Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2007, Síða 8
Alls fluttu 620 manns frá Vestfjörðum
á fimm árum, frá 1999 til 2004. Þetta
er 7,5 prósent fækkun og svipar til
þess að ríflega fjórtán þúsund manns
flýðu höfuðborgarsvæðið. Fólksflótti
frá Vestfjörðum er helsta einkenni
bágborins atvinnuástands.
Sturla Böðvarsson lofaði uppbygg-
ingu á neyðarfundi árið 2004. Valgerð-
ur Sverrisdóttir gerði áætlun vorið
2005 um að verja andvirði blokkarí-
búðar til að stuðla að fólksfjölgun á
svæðinu. Íbúarnir óttast framtíðina.
Baráttuhugur dvínar
Uppgangur hefur verið hjá sprota-
fyrirtækinu 3xStál á Ísafirði, sem er
tæknivædd stál- og blikksmiðja. Fyrir-
tækið seldi nýlega 51 prósent af hluta-
fé til aðila í Reykjavík. Heimamenn
hafa nú áhyggjur af því að fyrirtæk-
ið fari frá Ísafirði, á svipaðan hátt og
Pólstækni, sem Marel keypti og er nú
á leiðinni suður. „Fólk hefur áhyggjur
af því að þetta fari eins og með Mar-
el,“ segir Guðrún S. Gissurardóttir hjá
Vinnumálastofnun á Vestfjörðum.
Gísli Halldór Halldórsson, bæjar-
fulltrúi á Ísafirði, hefur af því áhyggj-
ur að sá baráttuhugur sem ríkt hafi
hjá íbúum á Vestfjörðum fari þverr-
andi. „Það er mín tilfinning að fólk
sé að gefast upp á bjartsýninni. Það
hefur ekkert tillit verið tekið til hug-
mynda um uppbyggingu sem komið
hafa fram,“ segir
hann.
Laun eru
lægri en
í Reykja-
vík og vör-
ur dýrari.
„Meira að
segja Pól-
verjarn-
ir sem
hingað fluttu leita nú til höfuðborg-
arinnar. Þeir freista gæfunnar annars
staðar í von um betri lífskjör,“ segir
Gísli.
Skýringar Sturlu
Þann 1. mars árið 2004 hélt bæj-
arstjórn Ísafjarðar neyðarfund með
þingmönnum Norðvesturkjördæm-
is. Þar var aðgerðarleysi stjórnvalda
við uppbyggingu á Vestfjörðum rætt.
Sturla Böðvarsson, samgönguráð-
herra og fyrsti þingmaður kjör-
dæmis-
ins,
sagði við þetta tækifæri að
hann kynni ekki skýringu
á því hve hægt hafi miðað í
uppbyggingu á svæðinu.
Í sjónvarpsfréttum eft-
ir fundinn sagði Sturla að
fljótlega yrði lagt á ráð-
in um hvernig bregðast
skyldi við ástandinu. „En
það er auðvitað miður ef
opinberum störfum fækk-
ar, það munum við þing-
menn skoða sérstaklega,“
sagði ráðherrann. Um 250
manns hafa flutt frá svæð-
inu frá því neyðarfundur-
inn var haldinn.
Vaxtasamningur
Valgerðar
Vorið 2005 kom Val-
gerður Sverrisdóttir, þá
iðnaðarráðherra, fram með svokallað-
an vaxtasamning þar sem gert var ráð
fyrir fjárframlögum til uppbygging-
ar á Vestfjörðum. Í samningnum var
gert ráð fyrir að 38 milljónir yrðu nýtt-
ar til þess að fjölga íbúum á svæðinu
um 150 frá 2005 til 2008, samkeppnis-
hæfum fyrirtækjum fjölgaði og svæðið
yrði gert aðlaðandi fyrir fjárfesta. Rík-
ið lagði til tuttugu milljónir, Ísafjarðar-
bær og fyrirtæki lögðu til tíu milljónir
og ýmsar ríkisstofnanir lögðu til vinnu
metna á átta milljónir.
