Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2007, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2007, Qupperneq 16
„Stemningin er mjög góð og mikil til- hlökkun fyrir komandi tímabili,“ seg- ir Gunnar Guðmundsson, þjálfari knattspyrnuliðs HK í Kópavogi. Það er spennandi sumar framundan hjá HK-ingum sem eru að fara að leika í fyrsta sinn í sögu félagsins í efstu deild á komandi sumri. „Það sem hefur einkennt HK í gegnum tíðina er mikil samheldni og góður andi í félaginu. Þó það sé búið að ná þessu skrefi að koma félaginu í úrvalsdeild þá er mikilvægt að það breytist ekkert og haldið verður áfram að vinna í þessum anda.“ Gunnar er fæddur 1969 og tók við meistaraflokki karla hjá HK haustið 2003. Hann náði að stýra liðinu í ann- að sætið í 1. deildinni í fyrra og koma því þar með upp. Gunnar er mennt- aður íþróttafræðingur frá Universität Hamburg í Þýskalandi með knatt- spyrnu, frjálsíþróttir, handbolta og kraftþjálfun sem aðalgreinar og sál- fræði sem aukafag. Sem leikmaður þá hóf Gunnar feril sinn hjá ÍK (sem er HK í dag) en lék með ýmsum lið- um í öllum deildum Íslandsmótsins auk þess að leika í neðri deildunum í Þýskalandi. Menn vilja ólmir sanna sig Gunnar segir það að markmið HK fyrir sumarið sé einfaldlega að halda sér uppi. „Við stefnum á að halda okk- ur meðal þessara tólf liða sem skipa efstu deild. Þetta verður erfitt tíma- bil fyrir okkur en það er mikill hugur í okkur að ná þessu markmiði,“ segir Gunnar en hann segist búast við því að sparkspekingar muni flestir spá liðinu falli. „Ég reikna fastlega með því og það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt við það að nýliðarnir séu ekkert hátt skrifaðir. Fyrir utan það höfum við ekkert verið að bæta mikið við okk- ur og það kemur ekkert á óvart að við séum dæmdir strax niður. Það mun hinsvegar aðeins koma til með að efla okkur. Þó að fáir af leikmönnum okkar hafi reynslu af efstu deild þá vilja þeir ólmir sanna sig og það er plús.“ HK hefur ekki bætt við sig mörg- um mönnum en hefur þó m.a. feng- ið miðjumanninn Almir Cosic sem komst í fréttirnar fyrir tveimur árum þegar hann gekk til liðs við Leikni Fá- skrúðsfirði. Cosic er þrítugur og á sín- um tíma vildi enska úrvalsdeildarliðið Newcastle United fá hann í sínar rað- ir. „Ég er gríðarlega sáttur við að hafa fengið hann til liðs við okkur. Hann er góður liðsmaður og vinnur mjög vel fyrir liðið,“ segir Gunnar. Þá hefur HK verið orðað við fyrr- um landsliðsmanninn Helga Kolviðs- son sem hóf feril sinn hjá félaginu en er nú að spila í 3. deildinni í Þýska- landi. „Það mál er enn í vinnslu. Helgi er samningsbundinn sínu liði í Þýska- landi, Pfullendord, og við höfum átt í viðræðum við hann. Ég reikna með því að það skýrist í þessum mánuði hvort hann spili með okkur eða ekki. Hann þarf að ganga frá sínum málum við þýska félagið og sjá síðan hvernig hans staða er gagnvart því. Það velt- ur eiginlega allt á því hvernig viðræð- ur hans við félagið ganga hvort hann snúi heim. Ég tel alveg góðar líkur á því að hann muni spila með okkur,“ segir Gunnar en Helgi er víst mjög op- inn fyrir því að snúa heim. „Við erum alltaf með augun opin á leikmannamarkaðnum og höfum ver- ið að leita okkur að varnamanni. Ég reikna með því að við fáum til okkar svissneska sóknarmanninn Oliver Ja- eger sem var til reynslu hjá okkur fyrr í vetur. Annars reikna ég ekki með fleiri breytingum þó það velti á því hvern- ig þetta mál með Helga endar,“ segir Gunnar. Fjölskyldustemning Það vakti mikla athygli þegar Jón Þorgrímur Stefánsson gekk til liðs við HK fyrir síðasta tímabil eftir að hafa verið hjá Íslandsmeisturum FH. Hann ákvað að snúa aftur á heimaslóð- ir í Kópavoginum og taka þátt í upp- ganginum þar. „Það er ekki spurning að þetta er það sem maður stefndi á. Það er rosaleg fjölskyldustemning í kringum HK en stærstur hluti leik- manna eru uppaldir þar. Flestir sem eru að starfa í kringum þetta eiga börn hjá félaginu og stemningin því alveg einstök,“ segir Jón Þorgrímur, sem er þekktasti leikmaður HK ásamt mark- verðinum Gunnleifi Gunnleifssyni. HK hefur verið að ná fínum úrslit- um á undirbúningstímabilinu en í síð- asta leik gerði liðið markalaust jafntefli við Fylki. Jón fór úr axlarlið í þeim leik. „Það er ekki búið að skoða liðböndin en annars held ég að þetta séu bara einhverjar tvær vikur sem ég verð frá. Ég er helvíti þjáður eins og er en lækn- irinn sagði að ég muni finna vel fyrir þessu í einhverja nokkra daga,“ segir Jón. Honum lýst vel á sumarið. „Við höfum unga og spræka stráka og ég vona að íþróttafréttamenn muni dæma okkur niður sem allra hraðast. Við munum njóta þess að vera van- metnir. Ef HK ætlar ekkert að bæta við sig þá treystum við leikmönnum okk- ur algjörlega í þetta verkefni. Ég held að það sé alveg ljóst að við verðum í fantaformi í sumar enda erum við að æfa alveg rosalega vel. Við erum með púlsklukku á öllum æfingum og í leikj- um. Gunni er ótrúlega skipulagður og gerir þetta mjög vísindalega. Hann er hálfur Þjóðverji svo skipulagið er al- veg 100% hjá honum,“ segir Jón Þor- grímur. elvargeir@dv.is þriðjudagur 13. mars 200716 Sport DV ÍÞRÓTTAMOLAR Bernie Eccelstone er farinn að huga að breytingum fyrir árið 2008: Vill breyta stigakerfinu Bernie Eccelstone sagði í viðtali við ítalska íþróttablaðið La Gazzetta dello sport að hann vilji breyta núver- andi stigakerfi. „Mér finnst það ekki nægileg verð- laun að sigurvegari kappaksturs fái aðeins tíu stig þegar annað sætið fær átta,“ sagði þessi 76 ára gamli Breti. „Ég mun leggja fram tillögur að breytingum þess efnis fyrir árið 2008.“ Stigakerfinu var breytt árið 2002, eftir að Michael Schumacher var nánast ósigrandi á brautunum, ann- að sætið fékk þá átta stig til að minnka muninn á fyrsta og öðru sætinu. Hann benti einnig á að hugsanlega fengi sigurvegari fleiri móta heims- meistaratitilinn, ekki sá sem fær flest stigin. „Það hvetur ökumenn að reyna við efsta sætið. Það yrði einfaldara og rökréttara að sá sem vinnur flest mót fái heimsmeistaratitilinn.“ Eccelstone veðjaði á Felipe Massa sem heimsmeistara. „Ferrari hefur æft vel og lagt mikið á sig. Schumacher mun hjálpa Massa mikið og það kæmi mér ekki á óvart ef Massa endaði sem sigurvegari í lok tímabilsins.“ Hann sagði einnig að Þjóðverjarn- ir Ralf Schumacher og Nick Heidfeld gætu átt erfitt tímabil fyrir höndum. „Málið með Ralf er að hann er hraður, en gæti verið á röngum bíl. Kannski passar hann betur hjá Ren- ault. BMW eru með góðan bíl en síð- ustu ár hefur Heidfeld aldrei keppt meðal þeirra fremstu, af hverju ætti það eitthvað að breytast á þessu ári?