Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2007, Page 38

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2007, Page 38
föstudagur 9. mars 200738 Helgarblað DV Síðustu geislar sumarsólar brugðu gullnum bjarma á Hvalfjörð- inn. Hamingja og ást skein úr aug- um dansparsins á gólfinu á Hótel Glymi og Ragnar Bjarnason söng til þeirra. Það var verið að halda hátíð- legt sjötugsafmæli Önnu Margrétar Jónsdóttur. Sjötugsafmæli er tími til að rifja upp gengin spor. Þess vegna hefur mörgum vöknað um augu á þessu hátíðarkvöldi. Börnin hennar hafa talað til hennar og sagt af mik- illi hreinskilni frá því hvernig þau upplifðu mömmu sína á erfiðustu stundum lífs síns. En Anna Margrét er hetja og leggur sitt til málanna eft- ir hverja ræðu og uppsker hlátur allra viðstaddra. Töffari en engin hetja ”Ég er engin hetja, ég er töffari,” segir hún og hlær glaðlega, þegar ég minni hana á þetta og spyr hvort hún vilji koma í viðtal einu sinni enn. Hún er aftur komin í Hvalfjörðinn. Sól- in varpar geislum sínum á hana aft- ur, í þetta skipti eru það geislar vetr- arsólarinnar.Hún er í heimsókn hjá elsta syni sínum, Jóni Rafni og eig- inkonu hans, Hansínu Einarsdóttur, sem eru eigendur Hótel Glyms. Þau ákváðu að koma Önnu á óvart á sjö- tugsafmælinu og létu gifta sig í miðri veislu. Þá mátti sjá tár falla hjá töffar- anum Önnu. En Hvalfjörður er ekki “hennar staður”. Það er Reykjavík ekki heldur. Neskaupstaður er bær- inn hennar, bærinn sem hún fædd- ist í, bærinn þar sem hún hefur val- ið sér stað í kirkjugarðinum. Bærinn sem hún hefur aftur gert að heima- bæ sínum. ”Já, ég sagði við þig í viðtali fyr- ir sex árum að ég ætlaði aftur heim. Norðfjörður er fjörðurinn minn,”seg- ir hún. “Þar fæddist ég fyrir rúmum sjötíu árum og þar get ég verið ég sjálf. Ef ég tek nú upp á því að rugl- ast og vafra um bæinn mun alltaf einhver þekkja mig og fara með mig heim. Ég gat ekki treyst á að slíkt gerðist í Reykjavík.” Anna Margrét var kölluð “litla hjúkrunarkonan” þegar hún var á barnsaldri, því fátt vissi hún skemmti- legra en að sitja hjá vinkonum sínum og stjana við þær ef þær voru veikar. Sjálf segist hún hafa tryggt sér stöðu “dekurdúkku”. ”Ég er yngst fimm systkina og sá sjálf til þess að ég þyrfti aldrei að gera handtak á heimilinu,” segir hún kímin. “Ég elskaði að lesa og las all- ar bækur sem ég náði í. Ljóð voru í mestu eftirlæti.” Á tíu sentimetra hælum í kafasnjó Ótrúlegt að hugsa sér þessa konu sitja auðum höndum. Okkar fyrstu kynni voru á elliheimilinu Grund þar sem Anna Margrét starfaði í sextán ár og ég í nokkra daga. Þessi hvika og broshýra kona vakti strax eftirtekt mína og það er ekki hægt að segja að það hafi þurft að pína hana til að tala. Yfir kaffibolla í vinnunni samþykkti hún að segja sögu sína í útvarpsvið- tali og síðar í bókarkafla. Núna, þeg- ar hún er komin í heimsókn til höf- uðborgarinnar bið ég hana að segja okkur söguna aftur. Hún spyr mig hvort ég haldi að það sé hægt að selja sig mörgum sinnum? Já, svara ég, ég er alveg viss um það. ”Er ekki alltaf verið að taka viðtal við stórstjörnur aftur og aftur?!” segir hún þá skellihlæjandi. “Já, já, ég skal koma í viðtal. Þá get ég að minnsta kosti sagt að ég sé alveg eins og hinar stjörnurnar...!” Hún toppar þær nú alveg hvað klæðnað og skraut varðar. Anna Mar- grét sést aldrei nema með vel greitt hárið,í fínum fatnaði, með varalit og fallega skartgripi. Þannig er hún þeg- ar við hittumst í byrjun marsmánað- ar árið 2007. ”Já, ég er pjattrófa og hef alltaf verið,” segir hún glaðlega og bætir við: “Ég saumaði til dæmis yfirleitt á mig kjólana fyrir böllin þegar ég var ung og síðar saumaði ég og prjónaði á börnin mín átta.” Þau eignaðist hún með fyrri eig- inmanni sínum, Högna Jónassyni frá Ísafirði. Fundum þeirra bar saman á dansleik í Neskaupstað þegar Anna Margrét var sextán ára og ári síðar fæddist elsti sonurinn, Jón Rafn. Um jólin árið 1954 gengu þau í hjóna- Anna Margrét Jónsdóttir er hvunndagshetja. Hún fæddist í Neskaupstað fyrir rúmum sjötíu árum, missti móður sína tíu ára gömul og þrjátíu og átta ára varð hún ekkja með átta börn. Anna Margrét hefur tamið sér að líta ekki um öxl nema það megi verða öðrum leiðarljós. Töffarinnfrá Neskaupstað DV mynD GúnDi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.