Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2007, Side 2
þriðjudagur 13. mars 20072 Fréttir DV
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Kaupir minna
efni utan úr bæ
Ríkisútvarpið hefur keypt
minna efni frá sjálfstæðum fram-
leiðendum hin síðari en árin á
undan. Árin 1997 til 2003 námu
kaupin 140 til 150 milljónum
króna á ári. Næstu tvö ár drógust
kaupin hins vegar saman um
þriðjung, urðu aðeins um hundr-
að milljónir hvort ár um sig.
Athygli vekur að það tók
menntamálaráðuneytið 150 daga
að svara fyrirspurninni.
Þetta kemur fram í svari
menntamálaráðherra við fyrir-
spurn Marðar Árnasonar, þing-
manns Samfylkingarinnar. Í svar-
inu segir að upphæðin sem hefur
verið notuð til að kaupa efni frá
sjálfstæðum framleiðendum síð-
ustu árin hafi ákvarðast af áhersl-
um í dagskrá og fjárhag stofnun-
arinnar. Stefnt er að því að auka
þessa upphæð í 250 milljónir
króna á næstu árum.
Þefaði uppi
nágranna
Sérþjálfaðir fíkniefnahundar
lögreglunnar í Reykjavík þefuðu
uppi fíkniefni á þremur heimil-
um um helgina.
Hundarnir fóru með lög-
reglumönnum í íbúðarhús
vegna gruns um fíkniefnaneyslu.
Hundarnir sýndu mikinn áhuga
þegar inn var komið og fundu
meðal annars hass. Þegar einn
hundurinn hafði þefað efn-
in uppi fann hann líka fíkni-
efni í annarri íbúð í sama húsi.
Nágranninn er sennilega ansi
svekktur en allir einstaklingarnir
mega búast við að vera ákærð-
ir fyrir að hafa fíkniefni undir
höndum.
Iðnaðarmenn
hækka minnst
Iðnaðarmenn hækkuðu um
tæp níu prósent á árunum 2005
til 2006 á meðan aðrar stéttir
hækkuðu um nær tólf prósent.
Að meðaltali hækkuðu laun á al-
mennum vinnumarkaði um rétt
rúm tíu prósent.
Þetta kemur fram í nýrri
vísitölu launa sem Hagstofan
birti. Þetta er í fyrsta sinn sem
Hagstofan birtir tölurnar en vísi-
tölunni er ætlað að meta þróun
reglulegra launa á almennum
vinnumarkaði. Þann fyrirvara
þarf að hafa á vísitölunni að
hún metur einungis regluleg
laun sem gerð eru upp á hverju
útborgunartímabili. Geta því til
dæmis ákvæðisvinnulaun iðnað-
armanna fallið utan við þá skil-
greiningu.
Bæjarblaðið Fréttir sem gefið er
út í Vestmannaeyjum hefur þurft að
biðjast afsökunar vegna nafnlauss
bréfs sem var birt í blaðinu. Þar var
því haldið fram að kennari hefði hrint
nemanda niður stiga þegar kennar-
ar ætluðu að stoppa leikrit á árshátíð
nemenda. Árshátíðin var haldin fyrr í
mánuðinum. Það sem á að hafa farið
fyrir brjóstið á starfsfólki skólans var
atriði þar sem grunnskólanemend-
ur komu fram á nærfötunum einum.
Bréfið var nafnlaust en undir það var
ritað nemendur.
„Bréfið reyndist vera misskilning-
ur þess sem skrifaði það,“ segir Fan-
ney Ásgeirsdóttir skólastjóri Grunn-
skólans í Vestmannaeyjum en henni
þóttu ásakanirnar um að barni hefði
verið hrint grafalvarlegar. Því var farið
fram á afsökunarbeiðni af hálfu blaðs-
ins sem skólinn fékk. Hún gagnrýnir
blaðið fyrir að birta bréfið nafnlaust
og hafa að auki hvorki haft samband
við forráðamenn né skólayfirvöld.
Bréfritari er að auki undir lögaldri.
Í kjölfar birtingar bréfsins hafa
nokkrir foreldrar og kennarar sagt
upp áskriftinni. Þetta staðfestir Fan-
ney sem og ritstjóri blaðsins, Ómar
Garðarson sem vildi ekki tjá sig efnis-
lega um málið.
„Málið leystist farsællega og er því
lokið að okkar hálfu,“ segir Fanney og
vonar að málinu sé þar með lokið.
Enda margt sem gengur á hjá skólan-
um því hann er nýbúinn að samein-
ast úr tveimur skólum í einn.
Unglingur sakaði kennara um að hrinda nemanda
Biðjast afsökunar á unglingabréfi
Vestmannaeyjar Nokkur
styr hefur verið í kringum
nafnlaust bréf sem birtist í
Fréttum í Vestmannaeyjum.
Kastað til höndum
Geir H. Haarde forsætisráð-
herra sagði á Alþingi í gær að
Íslendingar eigi allt undir því að
stjórnarskrárbreytingar séu unnar
með ábyrgum hætti, enda þótt að-
dragandinn nú sé óvenjulegur og
skammt til þingloka. Hann mælti
þá fyrir frumvarpi sínu og Jóns
Sigurðssonar iðnaðarráðherra um
breytingar á stjórnarskrá. Stjórnar-
andstæðingar gagnrýndu hvernig
staðið hefði verið að frumvarpinu.
