Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2007, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2007, Qupperneq 34
Föstudagur 9. FEBrÚar 200734 Sport DV Síldarævintýri í Laugardal Siglfirðingurinn Þórir Hákonarson tók til starfa sem framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands í byrjun mánaðarins. Það má segja að Þórir sé kominn í draumastarf sitt en hann hefur verið viðriðinn fót- bolta síðan hann man eftir sér. Á fundi sínum í síðasta mánuði ákvað stjórn KSÍ að veita nýkjörn- um formanni sambandsins Geir Þorsteinssyni heimild til að ráða Þóri Hákonarson frá Siglufirði í stöðu framkvæmdastjóra KSÍ. Geir var sjálfur framkvæmdastjóri en þegar Eggert Magnússon eignaðist enska liðið West Ham bauð Geir sig fram til formanns og vann kosning- una með miklum yfirburðum.Nýi framkvæmdastjórinn er spennt- ur fyrir komandi verkefnum í nýja starfinu. „Ég er fæddur og uppalinn á Siglufirði. Ég hef verið í námi bæði í Reykjavík og einnig erlendis, ég kláraði Menntaskólann á Laugar- vatni og hér í Reykjavík var ég síð- an í Tækniskólanum og Háskóla Ís- lands, þaðan sem ég lauk BA-prófi í stjórnmálafræði. Síðan var ég við nám í alþjóðasamskiptum í London í eitt ár og 1998 flutti ég síðan beint heim þaðan til Siglufjarðar. Ég hef verið viðriðinn fótbolta síðan ég var gutti og fór beint inn í stjórn Knatt- spyrnufélags Siglufjarðar þegar ég hafði lokið námi. Þar hef ég verið formaður síðan 2001 og var einnig framkvæmdastjóri Pæjumótsins frá 2002,“ segir Þórir en hann er fædd- ur 1969. Hans fyrsta fótboltaminning nær langt aftur. „Það var þegar ég var að fara á æfingar á malarvellin- um á Siglufirði kornungur. Þá voru æfingarnar með öðrum hætti en þær eru núna, það var ekkert skipt í aldursflokka á æfingum heldur mættu bara margir flokkar á sama tíma og léku sér í fótbolta. Maður var því að æfa með strákum sem sumir voru helmingi eldri en mað- ur sjálfur. Þarna var Haraldur Er- lingsson, íþróttakennari í Kópa- vogi, við stjórnvölinn.“ Gengur inn í gott umhverfi „Það má segja að ég sé kominn í draumastarfið. Ég hef verið viðrið- inn fótbolta síðan ég man eftir mér. Sem formaður KS hef ég síðan haft mikil samskipti við starfsfólk KSÍ. Ég geri mér samt alveg grein fyrir því að þetta er býsna krefjandi starf og umfangið í kringum það í raun- inni alltaf að aukast. Það eru fjöl- mörg verkefni sem bíða úrlausnar á næstunni og er ég spenntur fyrir því að takast á við þau.“ Þórir þurfti ekki að hugsa sig lengi um þegar honum var boð- ið þetta starf hjá KSÍ. „Ég hætti í starfi mínu sem skrifstofustjóri Siglufjarðarkaupstaðar síðasta sumar og hef síðan þá sinnt hin- um og þessum verkefnum. Ég sýndi þessu framkvæmdastjóra- starfi mikinn áhuga strax í upp- hafi enda vissi ég að hér gengi ég inn í gott umhverfi. Geir þekki ég ágætlega og vissi að hann væri góður kostur í formannsstöðuna. Margir starfsmenn hafa verið hér lengi og allir eru með á hreinu við hvað þeir starfa,“ segir Þórir. „Er ekki rétt að ég beiti mér fyrir því að liðum í efstu deild verði fjölgað í 30 svo KS komist þangað?“ segir Þórir og hlær þeg- ar hann var spurður út í áherslu- mál sín í þessu nýja starfi. „En í alvöru talað þá er ekki eitthvað eitt sérstakt sem ég ætla að beita mér fyrir eins og staðan er núna. Ég er að kynna mér starfið hérna. Knattspyrnusambandið er nú að flytja í nýtt húsnæði og hér er starfsemin alltaf að aukast eins og ég hef sagt. Það fyrsta sem ég mun líta á er skipulag starfsem- innar sem þarf að breyta að ein- hverju leyti. Kröfurnar aukast bæði hér heima og erlendis frá. Við viljum veita eins góða þjón- ustu og möguleiki er á. Sá þáttur er það fyrsta sem