Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2007, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2007, Page 26
föstudagur 9. mars 200726 Helgarblað DV S unnudaginn þann sem sminkan á Stöð 2 var kölluð út fyrirvaralaust til að sminka íþrótta- fréttamanninn fyrir útsendingu, breyttist líf hennar. Rúna Guð- mundsdóttir hafði þá starfað í nokkurn tíma á sjónvarpsstöð- inni, en hvorki hitt þennan mann per- sónulega né séð hann í sjónvarpinu. „Það var nefnilega leitun að meiri anti-sportista en mér,“ segir hún bros- andi. Hún bíður mín á Kaffi Mílanó, komin með heitt súkkulaði með al- vöru þeyttum rjóma í bolla. „Þegar ég fór að sminka manninn, Heimi Karls- son, man ég að ég hugsaði fyrst: „Rosa- lega er hann með fallega húð...“ Stuttu síðar: „Rosalega er hann með falleg augnahár“ og loks „svakalega hefur hann fallegan munn!“ Svo fór hann í útsendingu og ég heim.“ En örlaganornirnar spunnu sinn vef og ekki leið á löngu þar til þau Rúna og Heimir urðu par. Nú hafa þau geng- ið lífsveginn saman í sextán ár, eiga dæturnar Thelmu Rún, 14 ára og Al- exöndru Aldísi 12 ára. Fyrir átti Rúna soninn Guðmund Magna, sem hún er líka afar stolt af. „Guðmundur Magni starfar sem kvikmyndatökumaður í Bretlandi og hann hefur fengið ótrúlega spennandi verkefni. Hann vann við upptökur á myndbandi hljómsveitarinnar Oasis og hefur ferðast um allan heim. Nú er hann nýkominn heim frá Suður Afríku. Hann vann líka við myndina „Síðasti bærinn í dalnum“, þannig að heimur- inn allur er vinnustaður hans. Og hann hefur gefið mér tvö barnabörn!“ segir hún stolt. Fékk fleiri á sýningu sína en Tom Jones Þegar ég kynntist Rúnu fyrst var hún ungur og metnaðarfullur snyrti- fræðingur. Árið var 1978, og þá var ekki haldin sú sýning eða fegurðarsam- keppni á landinu að Rúna kæmi ekki þar við sögu. „Ég var í snyrtivörugeiranum í rúm fimmtán ár,“ segir hún. „Ég sá um snyrtivörudeildina hjá Stefáni Thorar- ensen, þannig að ég var mikið í snyrti- vöruverslunum að kynna og selja vör- urnar frá Elizabeth Arden. Til þess fyrirtækis sótti ég svo námskeið með reglulegu millibili. Ég gerði nokkuð af því að sminka fyrir forsíður á Nýju lífi og í tískuþáttunum þeirra og sá jafn- framt um förðun á fegurðarsamkeppni Íslands, ungfrú Reykjavík og Ungfrú Suðurnes.” Það var á þessum uppgangstíma Elizabeth Arden varanna á Íslandi sem Rúna fékk þá snilldarhugmynd að halda Konukvöld á Hótel Íslandi, líklega það fyrsta sinnar tegundar á landinu. Árið var 1992, Sigga og Grétar sungu „Nei eða já“ í Eurovision og Tom Jones var farinn. Enda eins gott. Hann hefði kannski orðið svekktur hefði hann vitað að Rúna Guðmunds fékk fleiri á sína sýningu en hann! „Já það var nokkuð fyndið þegar yf- irþjónninn á Hótel Íslandi sagði mér að ekki einu sinni Tom Jones hefði náð sautján hundruð gestum í húsið!“ seg- ir hún skellihlæjandi. „Þetta voru góð- ir tímar.“ Ástarsaga í bresku þorpi Rúna vakti eftirtekt á þessum árum, bæði fyrir glæsileika og dugnað. En svo hvarf hún af sjónarsviðinu og þeg- ar hún birtist aftur níu árum síðar var hún ennþá jafn falleg – en nú orðinn miðaldafræðingur. „Okkur Heimi fannst kominn tími á að prófa að búa í útlöndum,“ segir hún. „Því miður er það þannig að maður getur orðið þreyttur á Íslandi, aðallega ókurteisinni og spillingu í stjórnmál- um. Við fluttum því í lítið þorp rétt fyr- ir utan Hull. Heimir var fyrirvinnan og ég var heimavinnandi húsmóðir fyrsta árið.“ Ekki það að henni hafi leiðst það starf. Húsið sem þau bjuggu í var eins og klippt út úr Agöthu Christie kvik- mynd, byggt árið 1740 af vellauðugum kaupmanni. Það byggði hann handa konunni sem hann elskaði. „En hún sveik hann“, segir Rúna og fær sér sopa af kakóinu, sem hún segir það besta sem hún hafi fengið á veit- ingahúsi um árabil. Við dettum ofan í rómantík, brostnar vonir og drauga- Metnaðarfullur miðaldafræðingur Fallegur miðaldafræðingur „Ég vissi alltaf að draumur minn myndi rætast,“ segir rúna. Snyrtifræðingurinn sökkti sér niður í fróð- leik um egypsk fræði milli þess sem hún snyrti fólk. Hún hafði átt sér þann draum að verða fornleifafræðingur, en lífið stýrði henni í aðra átt. Þegar Rúna Guð- mundsdóttir flutti til Bretlands með manni sínum, Heimi Karlssyni sjónvarpsmanni, komst hún að því að draumur- inn var ekki dáinn; hann hafði aðeins legið í dvala. DV mynD GúnDi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.