Í framsögu á borgarafundi á Ísa-
firði á sunndag benti Einar Hreins-
son á að framlag ríkisins á þriggja ára
tímabili væri tæpast andvirði blokkar-
íbúðar í Reykjavík, og að árangur síð-
ustu byggðaáætlunar væri 375 brott-
fluttir einstaklingar.
Borgin veitir styrk
Kvenréttindafélag Íslands fær
styrk frá Reykjavíkurborg upp á
eina milljón króna
á ári næstu þrjú
árin til þess að
styrkja starfsemi
félagsins og skrif-
stofu þess. Þetta
var samþykkt ein-
róma á fundi borg-
arráðs fyrir helgi.
Kvenréttindafélagið
var stofnað árið 1907 á heimili
Bríetar Bjarnhéðinsdóttur og
var hún fyrsti formaður félagsins
og hefur félagið unnið að því
að bæta réttindi kvenna síðan.
Markmið félagsins við stofnun
var að starfa að því að íslensk-
ar konur fengju fullt stjórn-
málajafnrétti á við karlmenn,
kosningarétt, kjörgengi svo og
embættisgengi og rétt til atvinnu
með sömu skilyrðum og karl-
menn. Félagið varð eitt hundrað
ára á þessu ári.
þriðjudagur 13. mars 20078 Fréttir DV
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Nefbraut konu
Maður var dæmdur í tveggja
mánaða skilorðsbundið fangelsi
fyrir líkamsárás í byrjun janúar
árið 2005. Dómurinn var kveðinn
upp í Héraðsdómi Suðurlands.
Maðurinn var fundinn sekur
um að hafa slegið konu tvisvar í
andlitið með þeim afleiðingum
að hún nefbrotnaði, bólgnaði,
marðist og fékk heilahristing.
Maðurinn játaði sök sína greið-
lega. Samkvæmt sakavottorði
hafði hann árið áður verið svipt-
ur ökuréttindum í eitt og hálft ár.
Þótti dóminum tveggja mánaða
skilorð hæfileg refsing en mikill
dráttur hafði orðið á málinu án
skýringa.
Ekki refsað
Tveimur ungum mönnum
var ekki refsað fyrir þjófnaði
sem þeir gerðust sekir um
snemma vors árið
2005.
Menn-
irnir voru
sautján og
átján ára
þegar brotin
voru framin
en þeir bru-
tustu inn í gróður-
hús í Hveragerði, með
því að fjarlægja eina rúðuna,
og stálu þaðan átta gróður-
húsalömpum. Þá brutust þeir
inn á annan stað með kúbeini
og stálu þaðan 35 lítrum af
bensíni sem þeir notuðu svo
til þess að hella á bíl annars
þeirra. Mennirnir játuðu brot
sín greiðlega. Nærri tvö ár
eru liðin frá brotinu og segir í
dómnum enga skýringu vera
á drættinum. Einnig var tek-
ið tillit til þess að mennirnir
höfðu á þeim tíma snúið lífi
sínu til betri vegar og til þess
hversu ungir þeir voru þegar
þeir frömdu brotin.
Kaupþing kostar
prófessor
Stúdentaráð HÍ gleðst yfir því
að Kaupþing og Háskóli Íslands
hafi náð samningum um ótíma-
bundna kostun á stöðu prófess-
ors í Viðskipta- og hagfræðideild
skólans. Um er að ræða stöðu Dr.
Friðriks Más Baldurssonar, en
hann hefur starfað sem prófessor
við deildina frá árinu 2003. Styrk-
urinn kemur í kjölfar verulegrar
hækkunar framlags til Háskólans
úr ríkissjóði.
Dagný Ósk Aradóttir formað-
ur stúdentaráðs sagði í samtali
við DV að sér fyndist þessi styrk-
ur góður. Alþingi eigi þó eftir að
samþykkja gerninginn. „Ég tel að
það sé gott mál að atvinnulífið sé
að styrkja HÍ, það er í samræmi
við langtímaáætlanir skólans.“
Umhverfisvakning og róttæk jafn-
réttisstefna hafa skilað sér í fylgis-
aukningu Vinstri-grænna á sama
tíma og Samfylkingin tapar fylgi, seg-
ir Baldur Þórhallsson, stjórnmála-
fræðingur. Hann segir Samfylking-
una líka hafa spilað upp í hendurnar
á Vinstri-grænum. Kaffibandalag-
ið á þingi hafi gefið stefnu Vinstri-
grænna aukið lögmæti.
