Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2007, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2007, Síða 27
DV Helgarblað föstudagur 9. mars 2007 27 gang. „Þetta þorp var eins og sjá má í breskum þáttum; tjörn í miðjunni, fé- lagsheimili, skólahúsið byggt á 19.öld og allt í litlum sérverslunum. Þar mátti sjá blóðugan slátrarann fyrir utan sína búð, sem stóð við hlið litlu bókabúðar- innar, kaffihúsið var með fjórum borð- um og í kaupfélaginu var hægt að fá allt frá teiknibólum upp í gardínur. Húsið sjálft var herragarður, sem hafði ver- ið breytt í átta glæsiíbúðir. Þegar verið var að vinna að endurbyggingu húss- ins var tekið myndband af breytingun- um. Í einum glugga hússins mátti sjá svartklædda konu frá 18. öld horfa út um gluggann....“ Draugagangur á herragarði Var það svikakvendið?! „Nei, sú stakk af með öðrum og kom aldrei í húsið, en miðill sem kom í húsið sagði þessa svartklæddu hafa verið ráðskonu. Eigandinn varð nið- urbrotinn eftir svikin og svo djúpt sökk hann í ástarsorg að hann gat ekki hugsað sér að lifa. Hann hengdi sig á stigapallinum, sem við áttum svo eft- ir að búa við. Sagan segir að í nóvem- bermánuði, þegar það er „Hunters Moon“, megi heyra sáran grátur hans í húsinu.“ Og heyrðir þú í honum? „Nei, ég heyrði aldrei í honum, en hins vegar gerðist það tvisvar að það var gengið rösklega um íbúðina þeg- ar ég var ein heima með stelpurnar yfir nótt. Ég leitaði af mér allan grun, skreið undir rúm og opnaði skápa, en það var enginn í íbúðinni nema við mæðgur.“ Baðherbergið í íbúðinni myndi sóma sér vel í hvaða kvikmynd sem væri. „Í kringum baðkerið voru súlur og tvær tröppur lágu upp á pallinn þar sem salerni og vaskur var. En kjallari hússins toppaði allt og sýndi hversu stöndugur kaupmaðurinn var sem byggði það. Þar var sundlaug og það var eins og ganga inn í rómverskt hof að koma þangað. Þar voru hvítar stytt- ur og franskir gluggar. Í garðinum voru tvær tjarnir með gullfiskum og öndum, enda gátu þeir sem heimsóttu okkur í þetta hús vart slitið sig frá því!“ segir hún hlæjandi. Gamall draumur verður að veruleika Húsið sjálft var þó ekki uppspretta ákvörðunar Rúnu um að leggja stund á miðaldafræði. Þann áhuga hafði hún haft lengi. „Þegar ég var tólf ára ákvað ég að verða fornleifafræðingur en svo stýr- ir lífið manni oft í aðra átt en maður hafði ætlað sér. Ég varð móðir ung, gift- ist og svo tók lífsgæðakapphlaupið við eins og gerist og gengur. En draumur- inn dó aldrei. Hann lagðist bara í dvala og ég vissi alltaf innst inni að hann myndi rætast. Ári eftir að við fluttum til Bretlands hóf ég tveggja ára undir- búningsnám fyrir háskóla. Í háskólan- um var ég í fyrstu ákveðin í að nema egypsk fræði, sem ég hafði stúderað á eigin vegum í mörg ár milli þess sem ég snyrti konur. En ég hóf nám í sagn- fræði og það tók hug minn allan. Ég lauk BA prófi í sagnfræði og listasögu, og tók jafnhliða áfanga í listasögu og fornleifafræði allan tímann. Það var unaður að fá tækifæri til að læra í landi sögunnar!“ segir hún af sannfæringar- krafti. „Ég er ekki viss um að ég hefði enst í námi sem þessu hér á Íslandi, því mín skoðun er sú að við kennum ekki sögu á jafn skemmtilegan hátt og við gætum gert og svo skortir okkur söfnin og fornmunina sem eru á hverju götu- horni í Bretlandi, sem gefur sögunni lit og spennu.