Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2007, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2007, Blaðsíða 37
Menning Kammerkór Reykjavíkur Kammerkór Reykjavíkur held- ur tónleika í Laugarneskirkju á morgun klukkan 17. Tilefnið er fimm ára afmæli kórsins. Á dagskránni verða lög frá liðn- um árum ásamt nýju efni og einnig hluti af Gloríu í D-dúr eftir Antonio Vivaldi. Stjórn- andi er Björn Thorarensen en hann tók við starfinu af Sigurði Bragasyni baritónsöngvara á haustdögum og einsöngvarar koma úr röðum kórsins. Rússnesk helgi Kvikmyndaklúbburinn Fjalakötturinn leggur áherslu á kvikmyndir rússneskra leikstjóra um helgina. Einnig verður hleypt af stokkunum samstarfi klúbbsins og Reykjavik Documentary Workshop og kvikmyndin Austan við Eden, með James Dean verður sýnd. DV Menning föstudagur 9. mars 2007 37 Hugvísindaþing Árlegt Hugvísindaþing á veg- um Hugvísindastofnunar, Reykjavíkurakademíunnar og Guðfræðideildar HÍ, verður haldið í dag og á morgun í Að- albyggingu Háskóla Íslands. Þingið hefst kl.13 í dag og verð- ur þingað til kl. 16.30. Á morg- un, laugardag, hefst þinghald kl.12 og stendur til kl.16.30. Á dagskrá eru tæplega 60 fyrir- lestrar í 19 málstofum. Dagskrá þingsins má skoða á heima- síðu Hugvísindastofnunar, www.hugvis.hi.is. Augliti til auglitis Á morgun, laugardaginn 10. mars, verður opnuð í Listasafn- inu á Akureyri ljósmyndasýn- ingin Augliti til auglitis. Þar er á ferðinni samsýning fjórtán franskra ljósmyndara. Sýningin miðar meðal annars að því að endurskilgreina samtímaljós- myndun samhliða því sem lista- mennirnir styðjast við grund- vallarhugtök eins og ást, sættir, ofbeldi, bernsku og frelsi. Sýn- ingin er dagskrárliður Fransks vors og stendur til 29. apríl. Sýningar á verkum Jóhanns Briem og Jóns Engilberts opnaðar í kvöld: róttæk viðhorf í vali á myndefni og túlkun Í kvöld kl.20.00 verða opnaðar tvær sýn- ingar á verkum listamannanna Jóhanns Briem og Jóns Engilberts í Listasafni Íslands. Þeir eru í íslenskri listasögu taldir fulltrúar þess expressjónisma sem var ríkjandi í evrópskri myndlist á millistríðsárunum, ásamt m.a. Snorra Arinbjarnar, Gunnlaugi Scheving og Þorvaldi Skúlasyni. Á fjórða áratugn- um má greina glögg skil milli tveggja ólíkra viðhorfa í íslenskri myndlist. Annars vegar er það landslagsmál- verkið, sem þá lifir mikið blómaskeið með Ásgrím Jónsson, Jón Stefánsson og Jóhannes Kjarval í broddi fylkingar og hins vegar verk ungra listamanna, sem komu fram eftir 1930. Þeirra á meðal voru Jóhann Briem og Jón Eng- ilberts. Í verkum þeirra má greina rót- tæk viðhorf, jafnt í vali á myndefni og túlkun. Ný myndefni eins og maður- inn við vinnu sína, götumyndir og nánasta umhverfi listamannsins var meginviðfangs- efnið þar sem lit- urinn fékk aukið tilfinningalegt gildi og vöktu t.d. upp spurningar um tjáningu listamannsins, hlutdeild áhorfandans í endursköpun verksins og tengslin á milli listamannsins, verksins og áhorf- andans. Sumir þessara listamanna voru virkir í róttækum, pólít- ískum hreyfingum, svo sem Jón Engilberts og gætti þess oft í vali hans á myndefni. Sýningarn- ar standa til 29. apríl. Í tengsl- um við þær koma út bækur um báða listamennina. Jóhann Briem: Hestar í grænni brekku, 1960 Jón Engilberts: Madame, 1935 Ráðstefna um barnabókmenntir og barnamenningu verður haldin í Gerðubergi. Ráð- stefnan er tileinkuð Astrid Lindgren, skapara Línu langsokks, Emils í Kattholti, Ronju ræningjadóttur og fleiri litríkra