Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2007, Síða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2007, Síða 39
launin sín í, var farið af grunninum og lá í sjónum. Lengra var ekki hægt að komast. Ég vissi ekkert hvar Högni var á þessari stundu, hvort hann hefði verið kominn inn í bræðsluna þegar flóðið féll.” Við tók margra klukkustunda bið. Anna Margrét segist ekki geta lýst sálarástandi sínu þann tíma; aðal- lega hafi hún verið dofin. ”Lík þeirra sem voru í húsinu sem hafði farið af grunninum fundust fljótt. Það voru tvær konur og tvö lít- il börn. Ég lokaði mig af í svefnher- berginu og bað til Guðs af lífs og sál- ar kröftum. Það var held ég í fyrsta skipti sem ég sagði af hjartans sann- færingu: “verði ÞINN vilji...” Innst inni vissi ég að Högni væri dáinn...” Gat ekki grátið Lík Högna fannst síðdegis næsta dag. Ungi presturinn í Neskaup- stað, séra Páll Þórðarson, sem nú er látinn,bauðst til að færa börnunum fréttirnar. Móðirin kaus að taka það erfiða hlutskipti að sér. ”Mér fannst að það yrði að vera ég sem segði þeim frá láti föður þeirra. Ég settist niður með þeim í stofunni og sagði þeim fréttirnar á eins var- færinn hátt og mér var unnt. Síð- an lokaði ég mig af í svefnherberg- inu. Þá fannst mér loksins að ég gæti grátið. En það kom ekki grátur, held- ur öskur, eins og maður getur ímynd- að sér að komi frá særðu dýri. Mér fannst ég ekki geta boðið nokkrum manni að hlusta á þessi hljóð, svo ég kæfði þau.” Anna Margrét man lítið eftir dögunum fram að jólum. Hún tók ákvörðun um að láta lífið ganga sinn vanagang, fór og keypti gjafirnar handa börnunum og jólamatinn og á jóladag var Sigríður skírð í fullset- inni kirkjunni. ”Mér var ráðlagt að vera ekki við kistulagningu Högna, heldur muna hann eins og hann var í lifanda lífi. Ég bað séra Pál að setja sálmabók í fang hans frá mér. Sálmabókin opn- aðist sjálfkrafa við sálm númer 197, “Þú einn sem leystir eymdabönd”. Útför þeirra sem létust fór fram 28. desember frá Félagsheimilinu. Á sviðinu stóðu tíu líkkistur og tveir fánar fyrir þá tvo sem ekki fundust. Í minningu minni er athöfnin óljós, en það truflar mig enn hversu ágeng- ir fjölmiðlamenn voru við þessa út- för. Það er ekki hægt að gera fréttir úr öllu. Fólki verður að fá að eiga sorgir sínar í einrúmi.” Ný ást Ekkjan með átta börn ákvað að gera það besta úr lífinu. Hún réði sig í vinnu og tók þátt í starfi leikfélags- ins. Tveimur árum síðar fann hún nýja ást. Það er sá sem hún stígur nú dans við á sjötugsafmælinu sínu, Gísli Sævar Hafliðason. ”Það var eiginlega Anna Sigur- borg dóttir mín sem valdi Gísla fyrir mig,” segir Anna og er ekkert að fela það að nú, 31 ári síðar, er hún enn- þá bálskotin í þessum manni. “Gísli kom austur til að vinna og við urð- um góðir vinir. Einhverju sinni þeg- ar hann kom heim í kaffi horfði Anna Sigurborg á hann með sínum stóru augum og spurði: “Vilt þú verða pabbi minn?” Hún var þá fimm ára og Gísli svaraði henni með jái – “ef mamma þín vill það.” Við segjum að þar með hafi málið verið afgreitt!” Anna segir Gísla alltaf hafa reynst börnunum sínum góður vinur og gengið þeim í föðurstað. ”Hann hefur alltaf virt líf mitt og minningar um Högna,” segir hún og bendir á að þegar Högni lést hafi hún látið taka frá fyrir sig legstað við hans hlið í kirkjugarðinum í Neskaupstað. “Gísli minn ætlar að láta brenna sig, svo hann tekur ekki mikið pláss,” segir hún stríðnislega. Sorgina má ekki byrgja inni Hún viðurkennir að snjóflóð sem hafa fallið á þessum rúmu þrjátíu árum hafi fengið mikið á hana ”Það ýfði upp sárin,” segir hún. “Það reyndist mér líka afar erfitt þegar snjóflóð féll á Ísafjörð tuttugu árum eftir snjóflóðið í Neskaupstað. Á Ísafirði fórst eini albróðir Högna, Kristján. Það myndi enginn trúa því í skáldsögu að tveir bræður létu líf- ið í snjóflóði, á sitthvorum staðnum á landinu, með tuttugu ára millibili, hvað þá að hvorugur þeirra hefði verið jarðsunginn frá kirkju. Nýja kirkjan á Ísafirði var ekki tilbúin þeg- ar Kristján var jarðsunginn og því var fór athöfnin fram frá Íþróttahúsinu þar...” Þegar hún missti Högna og marga vina sinna í Neskaupstað, var ekkert til sem heitir áfallahjálp. ”Mín hjálp fólst í því að tala frá mér sorgina,” segir hún. “Við fjöl- skyldan höfum mikið rætt þetta síð- ustu árin og erum þeirrar skoðunar að íslenska leiðin sé engum holl. Ís- lenska leiðin hefur verið sú að bíta á jaxlinn og halda áfram. Það gerir engum gott að byrgja sorgina inni.” ”Þetta er fjörðurinn minn” Anna Margrét Jónsdóttir er kona sem stendur við