Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2007, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2007, Qupperneq 21
DV Lífsstíll þriðjudagur 13. mars 2007 21 LífsstíLL „Hómópatía er ákaflega ólík hefðbundum lækningum og marg- ir læknar telja að meðferð okkar sé gagnslaus,“ segir Sigrún Árnadóttir hómópati. „Þeir meina að við gæt- um allt eins haldið í höndina á fólk- inu sem til okkar leitar og hjálpað því þannig á sálfræðilegan hátt. En staðreyndin er að áhrifin eru miklu dýpri, þau koma einstaklingnum til góða í heild og áhrifin koma innan frá og út á við. En þótt læknar haldi að hómópatía hafi eingöngu sálræn áhrif get ég fullyrt að hómópatísk- ar meðhöndlanir hafa miklu fleiri möguleika til að hjálpa en fólk gerir sér grein fyrir. Sem dæmi má nefna að ég hef horft upp á góðan bata við lungnabólgu og sveppasýking- um sem ekki er hægt að telja and- legt mein. Að mínu mati koma þarna í ljós kraftaverk náttúrunnar og því sem hún gefur okkur. Við hómópat- ar höfum öryggi einstaklinganna í fyrirrúmi og grípum þar af leiðandi ekki fram fyrir hendurnar á læknum . Við höfum ekki aðstöðu til að rann- saka fólk og þykjumst ekki vita um allt sem amar að því. Þar af leiðandi vísum fólki skilyrðislaust til lækna ef einhver vafi er á hvað er um að vera eða vafi leikur á að við getum með- höndlað einstaklinginn.“ Sigrún segir marga trúa á með- ferðina og sífellt fleiri bætist í þann hóp. „Það er að verða miklu meiri vakning meðal fólks. Samt tel ég að margt fólk skilji ekki alveg út á hvað hómópatíumeðferð gengur. Ef til vill höfum við útskýrt starf okkar á of faglegan hátt. Við höfum þurft að fara mjög varlega með fullyrðing- ar og samanburð á hefðbundum og óhefðbundnum lækningum. Hómó- patía lítur á sjúkdómseinkenni sem viðbrögð líkamans við ójafnvægi lífsorkunnar sem getur valdið ýms- um líkamlegum og andlegum kvill- um. Hómópatía læknar ekki en hvet- ur líkamann til að koma jafnvægi á lífsorkuna. Við tölum um hómópatí- una sem heildræna meðferð þar sem manneskjan er meðhöndluð sem heild en ekki sem sjúkdómstilfelli eða til að meðhöndla sjúkdóminn einan og sér.“ Hómópatar nota yfir þrjú þúsund mismunandi efni til þess að búa til remedíur handa sjúklinum sínum og byggjast þau öll á náttúrulegum efn- um úr jurta-,steina- og dýraríkinu. Þessi efni hafa eingöngu verið reynd á fólki en aldrei á dýrum. „Remedíurnar eru ólíkar þeim lækningameðulum sem grasalækn- ar nota. Þeir taka efnið eins og það kemur fyrir og setja í dropa eða töfl- ur. Remedíur hómópatanna eru út- þynntar með ákveðnum aðferðum í þeim tilgangi að ná fram djúpri og mildri virkni. Sú aðferð gerir það að verkum að remedíurnar eru skað- lausar og því geta konur með börn á brjósti notað þær og jafnvel ör- fárra daga gömul börn. Við höfum meðhöndlað börn við eyrnabólgu og náð mjög góðum árangri í með- ferð þeirra. Hómópatía er heildræn og einstaklingsbundin meðferð. Við getum t.d. ekki notað einhverja eina remedíu fyrir öll eyrnabólgutilfelli því meðferðin byggist á líkamlegu og tilfinningalegu ástandi ásamt sögu barnsins jafnvel alveg frá fæðingu og jafnvel meðgöngu.“ Óhefðbundnar lækningar hafa öðlast viðurkenningu sem læknis- meðferð víða, t.d. í Þýskalandi og Bretlandi þar sem þær eru notaðar samhliða hefðbundnum lækning- um. ,,Við eigum langt í land með slíka viðurkenningu hér á landi,“ segir Sigrún. ,,En ýmislegt bendir til þess að það standi til bóta. Bandalag ís- lenskra græðara, sem eru regnhlífa- samtök fyrir óháða lækningaraðila, hafa unnið mikið og gott verk og það er þeim að þakka að við höfum nú meiri réttindi en áður og heilbrigð- isyfirvöld eru farin að uppgötva að við erum allt annað en galdrafólk og grýlur.“ Vatnsmiðlari fyrir heitt og kalt Vatn Á Kringlukasti þessa viku er hægt að eignast sniðugt tæki, nýjan vatnsmiðlara frá Cucina, sem auðveldar tilveruna og sparar tíma. með tækið við hendina þarf ekki að bíða eftir að kalda vatnið úr krananum verði ískalt og vatnið sjóði í hraðsuðukatlinum því hvoru tveggja fæst úr vatnsmiðlaranum. allt sem þarf er kaldavatnskrani og rafmagnsinnstunga. Vatnsmiðlarinn kemur sér vel í heimahúsum, sumarbústöðum og vinnustöðum og vert er að taka fram að á tækinu er öryggishnappur á heita vatninu. Ingólfur Margeirsson hendir leiðinlegum bókum út í horn raunveruleikinn meira spennandi en skáldsagan „Ég er eiginlega alveg hættur að lesa fagurbókmenntir,“ segir Ingólfur Margeirsson sagnfræðingur. „Raun- veruleikinn er oftar en ekki miklu meira spennandi en skáldsagan.