Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2007, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2007, Síða 31
Haukar unnu ÍBV í bikarúrslit- um kvenna í fyrra 29-25. Segja má að þær hafi farið Krísur- víkurleið í úrslita leikinn því þær unnu Stjörnuna með eins marks mun 24-23 og síð- an Val 25-18 þar sem staðan í hálfleik var 14-3! Einar Jóns- son er þjálf- ari Hauka og þrátt fyrir mikla reynslu sem leikmaður félagsins í hand- bolta, þar sem hann vann allt sem hægt er að vinna, er þetta fyrsti bikarúrslitaleikur hans sem þjálfari. „Mér lýst ágætlega á leikinn. Við höfum verið að spila vel í bikarnum og slegið út Val og Stjörnuna og það má eiginlega segja að það hafi verið önnur stemming í bikarleikjun- um hjá okkur og sem þjálfari hef ég fundið það.“ Haukar hafa á að skipa mjög góðu byrjunarliði þar sem Ramune Pek- arskyte fer þar fremst í flokki. Þar er á ferðinni mjög sterkur leikmaður í vörn og sókn. „Ég tel að styrkleikar okkar séu vörn, markvarsla og hraðaupphlaup. Í undanförnum leikjum hefur það verið okkar styrkleiki. Við vorum að fá á okkur of mikið af mörkum í byrj- un Íslandsmótsins en í bikarleikjun- um og í síðustu leikjum í deildinni höfum verið að fá á okkur fá mörk.“ Grótta vann fyrri leik liðanna með fimm marka mun 27-22 en liðin skildu jöfn 18. febrúar 19-19. „Ég óttast ekkert sérstakt í leik Gróttu liðsins.Þær eru með góð- an mannskap og styrktu sig vel fyrir mótið. Fengu fimm nýjar stelpur inn, endurheimtu þrjár og svo komu tvær erlendar. Leikurinn verður sérstakur fyrir mig þar sem ég er að fara í bik- arúrslit sem þjálfari, maður finnur að spennan er að magnast í hópnum og við munum mæta tilbúnar.“ Einhvern tíma verður allt fyrst Grótta er undir stjórn Alfreðs Finnsonar sem gerði ÍBV að Íslands- meisturum í fyrra. Grótta vann Fram í 16 liða úrslitum 28-15 og síðan Fjölni 34-11 í átta liða úrslitum. Þær mættu ÍBV í undanúrslitum í Vest- mannaeyjum og höfðu betur 29-28 í miklum spennuleik. „Fyrirfram þá telur maður að Haukar verði sterkari. Við verðum að spila vörn á laugardaginn en hún hefur oftar en ekki verið okkar aðals- merki. Við höfum verið í vandræð- um sóknarlega, sérstaklega á móti 6- 0 vörn Haukaliðsins þar lendum við í vandræðum.Haukar eru mikil vél, þær spila góða vörn og eru með fínt hraðaupphlaupslið og það er erfitt að lenda í þeim.“ Grótta hefur þrisvar sinnum far- ið í bikarúrslit en aldrei náð að landa titlinum. Síðast fóru þær alla leið í úrslitin árið 2005, þá undir merkjum Gróttu KR. Haukar eru hins vegar núverandi bikarmeistarar og þekkja því hvað þarf til að vinna slíka leiki. Það er búið að ganga vel hjá okkur í bikarnum og í raun umfram vænt- ingar. Strax á móti Fram fann mað- ur að fólk hafði trú á okkur og að við gætum gert góða hluti í bikarnum. Leikurinn á móti Fjölni er ekki mark- tækur en það var sterkt að vinna í Eyj- um en við vorum heppnar þar. And- lega var það mjög sterkt, við vorum í erfiðu leikjaprógrammi þá en það er alltaf sterkt að vinna undanúrslita- leik á jafn erfiðum útivelli.