orð sín. Þegar hún bjó í Reykjavík sagðist hún alltaf ætla að flytja aftur heim á Norðfjörð. Það gerði hún í fyrra. En hafði vit á að hafa sama símanúmer, enda ætlar hún aldrei að týna vinum sínum. ”Ég óttast ekki að týna vinum mínum,” segir hún hlæjandi. “Það sá ég í sjötugsafmælinu mínu. Fólk kom alls staðar að af landinu til að vera með mér á þeim degi. Ég á heima á fallegasta stað á Íslandi, á hól sem heitir Þórhóll. Þar sé ég út fjörðinn, inn í sveitina og það er ekkert sem skyggir á. Það er bara yndislegt að vera komin aftur heim. Ég óttast ekki fjallið heima á Norðfirði þrátt fyrir að það hafi tekið mörg mannslíf. Ég fæddist undir þessu fjalli; þetta er fjallið mitt. Norðfjörður er fjörðurinn minn. Og nú skaltu bara taka loka- orðin sem ég sagði við þig í bókinni fyrir mörgum árum og skella þeim inn hér. Ég held það sé ágætur end- ir á viðtalinu í þetta skipti!” segir hún og skellihlær, enda veit hún sem er, að það eru aldrei tekin bara tvö, þrjú viðtöl við stórstjörnur: “Þegar sólin er að rísa í stillu og litar fjöllin rauð og trillurnar sigla úr rennisléttan fjörðinn er enginn stað- ur fegurri í veröldinni en Norðfjörð- ur. Og það væri yndislegt að fá að verða gömul kona heima í Neskaup- stað.” DV Helgarblað föstudagur 9. mars 2007 39 band. Brúðurin var átján ára og hafði fjárfest í reyklituðum nælonsokkum með svörtum hæl og saumi. Á tíu sentimetra háum hælum gekk hún heim til prestins í kafasnjó. Sannköll- uð pjattrófa. ”Pjattrófa sem eignaðist ekki þvottavél fyrr en börnin voru orðin fjögur!” segir hún og brosir. “Á eftir Jóni Rafni kom Jóna Rebekka, síð- an Pétur Hafsteinn og þá Katrín Sól. Þegar þvottavélin kom fannst mér ég hafa eignast tryllitæki!” Tvær jarðarfarir í fjölskyldunni í sömu vikunni Og ekki varð gleðin minni þeg- ar fyrsti ísskápurinn kom á heimilið, árið 1963, árið milli fæðingana barn- anna Kristjáns Tryggva og Margrétar. Um páskana 1966 hélt fjölskyldan öll suður til Reykjavíkur til að vera við- stödd fermingu elstu systurdóttur Högna. ”Þá kvaddi sorgin dyra í fyrsta skipti í okkar litlu fjölskyldu,” seg- ir Anna. “Rafn, mágur Högna, fað- ir fermingarstúlkunnar drukknaði á páskadag. Rafn var albróðir Sig- urðar A. Magnússonar rithöfundar. Móðir Högna kom vestan af Ísafirði til að kveðja tengdason sinn og vera hjá elstu dóttur hans á fermingar- degi hennar. Tengdamamma lagði sig til svefns og vaknaði aldrei aftur. Við fylgdum því tveimur ættingjum til grafar á örfáum dögum.” Snjóflóðið í Neskaupstað Þegar fylgst er með Önnu Mar- gréti daglangt, er ótrúlegt að sjá þá ljósgeisla sem hún sendir frá sér með fallegu brosi sínu. Það er ótrú- legt að hugsa til þess að hún skuli aldrei hafa misst lífslöngun og von. Sjöunda barn Önnu og Högna, Anna fæddist árið 1971 og það yngsta Sig- ríður 20.júní 1974. Sigríði átti að skí- ra á jóladag. Eins og alkunna er, féll snjóflóð á Neskaupstað fjórum dög- um fyrir jól. Þar lét Högni Jónasson lífið, 41 árs að aldri. ”Það sá vart út úr augum þenn- an dag, svo mikið hafði snjóað,” segir Anna Margrét hæglátlega þegar hún rifjar upp þennan örlagaríka dag. “Högni hafði tekið sér frí, því við ætl- uðum að kaupa jólagjafirnar handa börnunum. Launin hans voru ekki tilbúin þegar hann fór að sækja þau, svo hann kom heim í hádegisverð. Þá sagði hann mér af draumi sem hann hafði dreymt um nóttina. Hann hafði dreymt móður sína og í kringum hana var mikill söngur. “Það er skrýt- ið að það hafi ekki komið snjóflóð,” sagði hann og leit til fjallsins. Þegar Högni fór að sækja launin ákvað ég að skreppa í Kaupfélagið og kaupa gjöfina handa honum, kuldaskó sem ég hafði valið, svo ég væri búin að fela pakkann áður en hann kæmi að sækja mig. Þar sem ég stóð á tali við vinkonu mína í Kaupfélaginu kom inn maður, mjög æstur og sagði: “Þið standið bara hér og talið og ströndin er öll í snjóflóði.” Beðið til Guðs af lífs og sálar kröftum ”Ég ákvað að ganga sjálf inn með firðinum til að athuga hvað hann væri að tala um. Við mér blasti skelfi- leg sjón. Hús, sem stóð nær bænum en Bræðslan sem Högni fór að sækja DV mynD GúnDi Pjattrófa og töffari anna margrét stendur við orð sín. Hún sagðist ætla að flytja heim á Norðfjörð og verða gömul þar. Hún er komin heim. Blómadrottning maður getur alltaf á sig blómum bætt segir í vísunni. anna margrét bar sig eins og drottning á sjötugsafmælinu. annakristine@dv.is Sjötugsafmæli Önnu Margrétar 18.ágúst 2006 Ennþá ástfangin af gísla sínum. fimm ára dóttir hennar bað gísla um að verða pabba sinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.