Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2007, Qupperneq 44

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2007, Qupperneq 44
l salt/pipar l Ciabatta brauð Skerið tómatana í litla teninga og hafið skál með ólífuolíu, salt og pip- ar. Fínhakkað basilikum og hvít- lauk í litlum mixarar (töfrasprota). Blandið öllu saman og deilið á sneiðar af ciabatta brauði eða ristað gróft brauð/kex. Ciabatta með olífupesto (4 persónur) l 100 g af svörtum steinfríum ólífum l 8 basilikumblöð l aðeins persilju l 6 matskeiðar af extra virgin ólífuolíu l ¼ af chilipipar (ef maður óskar) l rifin ferskur parmaseanostur eftir þörfum l 2 hvítlauksgeirar – fínhakkaðir l salt/pipar l Ciabatta brauð Notið mixara og blandið öllu saman þangað til að þetta lítur út eins og puré. Berist fram með ciabatta eða grófu ristuðu brauði/kexi. forréttur marineraðar risarækjur með asparges (4 persónur) l 12 stórar risarækjur (Tígrisrækjur) l 2 hvítlauksgeirar l lítið búnt af basilikum l lítið búnt af blaðpersilju l 1 dL extra virgin ólífuolíu l salt og pipar l 1 glas af hvítvíni l 2 búnt af ferskum asparges Blanda saman kryddjurtum, kryddi og olífuolíu í mix- ara (standmixara) þar til þetta er vel blandað. Hreinsa rækjurnar en láta halann standa eft- ir. Gera lítið gat á miðja rækjuna og draga halann í gegn. Dýfið nú rækjunum í kryddblönduna og setjið á ofnplötu. Dreifa restinni af kryddblöndunni á ofnplötuna. Salta mjög vel annars verða rækjurnar bragðlausar. Hit- ið í 3-4 mínútur á ca. 200 C. Hellið 1 glasi af hvítvíni og aðeins ólífu- olíu yfir og slökkvið á ofninum en látið rækjurnar kósa sig í hitanum. Borið fram með asparges og nýbök- uðu ciabatta brauði. Setjið tvö búnt af ferskum asparges í pott með vel söltuðu vatni og 1-2 matskeiðum af olífuolíu. Látið suðuna koma upp og slökkvið svo undir. Mikilvægt að ofsjóða ekki. fösTudagur 9. mars 200744 Helgarblað DV Sigurjón skorar á Gunnar M. Erlingsson endurskoðanda og segir um hann: ,,Það er ekki nóg með að maðurinn sé endurskoðandinn minn, hann er auk þess mikill matgæðingur og frábær kokkur.“ Sigurjón Vilbergsson læknir er mat- gæðingur DV þessa vikuna. Ólaf- ur Már Björsson skoraði á hann og sagði við það tækifæri: Sigurjón á það til að taka góðar rispur á grillinu. það sem hann gerir, gerir hann það vel og það á líka við um matseld.“ Sigurjón segir foreldra sína hafa verið góða kokka. ,,Pabbi var mikill matmaður, hann hafði gaman af að elda og duglegur að prófa nýja hluti þannig að ég er alinn upp við að hafa karlmanninn á heimilinu virkan í eldhúsinu. Ég elda tvisvar í viku og við hjónin reynum að sjá sameigin- lega um matseldina um helgar.“ Ciabatta með tómat og ólífupesto er hugsað sem apertíf með hvítvíni þegar gestir ganga í hús. Ciabatta með tómat, basilikum og hvítlauk (4 persónur) l 4 tómatar l 8 basilikumblöð l 6 matskeiðar af extra virgin ólífuolíu l 2 hvítlauksgeirar – fínhakkaðir l 2 stórar andarbringur (ca. 250 g hver) l fræ úr stóru granatepli l 1 glas rauðvín l 1 stöngull ferskt eða 1 tsk. þurrkað tímían l 1 smátt saxaður laukur l 1/2 kjúklingakraftsteningur l 1 glas vatn l salt og pipar l dálítið smjör l 2 msk. grenadinsíróp setjið fræin (skiljið eftir 2-3 msk) í pott ásamt lauknum, rauðvíni, krafti, vatni og tímían. Látið malla í 20-30 mín. setjið í blandara og síið. geymið til hliðar í könnu. Takið andarbringur, skerið í skinnið, saltið og piprið og brúnið (innsiglið) við háan hita upp úr smjörinu þar til bringurnar eru vel innsiglaðar. setjið þær síðan inn í 200° heitan ofn í 7- 10 mín. Hellið mestu fitunni