ég mun líta á en ég mun ekki koma með nein- ar byltingarkenndar breytingar í þeim efnum,“ segir Þórir. Hröð þróun Þórir tók til starfa þann 1. mars og er að koma sér inn í þau verkefni sem framkvæmdastjóri KSÍ hefur sinnt. „Fyrstu dagarn- ir hafa verið ágætir og þetta lofar allt góðu. Töluvert hefur verið af fundahöldum og ég hef reynt að kynnast öllu þessu fólki sem hér starfar. Svo er nóg að gera varð- andi flutninga en við erum að flytja í ný húsakynni sem eru fyrir neð- an nýju stúkuna á Laugardalsvell- inum. Aðstæðurnar á vellinum eru alltaf að verða betri og ég vona að sú þróun haldi áfram. Þetta er eng- inn lokapunktur á framkvæmdum í Laugardalnum og það á sjálfsagt eftir að bæta aðstöðuna enn meira, bæði fyrir leikmenn og áhorfend- ur,“ segir Þórir. Hvað varðar aðstöðu aðildarfé- laga KSÍ segir Þórir hana vera mjög misjafna. „Það er þó ljóst að þró- unin hefur verið hröð síðustu ár, aðstaðan er öll að breytast til hins betra. Fjöldi liða er til dæmis kom- inn með hús sem hægt er að æfa í allt árið um kring. Svo er gaman að félögin hafa sýnt mikinn metnað í að bæta aðstöðu áhorfenda á leik- vöngum sínum. Kröfurnar varð- andi það eru alltaf að aukast og það heldur mönnum á tánum.“ Hvað varðar umgjörðina í kring- um Landsbankadeildina næsta sumar segir Þórir að engar stór- vægilegar breytingar verði gerðar. „Það standa yfir viðræður við full- trúa Landsbankans um umgjörð- ina næsta sumar. Mér fannst þetta takast mjög vel síðasta sumar þótt alltaf séu ákveðin atriði sem má bæta. Það eru viðræður í gangi út af þessu og ég hef enga trú á öðru en að þetta verði gert með glæsilegum hætti. Landsbankinn hefur alltaf staðið vel að þessu,“ segir Þórir. Fleiri félög munu sameinast Hann fær ekki mjög langan tíma til að koma sér inn í nýja starfið. „Enginn stekkur inn í þetta full- skapaður en fram undan eru næg verkefni. Það er landsleikur eftir nokkrar vikur og Íslandsmótið að hefjast svo ég þarf að vinna hratt en skipulega,“ segir Þórir. Á næsta ári verður fjölgað í landsdeildum Íslandsmóts karla og verða tólf lið í hverri af þremur efstu deildun- um. Þóri lýst ágætlega á þessa fjölg- un þótt hún hafi sína kosti og galla. „Aðaláhyggjuefnið verður hvernig eigi að koma leikjafjöldanum fyr- ir í hverri deild. Ég treysti á að það verði leyst og fólkið sem hér starfar er vant því að koma Íslandsmótinu í öllum flokkum fyrir með góðu móti. Það er oft flókið að koma þessu fyrir svo allir verði sáttir. Annars lýst mér ágætlega á þessa breytingu.“ Talað hefur verið um að með ráðningu Þóris sé KSÍ að færa sig nær aðildarfélögum sínum. „Full- trúi af landsbyggðinni hefur ekki verið í þessu starfi og ég vona að ég standi undir því. Ég held að það sé hollt fyrir KSÍ að fá menn sem koma úr smærri félögum utan af landi.“ Að mörgu leyti er ólíkt að vera formaður knattspyrnufélags á landsbyggðinni en á höfuðborgar- svæðinu. „Vandamálin við að starfa í kringum félög sem eru á lands- byggðinni eru augljós. Það eru færri möguleikar á að afla fjármagns, færri aðilar sem standa undir rekstrinum og eins og gefur auga- leið úr færri leikmönnum að spila í öllum flokkum. Þetta er vandamál sem þarf að grandskoða. Ýmis félög hafa brugðist við með því að reyna að sameinast nágrannaliðum til að halda úti félögum í öllum flokkum. Ég held að það eigi eftir að aukast á næstunni og er ekkert nema gott um það að segja ef það tekst sæmi- lega,“ segir Þórir Hákonarson að lokum. elvargeir@dv.is Tekinn til starfa Þórir Hákonarson, nýr framkvæmdastjóri KsÍ, á sjálfum þjóðarleikvangi Íslands en sambandið hefur aðstöðu undir annarri stúku vallarins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.