Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2007, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2007, Síða 40
föstudagur 2. mars 200740 Í fréttum var þetta helst... - 10 mars 1967 ættfræði Ættfræði DVsætur matur kallar á sætt vín. með sterkkrydduðum mat á ekki að hafa kröftug vín. Besta mótvægið við sterkt kryddbragð er fremur létt vín sem er sætt eða ávaxtaríkt. með feitum mat er gott að vínið sé alkóhólríkt. Vínandinn brýtur niður fituna. að sama skapi sé maturinn léttur, á vínið sömuleiðis að vera létt.U m s j ó n : K j a r t a n G u n n a r K j a r t a n s s o n N e t f a n g k g k @ s i m n e t . i s Ættfræði DV Reykjavík fyrr og nú: Séra Bjarni Í upphafi síðustu aldar voru reist tvö sambyggð íbúðarhús á suður- hluta lóðar hins svokallaða Waag- ehúss við Lækjargötu. Þegar þessi hús sáu dagsins ljós árið 1901, voru þau syðstu húsin við Lækjargötuna. En fimm árum síðar risu sambyggð stórhýsi Búnaðarfélags Íslands og Iðnaðarmannafélagsins enn sunnar við götuna, á uppfyllingu út í Tjörn- ina. Þau hús standa enn og urðu því hundrað ára í fyrra. Á milli þeirra og húsanna sem hér verður fjallað um var svo skömmu síðar lagt hið lang- þráða Vonarstræti. Hús í heilstæðri götumynd Húsin á Waagelóðinni urðu núm- er 12A og 12B við Lækjargötu. Það var Jón Guðmundsson húsasmíðameist- ari sem keypti lóðina í því skini að byggja þar. Hann byggði síðan Lækj- argötu 12A en seldi húsið að sunn- an verðu, Lækjargötu 12B, meðan það var enn í byggingu. Kaupandinn var Sigurjón Sigurðsson trésmiður sem lauk við bygginu þess um svipað leyti og reisti síðar smíðahús þar fyrir vestan sem seinna meir varð sérstök lóð við Vonarstræti. Þessi reisulegu og stílhreinu timburhús sem snéru að Lækjargöt- unni voru í raun tvö hús, sambyggð, með eldvarnarvegg á milli, þó flestir hafi litið svo á að hér væru um eina byggingu að ræða. Þau féllu afskap- lega vel að hinni gömlu heildarmynd Lækjargötunnar, frá Tjörninni og að Austurstræti, áður en þessari heild- stæðu götumynd var raskað, illu heilli, með byggingu Nýja Bíós og síðan Iðnaðarbankans. Séra Bjarni Jónsson En Lækjargata númer 12 A og B voru ekki einungis fallegar byggingar í sátt við umhverfi sitt. Húsin áttu sér merka sögu sem helgaðist ekki síst af því að þar bjuggu ýmsir þekktir bæj- arbúar um lengri eða skemmri tíma. Þekktastur þeirra á sinni tíð var án efa séra Bjarni Jónsson, dómkirkjuprest- ur og vígslubiskup. Séra Bjarni festi kaup á Lækjargötu 12 B árið 1916 og þar átti hann heima til dauðadags, ásamt konu sinni, Áslaugu Ágústs- dóttur, sem bjó í húsinu þar til það brann 1967. Séra Bjarni var dómkirkjuprestur í Reykjavík á árunum 1910-1951. Hann varð vígslubiskup árið 1937 og oft settur biskup Íslands um lengri eða skemmri tíma. Á löngum og anna- sömum starfsferli vann hann líklega fleiri prestverk fyrir Reykvíkinga en nokkur annar vígður maður, fyrr eða síðar. Hann var fremur íhaldssamur í guðfræðinni og pólitískum skoðun- um en jafnframt einhver vinsælasti og skemmtilegasti maður bæjarins. Hann var svo orðheppinn og hnitt- inn í tilsvörum að sögur hans og um- mæli gengu manna á milli í áratugi eftir dauða hans. Eftir að hann lét af störfum sem dómkirkjuprestur bauð hann sig fram í forsetakosningunum 1952 sem frambjóðandi Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknarflokksins en tapaði þá fyrir öðrum guðfræðingi, Ásgeiri Ásgeirssyni. Séra Bjarni varð gerður að heiðursborgara Reykjavík- ur 1961, fyrstur manna. Brjóstmynd af honum stendur við suðausturhorn Dómkirkjunnar. Í bókinni Reykjavík – Sögustaður við Sund, hefur Páll Líndal eftirfar- andi ummæli eftir séra Bjarna í tilfefni af því að Lækjargatan var þá breikkuð verulega: ,,Þarna fóru þeir laglega að ráði sínu. Nú er ég búinn að predika af stólnum í fjörutíu ár um breiða veginn sem liggur til glötunarinnar og mjóa veginn sem liggur til lífsins, og svo leggja þeir breiðustu götu lands- ins fyrir framan tröppurnar hjá mér.’’ Flosarnir tveir og amma Jónína Annar þekktur Reykvíkingur keypti Lækjargötu 12 A 1920 og bjó þar lengi. Það var Flosi Sigurðsson trésmíðameistari sem rak Rúllu- og hleragerðina um áratuga skeið, lengst af í Flosaskúrunum við Sölv- hólsgötu, samanber revíuna frægu, Forðum í Flosaporti. Kona Flosa var Jónína Jónatansdóttir, mikilhæf hug- sjónakona, bæjarfulltrúi um skeið og formaður Verkakvennafélagsins Framsóknar frá stofnun, 1914-34. Þau voru fósturforeldrar Ólafs, föð- ur Flosa Ólafssonar, leikara, leik- stjóra og rithöfundar. Flosi Ólafsson var reyndar fæddur í Lækjargötu 12A árið 1929 og ólst þar upp fyrstu árin. Hann þarf auðvitað ekki að kynna fyrir þjóðinni, en líklega reis þó stjarna Flosa hæst er hann leikstýrði framhaldsleikritum í útvarpinu á síð- ustu árunum fyrir sjónvarp. Enginn kunni betur að halda landsmönnum öllum í krampakenndum trillingi yfir æsispennandi framhaldsleikritum á borð við Hulin augu. Eplið og eikin En það voru fleiri frægir fyr- ir showbissness í Lækjargötu 12 A. Það bjó í nokkur ár, Bjarni Böðvars- son hljómsveitarstjóri. Bjarni spilaði lengi í Útvarpshljómsveitinni og var síðan ein vinsælasti hljómsveitar- stjóri bæjarins um langt árabil, lengst af á Hótel Borg og í Listamannaskál- anum á stríðsárunum. Kona Bjarna var Lára Magnúsdóttir sem líklega má segja að sé fyrsta íslenska dæg- urlagasöngkonan. Hún söng í fjölda kóra, m.a. í Dómkirkjukórnum hjá séra Bjarna, og hún mun hafa verið fyrst til að syngja dægurlagið fræga Bjartar vonir vakna. Þau Bjarni og Lára bjuggu einmitt í Lækjargötu 12 A, árið 1934, þegar þeim fæddist sonur sem skírður var Ragnar. Hann ólst síðan upp í þessu sögufræga húsi næstu sex, sjö árin og lék sér þar m.a. við Flosa. Þegar Ragnar var á unglingsárunum ákvað hann að læra á trommur en tók svo upp á því að syngja, með þeim af- leiðingum að hann hefur verið ein- hver alvinsælasti dægurlagasöngvari þjóðarinnar í hálfa öld, - og er enn að. kgk@dv.is Aðfararnótt 10 mars. 1967, varð eld- ur laus í íbúðarhúsinu að Lækjar- götu 12A í Reykjavík. Eldurinn virðist hafa kviknað í kjallara hússins. Hann breiddist um húsið með leifturhraða, náði yfir í sambyggt hús, Lækjargötu 12B, og síðan í timburhús sem stóð við Vonarstræti, að vestanverðu við Lækjargötuhúsin. Öll þessi hús brunnu til kaldra kola án þess að slökkviliðið gæti að gert. Þá læsti eld- urinn sig í fjórða timburhúsið sem stórskemmdist og í aðra og þriðju hæð Iðnaðarbankahússins og urðu miklar skemmdir á bankabygging- unni, sökum elds, reyks og vatns. Mildi að mannbjörg varð Slökkviliðinu tókst að slökkva í fjórða timburhúsinu, koma í veg fyrir að eldurinn læsti sig um gjörvallann Iðnaðarbankann og eins tókst að verja Iðnaðarmannahúsið að Lækj- argötu 14A, þar sem Gagnfræðaskól- inn við Vonarstræti var starfrækt- ur, og bjarga Iðnó þar sem Leikfélag Reykjavíkur var þá til húsa.. Timburhúsin þrjú sem brunnu til grunna voru öll íbúðahús og áttu sumir íbúanna fótum sínum fjör að launa. Kona sem bjó á fyrstu hæð hússins þar sem eldurinn kom upp, vaknaði fyrir tilviljun, varð eldsins fyrst vör, lét lögreglu vita og bjargarði ungum syni sínum og tíu ára dreng á annarri hæð hússins. Þá bjargað- ist frú Áslaug Ágústsdóttir, ekkja séra Bjarna Jónssonar vígslubiskups, fyr- ir snarræði tveggja lögregluþjóna, en