Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2007, Blaðsíða 27
DV Bíó Þriðjudagur 13. mars 2007 27
Topp 10
Hlutir sem gerðust
ekki um Helgina
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
Leonardo DiCaprio fór ekki
í sleik við íslenska stelpu
Netlögga Steingríms J. gerði ekki
rassíu á suðurnesjum.
Klámhundar komu ekki til landsins
og fóru í gufubað eins og stóð til.
Fermingabæklingi Smáralindar var
ekki dreift á Goldfinger.
Íslendingar eignuðust ekki fótbolta-
bullur, heldur handboltabullur.
Ekkert fannst í garðinum
hjá Gumma í Byrginu
Páll Pétursson var ekki notaður.
Búlgörsku ljónin átu ekki Júlla
Kemp og Ingvar Þórðar.
Eiður Smári skoraði ekki
gegn Real Madrid.
Bankarnir fóru ekki úr landi.
Gefa út plötu í kjölfar
kynlífshneykslis
Fyrir helgi fór heldur svæsin ljós-
mynd af rapparanum Mc Gauta í
umferð á netinu. Gauti sem er í
hljómsveitinni Skábræður var að
gefa út sína fyrstu plötu um helg-
ina og segist bara hlæja að því að
myndin hafi ratað á ranga staði.
Á plötunni sem ber heitið Ekki
treysta vinum þínum má finna
blöndu af rappi og rokki ásamt
textum um vænissýki, kvenfólk
og villt partí í sumarbústöðum.
„Það hefur einhver sem er mjög
illa við mig setta þetta inn á netið, en
mér finnst þetta bara fyndið,“ segir
rapparinn Gauti Þeyr Másson bet-
ur þekktur sem Mc Gauti um heldur
svæsna ljósmynd sem birtist af hon-
um á tenglasíðunum, klam.is, b2.is
og 69.is fyrir helgi. Á myndinni sést
Gauti nakinn í heitum potti ásamt
föngulegu kvenfólki í annarlegum
stellingum. „Ég meina ég var bara
skemmta mér í sumarbústað og svo
kemur einhver með myndavél. Þetta
átti aldrei að fara á netið en mér er
svo sem sama, nenni ekki að velta
mér upp úr einhverju svona,“ segir
Gauti, sem viðurkennir að myndin
hafi kannski birst á besta tíma, þar
sem að hljómsveit hans Skábræður
sendu frá sér sína fyrstu plötu um
helgina. Platan heitir Ekki treysta
vinum þínum og samanstendur
bandið af Gauta sjálfum og félaga
hans Jóhanni Degi Þorleifssyni, sem
er þó sjaldnast kallaður annað en Jói
Dagur.
Geðveiki og stelpur helstu
efnistök
Ég sé um rappið en Jói um tón-
listina undir, en svo skiptum við um
hlutverk í einstaka lagi,“ segir Gauti
og bætir því við að platan sé til-
raunakenndur bræðingur milli hip-
hop tónlistar og rokks. „Platan fjallar
að mestu leyti um geðveiki og stelp-
ur,“ en Gauti neitar því sjálfur að vera
geðveikur. „Þetta eru bara persón-
urnar sem ég bý til í textunum mín-
um sem eru flestar hálf paranoid. Ég
sem svo líka flesta textana mína þeg-
ar ég er í skrýtnu skapi.“ Gauti verður
18 ára á árinu, en er búinn að vera
lengi í rappinu. „Ég byrjaði að rappa
árið 2001, þegar ég lá í flensu heima-
fyrir,“ segir hann, en Gauti var á sín-
um tíma talinn undrabarn í íslensku
rappi.
Félagsfræði og hjólabretti
Íslenska rappið hefur átt undir
högg að sækja undanfarin misseri en
segir Gauti að sín kynslóð muni full-
vissa fólk um að rappið sé langt í frá
dautt. Þegar þeir félagar í Skábræðr-
um eru ekki að vinna að rappi segir
Gauti þá brasa margt. „Jói er í skóla
að læra félagsfræði, en ég er bara að
skapa list og renna mér á hjólabretti
í frítímanum.“
Framundan er mikil spila-
mennsku hjá strákunum en þeir
hyggjast fylgja plötunni vel eft-
ir. Ekki eru enn öll smáatriði kom-
in á hreint varðandi útgáfutónleika,
en þeir verða nánar auglýstir síðar.
Skábræður-Ekki treysta vinum þín-
um fæst í fataversluninni Smash í
Kringlunni og kostar 1500 krónur.
Þeir sem vilja heyra hljóðdæmi með
bandinu geta skellt sér á myspace-
síðu þeirra pilta, myspace.com/hip-
hopmentalhospital.
dori@dv.is.
Skábræður - Ekki treysta vinum
þínum Fæst í versluninni smash og
kostar 1500 krónur.
SKáBRæðuR
Er alveg sama um kynlífs-
hneyksli og segjast heldur
ætla að spila á tónleikum.
Fyrsta plata stúlknana í Amiinu kemur út 21. mars:
Aðeins seld á Netinu og á tónleikum
Strengjasveitin Amiina gefur út
sína fyrstu breiðskífu þann 21. mars
næstkomandi, hjá Bláskjá útgáfufyr-
irtækinu.Platan hefur fengið nafn-
ið Kurr og lauk upptökum á henni
síðasta sumar, áður en hljómsveit-
in hélt á tónleikaferð um Evrópu
og Norður Ameríku. Amiina eyddi
stórum hluta síðasta árs á tónleika-
ferðalagi með hljómsveitinni Sigur
Rós, en sveitirnar tvær hafa ferðast
um allan heim saman síðustu árin.
Stúlkurnar í Amiina hafa þegar leik-
ið efni af plötunni á tónleikum og
smáskífan Seoul var gefin út í lok
síðasta árs á Evrópumarkaði.
Kurr verður ekki seld í plötubúð-
um, heldur verður hún einungis fá-
anleg á vefsíðu sveitarinnar og á
tónleikum, en sveitin heldur í tveggja
vikna tónleikaferð um Bandaríkin
og Kanada til þess að fylgja útgáfu
plötunnar eftir í lok mánaðar. Sveit-
in mun meðal annars koma fram á
tónleikum Winsconsin, Chicago,
Boston og Toronto.
Amiina léku nýlega á vel heppn-
uðum tónleikum til styrktar Varmár-
samtökunum, en sveitin hefur sjálf
tekið upp í hljóðveri Sigur Rósar,
Sundlauginni. Frá því hljómsveitin
var stofnuð árið 2004 hefur Amiina
gefið út eina smáplötu sem nefnist
AnimaminA.
Amiina
sveitin hefur ferðast
með sigur rós um
allan heim.
Myndin umdeilda
Fór um netið eins og eldur í sinu fyrir helgi.