Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2007, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2007, Page 7
DV Fréttir þriðjudagur 13. mars 2007 7 Geta Grætt tuGi milljóna Raunhæft verð fyrir lóðirnar að Starhaga 1 og 3 er 45 til 50 milljónir fyrir hvora lóð um sig, segir reynd- ur fasteignasali í Reykjavík sem hef- ur kynnt sér málið. Fasteignasalinn benti þó á að það væri í deiglunni að byggja viðbót við Ægisíðuna sem yrði til þess að það kæmi vegur milli sjáv- ar og Starhagans en bjóst þó ekki við að í þá framkvæmd væri ráðist í nán- ustu framtíð. Slík framkvæmd mun draga úr verðmæti lóðanna. Sjávar- lóðir á Reykjavíkursvæðinu eru afar eftirsóttar og sem dæmi nefndi fast- eignasalinn kúnna sem bauð upp undir 100 milljónir í sjávarlóð á Arn- arnesinu en var hafnað. Hann segir að fasteignasalar sem hann hafi rætt við segi 25 til 30 milljónir fyrir lóð- ina að Starhaga þrjú vera hlægilegt verð. Undanfarin misseri hefur reglu- lega mátt lesa fréttir af því að auð- menn kaupi hús á tugi milljóna króna. Húsin kaupa þeir þó ekki til að búa í heldur til að eignast lóðina. Húsin sem standa á lóðunum eru þá rifin þótt þau kunni að vera í góðu standi. Í staðinn lætur kaupandinn svo byggja fyrir sig þá húseign sem hann vill búa í. Þess eru dæmi að hús- in sem eru rifin kosti hátt í hundrað milljónir króna. tvöfalt verðmætari en mat borgarinnar „Mjóddin endar sem sjúkrahús. Hér eru þrjú apótek og nú er komin heilsugæsla,“ segir Benedikt Þórð- arson, barþjónn á Kaffi Strætó. Húsnæði sem ætlað var undir spilasal er nú laust til leigu og mun leigan á því verða um 700.000 krón- ur á mánuði. Benedikt getur ekki ímyndað sér hvers kyns verslun gæti staðið undir því. Kaffi Strætó hefur síðastliðin tvö ár boðið upp á spilakassa á barn- um en nú hefur borgin afturkallað leigusamninginn við rekstraraðila barsins. Benedikt telur að ástæðan sé spilakassarnir. „Borgin vill okkur út úr þessu húsnæði því þeir vilja enga spilakassa né áfengissölu í húsnæði í eigu borgarinnar að mér skilst.“ Að sögn Benedikts hefur fjöldi íslenskra fjárhættuspilara held- ur minnkað á kostnað útlendinga, sérstaklega Pólverja og Litháa. „Þeir hafa líklega aldrei haft svona mikla peninga milli handa á æv- inni. Þeir mæta á laugardögum og drekka ansi stíft á meðan þeir spila. Það gera Íslendingarnir líka og þeg- ar fólk byrjar að drekka á meðan spilað er missir það tök á sjálfu sér og eyðir öllu. Svo mæta útlendingar aftur þegar við opnum á sunnudög- um og drekka og spila allan daginn til lokunar,“ sagði Benedikt sem sjálfur vildi halda spilakössunum með því skilyrði að selt væri inn á lokað svæði innan húsnæðisins og öll áfengissala þar bönnuð.“ Of mikil drykkja í spilasölum Axel Eiríksson, úrsmíðameistari í Gull-Úrinu, hefur rekið verslun sína í Mjódd í fjórtán ár og er ánægður með að spilakössum Háspennu hafi verið úthýst. „Ég er mjög ánægður að borg- in skuli hafa keypt þá út. Húsnæðið var nýlega keypt á rúmar 80 milljónir og því ekki óeðlilegt að borgin skuli kaupa það til baka á rúmar 90 millj- ónir. Aftur á móti held ég að borgin verði að afskrifa þetta húsnæði að hluta til því það gæti orðið erfitt fyrir smáverslanir að greiða þá leigu sem rætt er um.“ Axel vill helst sjá herrafataversl- anir og tískuverslanir fyrir unglinga koma í stað tóma húsnæðisins því það væri líklegra til að yngja upp kúnnahópinn. Spurður hvort Mjódd- in væri að breytast í sjúkrahús eins og nefnt er hér á síðunni sagði Axel brosandi að það væri í lagi meðan sú þjónusta yrði áfram á efri hæðinni. „Þeirra kúnnar og apótekanna eru líka okkar kúnnar og ekki má gleyma því.“ Axel var annars bjartsýnn á framtíðina og sagðist finna fyrir því að íbúar við Mjóddina væru almennt ánægðir með þróun mála. Verða að afskrifa húsnæðið Útsýnið frá Starhaganum er stórfenglegt Borgaryfirvöld mátu lóðina við starhaga 3 á 25 til 30 milljónir króna. Fasteignasali sem dV ræddi við sagði verðið nær 50 milljónum króna. Kaffi Strætó verður lokað Barþjónninn á Kaffi strætó vill banna áfengissölu í spilasölum. Axel úrsmíðameistari Ánægður að ekkert verði af spilasalnum. Hann vill fá herrafataverslun í mjódd. dv mynd GÚndi dv mynd GÚndi dv mynd GÚndi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.