“ Litið á mannkynssögu sem uppfyllingarefni á Íslandi Hún hélt náminu áfram eftir BA prófið og lauk mastersnámi í miðalda- fræði og fornleifafræði með fyrstu ein- kunn. „Prófessorinn minn mælti með því að ég færi með mastersritgerðina mína í doktorsnám og nú er ég að vinna að henni. Hún fjallar um vináttuna á mið- öldum. Veistu það, að mér finnst eins og hér á Íslandi sé litið á sagnfræðinga eins og nörda,“ bætir hún við. „Og ég er stolt af því að vera nörd! Bretar kunna að gera sögu sinni hátt undir höfði og þar er litið upp til sagnfræðinga. Ástæðan fyrir þessari vanþekkingu á Íslandi er sennilega sú að okkur er ekki kennt að meta söguna sem skyldi og krakkar í dag líta oft á mannkynssögu sem uppfyllingarefni í stundarskránni. Það þarf að kveikja neistann í Íslend- ingum. Hér er lítið um sjáanlegar forn- minjar, söfnin eru fá og kannski ekki oft sérlega spennandi og þótt vissu- lega hafi mikið skánað með stækkun Þjóðminjasafnsins velti ég fyrir mér hvort nokkur önnur þjóð myndi bjóða upp á að vera í sex ár án Þjóðminja- safns? Kannski kunnum við ekki að gera sögunni hátt undir höfði á þann hátt að hún virki spennandi? Auðvit- að er kannski ekki réttlátt að bera sam- an Bretland og Ísland, en kannski er það sú ást sem fólk virðist hafa á eig- in sögu og virðing sem síðan skilar sér út í skólana. Enda eru Bretar færastir í framleiðslu á sögulegu efni hvort held- ur eru heimildaþættir, kvikmyndir eða sjónvarpsþættir. Til gamans má geta þess að þegar ég var í fornleifafræði í Bretlandi þá bauð minn prófessor mér að fara þrisvar sinnum í uppgröft. Eitt sinn var það uppgröftur í rómverskum kirkjugarði þar sem fundust tíu unga- börn og í uppgreftri frá járnöld fann ég sjálf fornminjar.“ Óbilandi áhugi á sögu læknis- fræðinnar Eftir heimkomuna fyrir tæpum fjórum árum sótti Rúna um starf sem kennari í sögu við Menntaskólann við Hamrahlíð. En þrátt fyrir margra ára nám og með mastersritgerð í farteskinu fór hún í nám í kennslufræði við Há- skóla Íslands. „Það fannst mér ekki skemmtilegt nám og að mörgu leyti undarlega upp- byggt. Mér fannst einblínt allt of mik- ið á eintómar kenningar, sem eru fín- ar ef nemandinn ætlar í lengra nám í kennslufræðum, en mér fannst allt of lítið um praktíska hluti, sem eru þó al- gerlega nauðsynlegir þegar í kennsl- una er komið. Ekki var ég hrifinn af þessu. Ef ég hefði ekki verið að kenna við MH samhliða kennslufræðinám- inu, hefði ég ekki treyst mér til að fara út í kennslu eftir námið. Hvernig átti ég til dæmis að bregðast við þegar ég fékk heyrnarlausan nemanda eða blindan?Ekki veifa ég kenningunum framan í þá? Svo ég naut ótrúlega góðs af frábærum kennurum og námsráð- gjöfum við MH sem allir voru tilbúnir að hjálpa og aðstoða mig.“ Eitt er það sem á hug Rúnu allan þessa dagana. Það er saga læknisfræð- innar. „Ætlarðu nú að hleypa mér í þetta umræðuefni?!“ spyr hún og brosir. „Þá veistu ekki hverju þú átt von á því ég gæti talað um þetta í allan dag! Ég las fyrir mörgum árum bók eftir Vilmund Jónsson , landlækni, bókina „Lækn- ingar og saga“. Hún kveikti svo mik- inn áhuga hjá mér að ég las allt sem Vilmundur hafði skrifað, en gerði mér ekki grein fyrir hversu víðtækt þetta efni er. Eftir að ég var farin að kenna við MH vaknaði þessi áhugi aftur og mér datt í hug hvort ekki væri gaman að kenna sögu læknisfræðinnar hér. Yfirmenn mínir í skólanum tóku hug- myndinni vel og veittu mér samþykki fyrir því að ég mætti búa til áfanga um þetta nám. Svo að nú hófst mik- ið frumkvöðlastarf og undirbúningur. Allt síðasta sumar sökkti ég mér í bæk- ur og upplýsingaleit um þetta efni og ég fann fljótlega að vandinn sem ég stæði frammi fyrir væri að finna efni hér á landi, því það er ekki af of miklu að taka og mjög lítið til á íslensku, þannig að ég hef ákveðið að skrifa bók um sögu læknisfræðinnar bæði fyrir hinn almenna lesanda sem og nem- endur. Síðan er auðvitað draumurinn að skrifa nákvæmnisverk um þetta efni þar sem dýpra er farið í málin. Það sem kom mér gleðilega á óvart þegar ég síðan hóf kennslu á þessu efni var hinn gífurlegi áhugi bæði meðal nem- enda sem og utan skóla og hafa færri komist að en vildu. Ég kenndi í dag- skólanum fyrir jól en núna kenni ég nemendum við Öldungadeildina og er þetta eitt áhugaverðasta efni sem ég hef nokkru sinni kennt eða lært.