Í leiðara í Fréttablaðinu gagn-
rýnir Þorsteinn Pálsson ritstjóri
vinnubrögð ríkisstjórn-
arinnar harðlega.
Hann segir að stjórn-
arskrárbreytingin nú
sé undirbúin með
óvandaðri hætti en
venjuleg lagafrum-
vörp. Þorsteinn
Pálsson átti
sæti í stjórnar-
skrárnefnd.
Vísitala neysluverðs lækkar um 0,34
prósent á milli mánaða fyrir til-
stilli skattalækkunar á mat. Hag-
stofan birti þessar tölur í gærmorg-
un. Henný Hinz, hagfræðingur hjá
Alþýðusambandi Íslands, telur af-
borganir af lánum komi ekki til með
að lækka, en eitthvað muni hægja á
hækkun skulda. „Tólf mánaða verð-
bólga er 5,9 prósent. Þetta er minni
lækkun en gert var ráð fyrir,“ segir
hún.
Björn Rúnar Guðmundsson hjá
greiningardeild Landsbankans tekur
undir þetta og segir lækkunina vera
helmingi minni en flestir hafi gert
ráð fyrir. „Grundvallaratriðið er að
það er alltaf gott fyrir skuldara þegar
vísitalan lækkar,“ segir hann.
Spáðu meiri lækkun
Greiningardeild Landsbankans
spáði að vísitalan myndi lækka um
eitt prósent. „Þetta er miklu minni
lækkun en flestir reiknuðu með.
Kaupþing spáði 0,7 prósentum og
Glitnir taldi að lækkunin yrði 0,9 pró-
sent. Þarna munar talsvert miklu,“
segir Björn Rúnar.
Hann bendir á að höfuðstóll verð-
tryggðra lána lækki í takt við vísitölu-
lækkun. Hins vegar sé alls kostar
óvíst hvort fólk verði vart við þessa
lækkun í afborgununum. „Það fer
alveg eftir því um hvernig lán er að
ræða,“ segir hann.
Húsnæðið togar á móti
Lækkun vísitölunnar er til marks
um að virðisaukaskattslækkun á
matvæli hafi skilað sér í lægra vöru-
verði. Hins vegar eru aðrir liðir sem
toga á móti. „Við erum hins vegar
mjög óhress með að veitingahús-
in lækka miklu minna en gert hafði
verið ráð fyrir. Það var búið að áætla
að veitingahúsaliðurinn gæti lækk-
að um níu prósent. Þetta varð ekki
nema þriggja prósenta lækkun þegar
upp var staðið,“ segir Henný Hinz.
Björn Rúnar hjá Landsbankanum
segir að það sé fyrst og fremst hækk-
andi húsnæðisverð sem geri það að
verkum að vísitölulækkunin varð
minni en menn héldu. „Matur á veit-
ingahúsum lækkaði hins vegar ekki
eins og menn höfðu talið. Einnig er
útsölum nú að ljúka og þá hækk-
ar vöruverð á ný. Þetta hefur áhrif á
vísitöluna í heild og kemur í veg fyrir
að lækkun á matarskatti skili sér að
fullu inn í vísitöluna,“ segir Björn
Raforkuverð hækkaði
Fleiri liðir en matur lækkuðu og
hafa því áhrif á mælingu vísitölunn-
ar. Veggjald í Hvalfjarðargöng lækk-
aði, sem og geisladiskar, blöð og
tímarit, ásamt afnotagjöldum af út-
varpi og sjónvarpi. Að mati hagfræð-
inga ASÍ hafa þessir liðir lækkað eins
og ráð var fyrir gert.
Bækur lækkuðu um fjögur pró-
sent í verði, en áður var áætlað að
þær myndi lækka um 6,1 prósent.
Áætlað var að verð á gistingu myndi
lækka um 5,6 prósent en hefur að-
eins lækkað um þrjú prósent sam-
kvæmt mælingum hagstofunnar.
Skattur á húshitun var lækkaður
og lækkaði kynding þannig um 5,6
prósent. Á móti kemur að raforku-
verð hækkaði um 2 prósent á sama
tíma.
Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,34 prósent í gær og verðbólgan síðasta árið því tæp
sex prósent. Henný Hinz hagfræðingur telur að afborganir af lánum lækki ekki. Lækk-
unin var helmingi minni en gert var ráð fyrir. Háu húsnæðisverði er um að kenna.
LánIn LæKKa eKKI
„Við erum mjög óhress
með að veitingahús-
in skuli lækka miklu
minna en gert hafði
verið ráð fyrir. Þetta
varð ekki nema þriggja
prósenta lækkun þegar
upp var staðið.“
SigtRygguR ARi jóHAnnSSon
blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is
Peningar og kort Vísitala
neysluverðs lækkaði helmingi
minna en menn höfðu vonast til.
það er fyrst og fremst hækkandi
húsnæðisverð sem dregur úr
áhrifum af skattalækkunum.
Vínveitingahús Áætlað
hafði verið að matur á
veitingahúsum myndi lækka
um allt að níu prósent. þessi
lækkun hefur aðeins orðið
um þrjú prósent í heildina.