úr bökunarpönnunni og hellið granatepla- soðinu á pönnuna (sömu og fyrr) og steikið við háan hita þar til sósan fer að þykkna. Bætið þá grenadínsírópi og 1 msk. af smjöri saman við. Hrærið vel og hellið yfir andarbringurnar sem hafa fengið að hvíla í ca. 5 mín. áður en þær eru sneiddar. stráið afganginum af granateplafræjum yfir og berið fram strax. meðlæti t.d. ofnbakaðar kartöflur og/eða léttsteikt jólasalat. U m s j ó n : J a n u s S i g u r j ó n s s o n . N e t f a n g j a n u s @ d v . i s &Matur vín Raimat Cabernet Sauvignon rautt (Spánn) Það er ekki oft sem ég verð hissa en í smakkinu á þessu víni varð ég virkilega hissa. Af hverju, jú, ég smakkaði saltfisk með víninu en heildsalinn hafði bent mér á það með þessu víni, frábær leður og eikarilmur við fyrstu öndun, kirsuberjarauður litur tónaði vel við matarborðið og saltfiskinn og bragð sem lengi lifir í munni. Ég hafði ekki smakkað vín frá þessum framleiðanda áður og ætla því að gefa honum góðan gaum næst þegar velja á vín. Vínið er tilbúið til drykkjar eins og það er en einnig má geyma það í einhvern tíma. Verð í vínbúðum ÁTVR: 1.490 kr. Raimat Chardonnay hvítt (spánn) Skemmtilega sérstakt vín hér á ferð, ég er afar ánægður að hafa smakkað það. Fyrir smökkun hefði ég ekki sett það ofarlega á listann en það reyndist algjörlega eins og þruma úr heiðskýru lofti. Það hitti á bragðlaukana hjá mér og fram fór rómantísk kvöldstund þeirra á milli. Þess vegna ætla ég ekkert að spara hrósið. Frábært jafnvægi í alla staði, sveitailmur, hey, reykur, epli, þú einfaldlega verður að smakka það. Feitur fiskur, lax, þess vegna reyktur lax, rjómaostur með hvítlauk fer vel sem meðlæti. Verð í vínbúðum ÁTVR: 1.190 kr. Raimat Abadia rautt (Spánn) Við fyrstu sýn á flöskuna þá hélt ég að ég væri með rósavín í höndunum, hlakkaði svolítið í mér því mér þykja þau dálítið góð. Ljós litur þessa yndislega rauðvíns á sér væntanlega sérstöðu hjá þessum framleið- anda. Mitt val á mat með var hráskinka, döðlur og brie ostar ásamt því að prufa það með sardínum í tapas fíling. Bragðið er pínu pipar og kakó í bland sem spannar stórt bil og er því nánast gott með öllu. Þetta vín á ég í dag ef ég ætla að bjóða uppá eitthvað létt og einfalt sem allir fíla. Verð í vínbúðum ÁTVR: 1.250 kr. axel ó. skrifar: axelo@visir.is Hvað eru mörg glös í flösku? Oft er miðað við að í venjulegri 750 ml. flösku af léttu víni fáist 6 glös. Hvert glas jafngildir þá 125 ml. af víni. Þessa viðmiðun má nota þegar vín er drukkið með mat. Við vínsmökkun þar sem bragðaðar eru margar tegundir má ná 15-20 glösum úr einni flösku. Í sterku áfengi er gjarnan talað um sjússa, t.d. einn einfaldan. Einfaldur sjúss er 3 cl. Tvöfaldur sjúss er 6 cl. Í einni 70 ml flösku af streku áfengi eru því u.þ.b. 12 tvöfaldir sjússar. atvr.is Sigurjón Vilbergsson Matgæðingurinn Gefur uppskriftiraf spennandi ítölskum réttum silfur Ekki batna öll vín við geymslu. flest vín eru gerð með það fyrir augum að vera drukkin ung og halda sér kannski í 2-3 ár eftir að þau koma á markað. Þau vín sem batna við geymslu þurfa að hafa eitthvað til að bera sem heldur þeim lifandi í mörg ár. Það er burðargrindin í víninu - sýra, tannín, sykur og vínandi - og jafnframt þessu þarf vínið að hafa nægan ávöxt og vera í jafnvægi. Yfirleitt geymast rauðvín betur en hvítvín, bragðmikil vín betur en þau bragðminni og dýr vín betur en ódýr vín. Hvernig á að geyma rauðvín og hvítvín? Veisla í vikulok- gómsætar andabringur H&N-mynd Stefán Karlsson Brons gull
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.