“ Fyrstu skurðlækningarnar 5000 fyrir Krist Hún segir að það að kynna sér sögu læknisfræðinnar sé eins og að fara út í geim og skoða og kynnast nýjum heim- um. „Nemendurnir eru uppfullir af áhuga og hafa læknar á skurðdeild Landspítalans og taugsjúkdómadeild Borgarspítalans verið alveg einstakir og hafa veitt alveg ómetanlega hjálp í þessum efnum. Þeir hafa leyft okk- ur að koma og kynna okkur starfsemi sjúkrahúsanna. Eins og að þeir hafi ekki í nógu að snúast, samt gefa þeir sér tíma til að hjálpa okkur. Nemendur mínir áttu ekki orð yfir hversu frábær- ir þeir voru og skemmtilegir og höfðu á orði við mig að þeir töluðu meira að segja við þau eins og jafningja. Gam- an er að geta þess að margir af þessum nemendum hafa tekið ákvörðun um að leggja læknisfræði fyrir sig og því er saga læknisfræðinnar góð byrjun og í raun nauðsynleg að þekkja hana.“ Meðal þess sem Rúna hefur komist að í grúski sínu um læknisfræði er til dæmis að fyrstu skurðlækningarnar hafa átt sér stað fimm eða sex þúsund árum fyrir Krist, bæði í Suður-Ameríku og Evrópu. „Fyrstu skurðlækningarnar hafa greinilega falist í því að bora í höfuð- kúpuna. Það hafa fundist höfuðkúpur frá þessum tímum, þar sem frummenn hafa verið að gera fyrstu skurðaðgerð- irnar. Ástæðan er ókunn, það er aðeins hægt að geta sér til um svörin. Menn hafa talið að ástæður séu hugsanlega vegna höfuðverkja, krampakasta eða vegna meðvitundarleysis af völdum t.d.högga. Einnig er hugsanlegt að menn hafi verið að losa um þrýsting eða til að hleypa út illum öndum eða líkamsvessum. Engar skráðar heim- ildir eru til en höfuðkúpurnar sýna að menn hafa lifað þessar aðgerðir af, því það er gróið fyrir beinið. Þá hafa fund- ist fótspelkur í egypskum gröfum og gervitennur. Gervinef og limir frá 16. og 17.öld. Keisaraskurðir virðast hafa verið stundaðir síðan í fornöld. Fyrsta heimildin um konu sem lifði af eftir að barn var tekið með keisaraskurði er hins vegar frá 16. öld. Ég get sagt þér ótal svona sögur, en það sem kom mér og nemendum mínum mest á óvart er að það er ljóst að það er ekkert nýtt undir sólinni.“ Hún segir mér af lýtalækningum sem voru stundaðar um Kristsburð, af stórkostlegum verkfræðingum fornald- arinnar sem bjuggu til vatnsleiðslur, brýr og klósett, af rennandi vatni í bað- húsum, fyrstu heilbrigðiskerfin. „Allt er þetta hluti af sögu læknis- fræðinnar, þar sem þetta tengist hrein- læti“. Listasagan jafn spennandi og Da Vinci lykillinn Listasagan heillar hana og hún er þeirrar skoðunar að listasögu eigi að kenna í grunnskólum landsins. „Það er eins og að opna dyr að nýj- um heimi að læra listasögu. Ég kenni nemendum mínum að lesa mynd- ir og bið þau að líta á þær sem frétta- myndir þessa tíma. Á málverkum er hægt að sjá við hvað fólk starfaði, hver tískan var, hvernig ástand ríkti í sam- félaginu og málverkin endurspegla hugarástand þessa tíma. Krakkarnir sitja oft dolfallin, eru mjög áhugasöm því þetta verður eins spennandi og Da Vinci lykillinn.“ Hún svarar því hlæjandi að óneit- anlega setji áhugi hennar á miðöldum svolítinn svip á heimilishaldið. „Við kvöldverðarborðið ræðir Heimir um fjölmiðla- og stjórnmál og ég um krufningar á miðöldum!