Baldur segir fimm atriði geta skýrt
fylgisaukningu Vinstri-grænna. „Vax-
andi umhverfisvernd og andstaða
við stóriðjustefnu ríkisstjórnarinn-
ar, auk róttækrar stefnu flokksins í
jafnréttismálum, skilar sér í auknu
fylgi,“ segir hann. Baldur telur það
einnig hafa gagnast Vinstri-grænum
að andstaða við stjórnina og þreyta
gagnvart henni hafi aukist, þá leiti
margir til þess flokks sem stend-
ur fjærst ríkisstjórnarflokkunum. „Í
fjórða lagi hefur Vinstri-grænum tek-
ist að fá til liðs við sig öflugt fólk, sér-
staklega öflugar ungar konur,“ segir
Baldur. „Þá er ekki síður mikilvægt
að flokkurinn hefur frá stofnun verið
samkvæmur sjálfum sér. Hann hefur
rekið nær óbreytta stefnu frá stofn-
un. Það hefur leitt til þess að fólk ber
traust til flokksins.“
Nokkrar ástæður eru fyrir því að
mati Baldurs að fylgi Samfylkingar
minnkar. Eitt er að flokkurinn hefur
breytt um stefnu í umhverfismálum
og í öðrum málum virðist stefnan
óljós, hvort sem það sé rétt skynjun
eða röng. Svipaða sögu er að segja
af framboðslistum flokksins. „Sam-
fylkingin hefur verið gagnrýnd fyrir
litla endurnýjun. Ég er ekki viss um
að það sé rétt en það er sú mynd sem
kjósendum er gefin af Samfylking-
unni.“
Loks segir Baldur að það kunni
að veikja flokkinn hvernig Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir, formaður flokks-
ins, talaði á fundi í Reykjanesbæ.
„Þá kom það þannig út fyrir kjós-
endum að flokksformaðurinn treysti
ekki þingflokknum. Það má vera að
Ingibjörg Sólrún hafi ekki meint það
þannig en fréttaflutningurinn var á
þá leið.“
Vinstri-grænir stækka stöðugt meðan fylgi Samfylkingar hrynur:
Spilað upp í hendurnar á Vinstri-grænum
Steingrímur J. Sigfússon Vinstri-
grænir mælast með um og yfir fjórðungs
fylgi í skoðanakönnunum.
ÍbúðaraNdvirði
til uppbyggiNgar
Sigtryggur Ari JóhAnnSSon
blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is
Sturla Böðvarsson og Valgerður Sverrisdóttir hafa bæði lofað Vestfirðingum að gera
bragarbót í atvinnumálum. Þó flýr fólk svæðið og baráttuvilji þeirra sem eftir sitja fer
dvínandi. Borgarafundur um helgina gagnrýndi þetta aðgerðarleysi harðlega.
1999 2000 2001 2002 2003 2004
-6%
-6%
-6%
4%
4%
6%
0%
hagvöxtur á Vestfjörðum á tímabilinu
1998-2004 var -6%
Mannfjöldaþróun
og hagvöxtur á
Vestfjörðum 1998-2004
utanríkisráðherra Vorið 2005
lofaði Valgerður sverrisdóttir að
leggja andvirði blokkaríbúðar til
uppbyggingar á Vestfjörðum.
síðan hafa 375 manns flutt brott.
Fyrsti þingmaðurinn sturla
Böðvarsson sagði á neyðarfundi á
Ísafirði árið 2004 að nú myndu
stjórnvöld einhenda sér í
uppbyggingu fyrir vestfirði.
margsvikin loforð segja íbúarnir.
yfir Skutulsfjörðinn Fyrirtæki
flýja Vestfirði og fólkið fer á eftir
þeim. atvinnuleysi mælist lítið fyrir
vestan en fólksflótti er mikill.