“ Meðalaldur Gróttu liðsins er rúm 22 ár en hjá Haukum er hann einu ári eldri. Alfreð segir þrátt fyrir að marg- ar af sínum stelpum séu ungar eru þær þó með mikla reynslu. „Auðvitað óttast ég stressið í leik- mönnum. Sem betur fer hafa flest- ar af þessum stelpum spilað bikar- úrslitaleik og ég vona að það hjálpi þeim. En hefðin er Haukameg- in. Þær eru búnar að fara í gegn- um þetta milljón sinnum og vinna þetta hundrað sinnum. Öll statít- ik er Hauka meginn en á móti kem- ur að við ættum að vera hungraðari og langa í titilinn. Grótta hefur farið þrisvar sinnum í bikarúrslit á síðustu 10 árun en aldrei unnið. En einhvern tíma verður allt fyrst.“ Haukar hafa hefðina en Grótta hungrið Ágúst Jóhannsson þjálfari Vals segir að liðin séu áþekk í getu, þau spili svipaðan handbolta og það sé erfitt að spá fyrir um leikinn. „Grótta hefur ekki ennþá unn- ið stóran titil og vantar að fara yfir þennan þröskuld að landa stórum titli en það kæmi ekki á óvart ef það myndi gerast á laugardag. Það er reyndar rosalega erftitt að spá í þennan leik af því að þessi lið eru svo lík, spila svo líkan handbolta. Haukar hafa reynsluna en í Gróttu eru yngri og ferskari leikmenn. En byrjunarlið Hauka er gríðarlega sterkt og ef þær halda út í 60 mínútur þá held ég að Haukar vinni. Liðin eru frekar hæg og leggja mikið uppúr sínum varnarleik. Grótta er mjög sterkt lið varnarlega séð, þær eru agaðar og skipulagð- ar. Bæði liðin eru að spila 6-0 vörn en markvarslan hefur verið sterka hlið Gróttu. Hún hefur verið upp og ofan hjá Haukunum í vetur en á móti kemur að þegar Haukar ná að stilla saman strengina varnarlega séð, þá eru þær með mjög sterkt og öflugt hraðaupphlaupslið. Þar sem Hanna Stefánsdóttir og Erna Þráinsdóttir fara fremstar í flokki.“ Ágúst segist vona að liðin slái af varnarleiknum og leiki sóknarleik. „Ég vona að liðin keyri upp smá hraða í leiknum og það verði töluvert skorað í leiknum en það gæti kom- ið niður á skemmtanagildinu ef lið- in spila sterka vörn. Þó það sé alltaf gaman að sjá lið spila góða vörn. Haukar eru svolítið háðar Ramune Pekarskyte í sóknarleik sínum. Það er mikið af einstaklingsframtaki í sókn- arleik Hauka á meðan það er meiri heildarbragur á sóknarleik Gróttu.“ Alfreð Finnson þjálfari Gróttu hefur unnið titla sem þjálfari ÍBV og veit því hvað þarf til. Einar Jóns- son þjálfari Hauka er á sínu fyrsta ári sem þjálfari í efstu deild kvenna. Ág- úst telur að það muni ekki hafa áhrif á laugardag. „Haukar hafa mikla hefð á bak við sig. Harpa Melsted, Hanna Stefáns- dóttir, Ramune, Helga Torfadóttir og fleiri hafa spilað marga svona leiki. Ég held að einhverjar séu að hætta eftir þetta tímabil þannig þær munu koma dýrvitlausar í þennan leik. Að sama skapi fóru Gróttustelpurn- ar fyrir tveimur árum í bikarúrslit, hafa upplifað stemminguna og eru reynslunni ríkari en þá, þannig þetta verður hörkuleikur.“ benni@dv.is DV Sport föstudagur 9. mars 2007 31 Landar Grótta sínum fyrsta bikar? Mikilvægur hlekkur ramune Pekarskyte stórskytta Hauka þarf að eiga toppleik eigi Haukar að landa titlinum Bikarúrslitaleikur kvenna fer fram á laugardag. Grótta mætir þar Haukum og geta unnið fyrsta stóra titilinn í sögu félagsins. Haukar eru núverandi bikarmeistarar og hafa reynsluna fram yfir Gróttu. SannkaLLaður draumaúrSLita- Leikur Lykilleikmaður anna Úrsúla guðmundsdóttir er lykilleik- maður gróttu í vörn og sókn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.