“ segir hún og skellihlær. „En ég gæti aldrei hafa látið drauma mína rætast hefði ég ekki Heimi mér við hlið. Hann er alltaf tilbúinn til að hjálpa, les allt yfir með mér, hlustar á fyrirlestrana, enda er hann mjög góður í íslensku, hlust- ar á mig og kemur með tillögur. Það er ómetanlegt að eiga maka sem er slík perla og hefur hann veitt mér ótrúleg- an stuðning bæði í námi og starfi.“ Stjórnmálamenn í vinsælda- keppni En þrátt fyrir að hún eigi eftir að skrifa kennslubókina um sögu læknis- fræðinnar, þykka bók um sama efni og nokkrar greinar sem hana langar að fá birtar í Læknablaðinu, sinnir hún doktorsnáminu af fullum þunga. „Ég er sko ofvirk,“ segir hún hressi- lega. „Ofan á það bætist að ég er skipu- lögð og hef ágætis sjálfsaga þannig að ég get komið draumum mínum í fram- kvæmd. Hins vegar hvarflar oft að mér að flytja aftur til Bretlands. Stundum langar mig að leggjast niður og gráta yfir Íslandi. Ég varð fyrir menningar- áfalli þegar ég kom heim eftir níu ára fjarveru. Gamla Ísland sem ég elsk- aði var óðum að hverfa. Menn sletta hér útlensku hægri vinstri í útvarpi, sjónvarpi og blöðum. Íslenska tungan er að berjast fyrir lífi sínu og flestum virðist standa á sama. Það þykir ekki fínt að tala um trúmál, það þykir ekki smart að kenna kristinfræði og þannig töpum við mikilli sagnfræðilegri þekk- ingu. Mér finnst algjör firring komin í landann. Ókurteisi og tillitleysi ríkja, of mikið af börnum ganga sjálfala og unglingum virðist mér oft ýtt of fljótt út í það að verða fullorðin. Og í rauninni er málfrelsi óðum að hverfa. Stund- um dettur mér í hug hvort við séum að hverfa til tímans fyrir endurreisn, því ekkert má segja lengur eða hafa skoðun vegna pólitísks rétttrúnaðar. Spurningin er hvort þetta sé ekki far- ið að hafa áhrif á frjálsa og gagnrýna hugsun og hvað gerist þá? Orðið for- dómar eru notaðir um allt ef fólk hef- ur skoðun á einhverju. Ef fólk er ekki sammála öllu sem hommar og lesbíur segja, þá er fólk fordómafullt, það má ekki tala um trúmál, þá er verið að heilaþvo menn, það má ekki tala um innflytjendur þá byggist það á fordóm- um, en það er í lagi að kenna krökkum að setja smokk á banana og þegar heil- brigðisráðherra missir sig af hneyksl- an yfir því að einhver leyfi sér að fara fram á að athugað verði hvort útlend- ingar sem hingað flytja geti mögulega borið með sér sjúkdóma á borð við berkla, ekki síst á tímum fjölónæmra baktería, þá hrópa allir þetta er kyn- þáttahatur! En það hefur bara ekk- ert með fordóma að gera heldur það að vera skynsamur og skoða hlutina eins og þeir eru en ekki eins og manni finnst þeir eigi að vera. Heilbrigðisráð- herra ber að vernda íbúa þessa lands og ef hún lætur svona út úr sér finnst mér spurning hvort hún sé starfi sínu vaxin. Ég held að hún og fleiri ættu að kynna sér hvað orðið kynþáttahat- ur þýðir. Stjórnmálamenn og ráðherr- ar virðast vera í eilífri vinsældarkeppni og gala einungis eftir því sem vindur- inn blæs. Þeir eru einungis í vinnu hjá okkur og ef þeir standa sig ekki eiga þeir að fara...“ annakristne@dv.is „Þegar ég var tólf ára ákvað ég að verða forn- leifafræðingur en svo stýrir lífið manni oft í aðra átt en maður hafði ætlað sér. Ég varð móðir ung, giftist og svo tók lífsgæðakapphlaupið við eins og gerist og gengur. En draumurinn dó aldrei.“ Áhugasamir nemendur „Á málverkum er hægt að sjá við hvað fólk starfaði, hver tískan var, hvernig ástand ríkti í samfélaginu og málverkin endurspegla hugarástand þessa tíma. Krakkarnir sitja oft dolfallin, eru mjög áhugasöm því þetta verður eins spennandi og da Vinci lykillinn.“Metnaðarfullur miðaldafræðingur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.