hún bjó í Lækjargötu 12B. Allir björg- uðust giftusamlega úr þessum stór- bruna sem líklega er stærsti bruni í miðbæ Reykjavíkur frá því Hótel Ís- land brann 1944. Ómetanleg menningarverðmæti Eignartjón í brunanum var feiki- mikið og sérlega tilfinnanlegt. Fjórar eða fimm fjölskyldur, samtals sautj- án manns, misstu heimili sín eins og hendi væri veifað og nánast allt sitt innbú. Meðal þess voru stólræður og dagbækur séra Bjarna Jónssonar dómkirkjuprests, ómetanleg bóka- söfn og málverk eftir gömlu meist- aranna í eigu Áslaugar, ekkju séra Bjarna Jónssonar, í eigu Flosa Ólafs- sonar og Lillju, konu hans, og mál- verk í eigu Sigurðar Kristjánssonar alþingismanns, sem þó sá mest eftir píanóinu sínu. ,,Stattu ekki á slöngunni!’’ ,,Svona nótt gleymir enginn, - segir Flosi Ólafsson leikari þegar hann rifjar upp þessa atburði fjöru- tíu árum síðar. Flosi, Lilja, kona hans, og Ólafur, sonur þeirra, þá tíu ára, bjuggu á annarri hæðinni í húsinu sem eldurinn kom upp í. ,,Við vorum að frumsýna einhvern fjáran kvöldið áður og eftir það fórum við Lilja í boð til Helga Skúlasonar og Helgu Back- mann sem þá bjuggu á Fálkagöt- unni, en Óli litli var heima og konan á neðri hæðinni hafði lofað að hlusta eftir honum.’’ ,,Svo skiptir bara engum togum að það er hringt í Helga og Helgu og þeim tjáð að Iðnó sé í stórhættu því húsið okkar standi í ljósum logum. Við Lilja hentumst út í bíl og fórum í loftköstum heim þar sem eldar log- uðu út um glugga. Ég vatt mér út úr bílnum og spurði næsta slökkviliðs- mann hvort hefðu orðið mannbjörg.. ,,Þú stendur á slöngunni!’’ – sagði slökkviliðsmaðurinn. Ég reyndi að gera honum skiljanlegt að ég ætti heima í þessu húsi og hefði áhyggjur af syni mínum sem svaf vært þarna inni, síðast þegar ég vissi. ,,Stattu ekki á slöngunni!’’ var eina svarið sem ég fékk.’’ Skömmu síðar, - sem var heil eilífð fyrir mér, - var mér tjáð að sonur okkar hefði bjargast og væri niðri á lögreglustöð.’’ ,,Það var verst með reiðhjólið’’ Ólafur Flosason, tónlistarmaður og hestamaður með meiru, var tíu ára þegar hann bjargaðist úr elds- voðanum við Lækjargötu á nærbux- unum, einum klæða. ,,Ég vaknaði við hróp konunnar á neðri hæðinni en þá var svo mikill reykur í herberginu að ég sá ekki handa skil. Mín fyrstu viðbrögð voru þau að fara að glugg- anum og brjóta rúðu með kreppt- um hnefa til að ná mér í súrefni. En þar kom bara inn enn meiri reykur. Þá fór ég fram á gang og sá að pabbi og mamma voru ekki í svefnherberg- inu sínu. Ég ætlaði að gá að þeim inn í stofu en konan á neðri hæðinni var komin að sækja mig og við máttum engan tíma missa. Næst stóð ég á nærbuxunum úti á götu. Þar tók lög- reglan við mér, vafði mig inní teppi og fór með mig niður á lögreglustöð sem þá var ennþá í Pósthússtræt- inu. Þeir voru ósköp notarlegir grey- in. Þaðan var ferðinni heitið heim til ömmu, og þar urðu svo fagnaðar- fundir þegar pabbi og manna komu þangað.’’ En var ekki erfitt fyrir tíu ára snáð- ann að sjá eftir öllu innbúi fjölskyld- unnar? ,,Nei, nei, ég hafði ekki mikl- ar áhyggjur af því. Aðalatriðið var það að allir komu heilir úr þessum hildarleik. Mér fannst samt verst að missa hjólið mitt því ég var nýbúinn að fá nýtt reiðhjól.’’ kgk@dv.is Stórbruni í Miðbænum Þrjú timburhús brenna til kaldra kola – fjórða húsið og Iðnaðar- bankinn stórskemmd Alelda 40 ár eru frá brunanum mikla í Lækjargötu sem er sennilega einn stærsti bruni í miðbæ reykjavíkur frá því Hótel Ísland brann árið 1944. Bílastæði Glitnis banka í dag Lækjargata 12A í byrjun 20. aldar og showbissniss í Lækjargötu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.