Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2007, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2007, Blaðsíða 26
Myndin 300 sett met um helg- ina þegar myndin var frumsýnd í Bandaríkjunum og átti stærstu opn- un í marsmánuði frá uphafi. Mynd- in halaði inn rúmlega 70 milljónum bandaríkjadala yfir helgina. Þar af 27.7 milljónum á fyrsta degi en það er stærsti opnunardagur á kvikmynd á tímabilinu janúar til apríl frá upp- hafi. Aðsóknin á 300 um helgina var meiri en á allar hinar kvikmyndirnar á topp tíu listanum í Bandaríkjunum samanlagt. Teiknimyndin Ice Age 2 átti stærstu opnun marsmánaðar en hún rakaði inn 68 milljónum dala á síð- asta ári. Það vekur þó mikla athygli að 300 var sýnd í 3.103 kvikmynda- húsum sem er 850 húsum færri en Ice Age var sýnd í en það gerir árang- urinn jafnvel enn merkari. Myndin geysivinsæla er leikstýrt af Zack Snyder sem sló í gegn með endurgerðinni af Dawn of the Dead árið 2004. Myndin er byggð á sögu frá árinu 1988 eftir teiknimynda- sögugoðsögninni Frank Miller en hann gerði einnig myndina Sin City ásamt Robert Rodriguez. 300 er frumsýnd í Sambíóunum föstudaginn 16.mars. Áhugasamir geta tryggt sér miða á myndina nú þegar þar sem forsala er hafin. asgeir@dv.is Það er erfitt að gera góða töffara- mynd, en það er það sem aðstand- endur Smokin Aces lögðu upp með að gera. Vegas-galdramaðurinn Buddy Israel kemst í ónáð hjá maf- íunni og gomma af leigumorðingj- um er á eftir honum. FBI kemst á snoðir um málið og reynir líka að hafa hendur í hári galdramanns- ins, sem hefur læst sig inn í hótel- svítu ásamt öryggisvörðum, glæpa- mönnum, mellum og kókaíni. Upphefst því mikið kapphlaup um hver nær fyrst til Israel, og á leið- inni verður sögufléttan enn flókn- ari og auðvitað fylgir því óvænt- ur og sláandi endir. Það er nóg af góðum leikurum í myndinni. Þeir sem standa sig best eru Jeremy Pi- ven sjálfur sem leikur útúr kókaðan, vonlausan og vænissjúkan Buddy Israel og tónlistarmennirnir Alic- ia Keys og Common sem eru sann- færandi og svöl. Þá verður að taka það fram að Alicia Keys hefur aldrei verið jafn sæt í hlutverki leigumorð- ingjans Georgia Sykes. Hins vegar get ég ekki sagt að Ryan Reynolds hafi verið að vinna einhvert stór- virki sem FBI-útsendarinn Richard Messner. Myndin er mjög flott. Stíl- brögð sem minna mikið á Quent- in Tarantino, Guy Ritchie og jafn- vel Martin Scorsese. Hins vegar eru samtölin ekki næstum því jafn snið- ug og vel skrifuð eins og hjá Tar- antino, aðstæður og persónur ekki næstum því jafn frumlegar og sval- ar og hjá Guy Ritchie og söguþráður og framvinda ekki næstum því jafn fáguð og þægileg eins og hjá Scor- sese. Myndin lofaði góðu í upphafi en verður hálfgert frat því lengra sem líður á hana. Áhorfendur átta sig fljótt á því hvert „tvistið“ verður í lokin og þá er eiginlega ekki mik- ið eftir. Smokin Aces samanstendur því að nokkrum töff skotbardögum, tveimur töff týpum, sætri Alicu Keys og fínni byrjun. Meira er það ekki. Dóri DNA Bíó DV Hvað er að gerast? Þriðjudagur13. mars 2007 300 sem verður frumsýnd hérlendis á föstudaginn rauk á toppinn í Bandaríkjunum: 300 á toppinn með stæl Keppast um Simpsons Sextán mismunandi Springfield- bæjir í Bandaríkjunum keppast nú um að fá að hýsa heimsfrum- sýninguna á kvikmyndinni The Simpsons Movie. Myndin er að sjálfsögðu byggð á hinum sígildu teiknimyndaþáttum um Simp- sons-fjölskylduna sem gerast einmitt í bænum Springfield. Stjórnvöldum í bæunum hefur verið boðið að gera stuttmyndir um tengingu sína við þættina. Það verður svo Matt Groening höfund- ur þáttana sem dæmir myndirnar og ákveður hvar myndin verður heimsfrumsýnd. Grínast á kostnað Mossad Grínistinn og Íslandsvinurinn Rob Schneider mun á næstunni leika í nýrri mynd ásamt engum öðrum en grínistanum Adam Sandler. Myndin