persóna. Á morgun, laugardag, verð- ur haldin ráðstefna um barna- bókmenntir og barnamenningu í Gerðubergi. Ráðstefnan er tileink- uð Astrid Lindgren og framlagi hennar til barnamenningar fyrr og nú. Astrid Lindgren hefur skapað margar af eftirminnilegustu per- sónum barnabókmenntanna, eins og Emil í Kattholti, börnin í Ólát- agarði, Karl Blómkvist og að sjálf- sögðu Ronju ræningjadóttur og Línu Langsokk, en hún er þeirra þekktust. Með hverri nýrri kynslóð ganga sögupersónur Astrid í end- urnýjun lífdaga. Sérstakur gestur á ráðstefnunni verður Helena Gomér, yfirmaður barnadeild- arinnar Rum för Barn í Menningar- húsi Stokkhólms, en hún hefur unn- ið ötullega að barnamenningu og bókmenntum fyrir börn. Silja Að- alsteinsdóttir og Sigþrúður Gunn- arsdóttir fjalla um líf og rithöf- undaferil Astrid Lindgren og Katrín Jakobsdóttir fjallar um Línu langs- okk, frægustu sögupersónu Astrid. Ráðstefnan hefst klukkan hálfellefu og lýkur klukkan tvö og aðgangur er ókeypis. Lína langsokkur verður til Astrid Lindgren fæddist árið 1907 á bænum Näs í sænsku Smá- löndunum. Þar ólst hún upp ásamt þremur syskinum hjá for- eldrum sínum, Samu- el og Hönnu Ericson. Æska Astrid ein- kenndist af öryggi og ástríki, en bækur voru sjaldséð- ur mun- aður og Astrid fékk sína fyrstu bók á fimmta ald- ursári. Hugmyndin að Línu langsokk fæðist árið 1944. Karin dóttir Astrid er þá rúmliggjandi vegna veikinda og biður móður sína að segja sér sögu af Línu langsokk. Og æfintýri Línu langsokks hefjast. Persón- urnar byggðust á fólki sem Astrid hafði kynnst gegnum árin, börnum og fullorðnum, kunnugum og jafnvel ókunn- ugum. Með gjöf handa Karin dóttur sinni í huga, hefst Astr- id handa við að skrásetja öll æf- intýrin sem Lina langsokkur rataði í. Þessi æfintýri höfðu þá stytt mörgum vinum Karinar stundirnar, því Astrid hafði iðulega skemmt þeim með frásögn- um af Línu. Árið 1945 vinnur Astrid til fyrstu verðlauna í sam- keppni bóka fyr- ir börn á aldrinum 6 - 10 ára, fyrir bók- ina Lína langsokkur. Eftir það komu út ótal bækur eftir Astrid Lindgren, nýjar persónur fæddust og ný æfintýri gerðust. Bækur henn- ar hafa verið þýddar á ótal tungumál og hún er einn virtasti barnabóka- höfundur sögunnar. Á ferli sínum hlaut Astrid fjölmargar viðurkenn- ingar fyrir bækur sínar og framlag sitt til barnamenningar, til dæmis H. C. Andersen verðlaunin 1958 og Tolstoj verðlaunin 1987. Hún var valin Svíi ársins árið 1997, þá níræð og fannst þá ástæða til að benda fólki á þá staðreynd að hún væri hálfblint og heyrnarlaust gam- almenni og auk þess galin. Astrid Lindgren lést árið 2002, 94 ára að aldri en eftir standa ógleymanleg- ar persónur og æfintýraheimur sem einkennist af ótrúlegum uppá- tækjum og ærslum æskunnar sem henni var svo hugleik- in. Astrid Lindgren skildi eftir sig arf til handa hverri nýrri kynslóð sem fæðist og fram- lag hennar verður seint ofmetið. Húmor og hugrekki í Gerðubergi Astrid Lindgren ásamt góðum vinum Lína langsokkur og apinn Níels Ólöf Arnalds á 12 tónum Í dag verður kátt á hjalla í versl- un 12 tóna við Skólavörðustíg en þá heldur Ólöf Arnalds tón- leika fyrir gesti og gangandi. Tónleikarnir hefjast kl. 17.00 og gestgjafarnir hvetja alla til að mæta og heyra nýja og spenn- andi tónlist. Rúmar tvær vikur eru síðan plata Ólöfar, Við og við, kom út á vegum 12 tóna og eru viðtökur afar góðar enda vermir Við og við fimmta sæti Tónlistans þessa vikuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.