“ Þrátt fyrir að Eccelstone sé orðinn 76 ára hefur hann engin áform um að hætta afskiptum sínum af formúl- unni. „Þegar ég verð 100 ára mun ég hugsa um að hætta. Þá gæti ég hætt afskiptum á rólegri nótum. Það er enn mikið verk framundan,“ sagði hinn umdeildi Eccelstone. Fyrsta formúlu keppnin fer fram í Ástralíu um næstu helgi og hefur spennan sjaldan verið meiri. benni@dv.is Yrði hEiður að þjálFa rEal Madrid jose mourinho stjóri Chelsea sagði í viðtali við marca að hann myndi gjarnan vilja þjálfa real madrid einhvern daginn. Hann sé hins vegar með samning við Chelsea til 2010 og hann ætli sér að virða hann. „Enskur fótbolti heillar mig. Ég er með samning við Chelsea til ársins 2010 en ég myndi gjarnan þjálfa real madrid einhvern daginn, það yrði mikill heiður en það er ekki að fara gerast í bráð.“ mourinho sagði einnig að real væru í góðum höndum undir stjórn Fabio Cappello. „madrid gætu ekki haft betri þálfara.“ Kanu áKvEður sig í júní Nígeríski framherjinn Kanu hjá Portsmouth mun ekki ákveða framtíð sína fyrr en í júní. Honum hefur verið boðið eins árs framlengingu á samningi sínum og sagði Peter storrie stjórnarfor- maður Port- smouth að boltinn væri hjá Kanu. „Við höfum boðið Kanu eins árs framlengingu á samningi sínum. mjög rausnarlegt boð en hann vill ekki ákveða sig fyrr en í lok tímabilsins. Hann er enn í áætlunum Harry redknapp og boltinn er því hjá honum.“ dEnilson vill Borgað Eitt sinn dýrasti knattspynumaður heims denilson hefur óskað eftir því við félagið sitt, al- Nasr, að það borgi sér vangoldin laun. Hins vegar neitar félagið að borga honum því það trúir ekki að hann sé meiddur. sjúkraþjálfarar félagsins sögðu að hann væri heill heilsu en engu að síður ákvað denilson að betra væri að liggja í sólinni en að spila fótbolta. denilson spilaði 63 landsleiki fyrir Brasilíu en er flestum kunnur fyrir magnaðar boltakúnstir sem sómuðu sér vel í aug- lýsingum en ekki á knattspyrnuvelli. MatErazzi vill viðurKEnningu Varnarmaðurinn, sem allir elska að hata, marco materazzi neitar því að mark ronaldo í grannaslagnum á sunnudag hafi kveikt á leikmönnum inter milan. „Við vorum tilbúnir í slaginn frá byrjun. Við áttum sigurinn skilin og það sást hverjir leiða deildina. það eru við og mér finnst að við ættum meira hrós skilið.“ BoatEng Brjálaður george Boateng leikmaður middles- brough er brjálaður útí rob styles dómara viðureignar middlesbrough og man utd í enska bikarnum. styles dæmdi víta- spyrnu á Boateng sem leiddi til jöfnunarmarks man utd. „þetta er í annað sinn sem þessi dómari eyðileggur leik fyrir mér. Hann gjörsamlega eyðilagði kvöldið fyrir okkur. Ég er nánast orðlaus að eithvað eins og þetta geti gerst. með einni ákvörðun tók hann drauminn okkar frá okkur. Ég viðurkenni að hafa tekið boltan með hendinni en þegar boltinn er að nálgast andlitið af svona stuttu færi þá er það eðlileg viðbrögð að grípa fyrir það. aldrei nokkurn tíman mundi man utd fá svona víti á sig á Old Trafford. Ef svona atvik gerist í seinni hálfleik þori ég að veðja um að það verði ekki dæmt víti,“ sagði Boateng ekki sáttur. Bernie Eccelstone Einráður í formúlu 1 og boðar breytingar árið 2008 þrátt fyrir að tímabilið 2007 sé ekki hafið. Enginn schumacher skærasta stjarna Formúlunar michael schumacher er hættur að keppa. MunuM njÓTA Þess Að veRA vAnMeTniR HK-ingar æfa nú af krafti fyrir sumarið en liðið mun leika í fyrsta sinn í sögu þess í efstu deild karla. Mikil til- hlökkun er fyrir sumarið í herbúðum liðsins sem hefur bætt við sig fáum leikmönnum fyrir komandi tímabil. þýskar æfingar gunnar guðmunds- son, þjálfari HK, er menntaður í þýskalandi og er mjög skipulagður að sögn jóns þorgríms stefánssonar. dv MYndir stEFán

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.