“ Ingólfur segist lesa bækur til þess að fræðast og einnig til að læra af mönnum hvernig á að skrifa góðan texta. „En síðast en ekki síst les ég mér til skemmtunar. Ef ég byrja á leiðin- legri bók þá er ég fljótur að henda henni út í horn, hversu „menning- arleg“ sem hún er. Undanfarið hef ég verið að lesa bækur Nóbelsverð- launahafans frá því í fyrra, tyrkneska rithöfundarins Orhan Pamuk. Uppá- haldsbókin mín eftir hann heitir Is- tanbul, sem er endurminningabók, og einnig er bókin My Name is Red rosaleg fín bók; söguleg skáldsaga sem gerist á miðöldum og fjallar um átökin milli austurs og vesturs. Pamuk hefur, eins og margir á þess- um slóðum, sterk vestræn tengsl. Þriðja bókin hans sem ég hef mik- ið dálæti á heitir Snow. Ég ráðlegg öllum að lesa Pamuk því það er al- gjör upplifun. Ég var byrjaður að lesa hann á fullu áður en hann fékk Nóbelinn og mér finnst gleðilegt að þau hafi fallið í skaut rithöfund- ar sem ég held mikið upp á.“ Ingólf- ur er í hljóðbókaklúbbi á Netinu og segist gera æ meira af því að hlusta á bækur. „Nú er ég að hlusta á ævisögu John F. Kennedy, algjöra snilld, sem heitir A Unfinished Life. Ég kaupi orðið mikið af hljóðbókum á Netinu, í bókaklúbbnum fæ ég eina ókeypis bók í hverjum mánuði og kaupi aðr- ar fyrir lítinn pening.“ Ingólfur Margeirsson „Nú er ég að hlusta á ævisögu john F. Kennedy, algjöra snilld, sem heitir a unfinished Life.“ skokkið kostar ekkert Eftir langan og strangan vinnudag er upplagt að fara út að skokka. skokkið styrkir hjarta, lungu og bein og það getur komið í veg fyrir beinþynningu. þeir sem eru ekki vanir að skokka ættu að byrja hægt og rólega og byggja upp þolið smátt og smátt. það er mikilvægt að hita sig vel upp og skokka svo á hraða sem hver og einn þolir. það er gott að miða við að byrja að skokka í tíu mínútur og bæta við einni mínútu annan eða þriðja hvern dag. skokk er ókeypis og hressandi og miklu skemmtilegra en hangs í sófanum heima. heima og heiman það er ekki nóg að borða bara hollan mat stundum og svindla svo inn á milli. Taktu með þér nesti í vinnuna í stað þess að fara í bakaríið eða sjoppuna. það er fljótlegt að útbúa freistandi og holla samloku og stinga henni í töskuna. Notaðu gróft brauð og smurðu það með sinnepi eða fituskertri sósu í stað þess að nota smjör. Fylltu samlokuna með góðu fituskertu kjöti, svo sem nautakjöti, kjúklingi eða kalkúnakjöti. Taktu líka með þér niðurskorið grænmeti og ferska ávexti til þess að borða á milli mála. Hómópatar eru Hvorki galdrafólk né grýlur Hómópatía, eða smáskammtalækningar, eiga sér langa sögu. Hippokrates er sá fyrsti sem vitað er til að notað hafi þannig lækningar, eða um 450 fyrir Krist. Hér á landi er hómópatía ekki viðurkennd, ekki frekar en aðrar óhefðbundnar lækningar, en samt stundar hópur fólks slíkar lækningar. Sigrún Árnadóttir er ein þeirra og hún trúir því að álit heilbrigðisyfirvalda sé að snúast þeim í hag. Sigrún Árnadóttir „Við höfum meðhöndlað börn við eyrnabólgu og náð mjög góðum árangri í meðferð þeirra.“. geta ekkert að þessu gert Nú telja vísindamenn víst að ákveðin samsetning gena í heilum sumra kvenna valdi því að þær eru reiðari og skapmeiri en aðra konur. þetta er niðurstaða rannsóknar sem gerð var á 550 konum af Evrópskum uppruna þar sem leitað var að sambandi á milli serótónin magns heilans og neikvæð- um tilfinningum, svo sem reiði. James Patterson efstur á lista unnendur spennusagna gleðjast yfir bók james Patterson, The Fifth Horseman, sem nú er efst á vinsældar- lista máls og menningar yfir erlendar vasabrots- bækur. Lögreglukon- an Lindsey Boxer er aðalsögu- hetja bókarinnar og eins og Pattersons er von og vísa er söguþráðurinn hraður og spennandi og endirinn kemur á óvart hér eins og í öðru sem Patterson lætur frá sér. spennusögur koma blóðinu á hreyfingu og eru góður valkostur þegar kemur að góðri afþreyingu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.