Prentsmiðja morgunblaðsins. Dreifing: Árvakur. dV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Rússar fara austur Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. StjóRnaRfoRmaðuR: Hreinn loftsson fRamkVæmDaStjóRi: Hjálmar Blöndal RitStjóRi og áByRgðaRmaðuR: Sigurjón m. Egilsson fRéttaStjóRi: Þröstur Emilsson RitStjóRnaRfulltRÚi: janus Sigurjónsson Erpur Eyvindarson tónlistarmaður skrifar: Púkarnir mínir Kjallari Erpur Þ. EyVIndArson tónlistarmaður skrifar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.