heitir, You Don‘t Mess With the Zohan, samkvæmt tímaritinu The Hollywood Re- porter. Það eru þeir Judd Apatow, Robert Smigel og Sandler sjálfur sem skrifa handritið að myndinni sem fjallar um útsendara ísraelsku leyniþjónustunnar Mossad sem setur á svið eigin dauða og flýr til New York til þess að vinna sem hárgreiðslumaður. Myndin kemur út sumarið 2008. Töff... en hvað svo? Bíódómur Smokin AceS Myndin lofaði góðu í upp- hafi en verður hálfgert frat því lengra sem líður á hana. Sýnd í Laugarásbíói, Borgarbíói og Sambíóunum Álfa- bakka Leikarar: Ben Affleck, Andy Garcia, Alicia Keys, Ray Liotta, Jeremy Piven, Ryan Reynolds og Common Leikstjóri: Joe Carnahan Niðurstaða: HHHHH Alicia Keys Slær heimsmet í fegurð í myndinni. Nokkrir fínir skotbardagar Smokin Aces er ekki nógu góð mynd og Ryan Reynolds er ekki í réttu hlutverki. Jeremy Piven og Common Standa sig manna best. n Kammerkór Vesturlands og Kammerkór Akra- ness halda sameigin- lega tónleika í Vinaminni, safnað- arheimil kirkjunnar á Akranesi n Hjörleifur Valsson fiðluleik- ari, Tatu Kantomaa harmonikuleikari og Kristinn H. Árnasson eru með tónleika í Salnum Kópavogi kl 20. n Katrín Jakobs- dóttir les úr Passíusálmum séra Hallgríms Péturssonar í Grafarvogs- kirkju. n Einleikurinn Alveg BRILLJ- ANT skilnaður með Eddu Björgvins í Borgarleikhúsinu. 70. milljónir dala á opnunarhelginni Myndin 300 sló nokkur mismunandi met um helgina. háskólabíó / álfabakka/ álfabakka blOOD & ChOCOlaTE kl. 5:50 - 8 - 10:20 B.i.12 MUsIC & lYRICs kl. 3:40 - 5:50 - 8 -10:20 Leyfð MUsIC & l... VIP kl. 3:40 - 5:50 - 8 -10:20 sMOkIN aCEs kl. 5:50 - 8 - 10:30 B.i.16 bREakING aN... kl. 10:20 B.i.12 haNNIbal RIsING kl. 8 - 10:20 B.i.16 alPha DOG kl. 5:50 - 8 B.i.16 ThE bRIDGE TO TER... kl. 3:40 - 5:50 Leyfð VEFURIN... M/- Ísl tal kl. 3:40 Leyfð FRáIR FÆTUR M/- Ísl tal. kl. 3:40 Leyfð skOlaÐ í ... M/- Ísl tal. kl. 3:40 Leyfð / kringlunni NORbIT kl. 5:50 - 8 -10:20 Leyfð MUsIC & lYRICs kl. 5:50 - 8 - 10:20 Leyfð blOOD DIaMOND kl. 8 - 10:40 B.i.16 ThE bRID... M/- Ísl tal kl. 5:50 Leyfð / keflavík NUMbER 23 kl. 8 - 10 B.i. 16 MUsIC aND lYRICs kl. 8 Leyfð GhOsT RIDER kl. 10:10 B.i. 12 / akureyri MUsIC & lYRICs kl. 6 - 8 - 10 Leyfð ThE bRIDGE TO... kl. 6 Leyfð blOOD & ChOCOlaTE kl 8 - 10 B.i.12 sem fær þig til að grenja úr hlátri. Rómantísk gamanmynd Nýjasta speNNumyNdiN Frá FramleiðaNda uNderworld TEll NO ONE kl 17:40 - 22:20 PaRIs, jE T’aIME kl 20:00 lE PERE NOEl kl.17:45 la PETITE jERUs... kl.20:00 la VIE PROMIsE kl.22:15 blOOD & ChOCOlaTE kl. 5:50-8:10-10:30 B.i.12 bREakING aND EN... kl. 10:40 B.i.12 lETTERs FROM IW... kl. 8 B.i.16 PERFUME kl. 8 B.i.12 DREaMGIRls kl. 5:30 B.i.7 babEl kl. 10:40 B.i.16 FORElDRaR kl. 6 VENUS B.I. 16 ÁRA kl. 6, 8 og 10 LAST KING OF SCOTLAND B.I. 16 ÁRA kl. 5.30, 8 og 10.35 NOTES ON A SCANDAL B.I. 14 ÁRA kl. 6 og 8 (Síðustu sýningar) PAN´S LABYRINTH B.I. 14 ÁRA kl. 10.30 (Síðustu sýningar) LITTLE MISS SUNSHINE B.I. 7 ÁRA kl. 10 (Síðustu sýningar) PURSUIT OF HAPPYNESS kl. 5.30 og 8 (Síðustu sýningar) NORBIT kl. 6, 8 og 10 SMOKIN ACES B.I. 16 ÁRA kl. 8 og 10.10 GHOST RIDER B.I. 12 ÁRA kl. 6 NORBIT kl. 3.30, 5.40, 8 og 10.20 NORBIT Í LÚXUS kl. 3.30, 5.40, 8 og 10.20 THE NUMBER 23 B.I. 16 ÁRA kl. 8 og 10.15 LAST KING OF SCOTLAND B.I. 16 ÁRA kl. 5.20, 8 og 10.35 GHOST RIDER B.I. 12 ÁRA kl. 5.30, 8 og 10.30 ANNA OG SKAPSVEIFLUNAR M/ÍSL TALI kl. 4 og 4.45 700 kr fullorðnir og 500 kr börn NIGHT AT THE MUSEUM kl. 3.30 og 5.40 NORBIT kl. 6, 8 og 10 SMOKIN ACES B.I. 16 ÁRA kl. 5.45, 8 og 10.15 THE NUMBER 23 B.I. 16 ÁRA kl. 6, 8 og 10 3 T I L N E F N I N G A R BESTA STUTTMYNDIN IÐNAÐAR- OG VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ 450 kr. í bíó! Gildir á allar sýningar merktar með rauðu!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.