Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2007, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2007, Page 32
„Krökkunum finnst þetta bæði þægilegur og töff klæðnaður,“ segir Þuríður Smáradóttir, verslunarstjóri hjá Joe Boxer. Verslunin selur nátt- buxur til daglegra nota nú sem aldrei fyrr en færst hefur í vöxt að ungt fólk klæðist náttbuxum, ekki bara á næt- urnar, heldur allan liðlangan daginn. Tískan kemur frá skólafólki sem búsett er á heimavistum í Banda- ríkjunum og hleypur gjarnan á nátt- buxum í tíma og fer svo aftur upp á vist og leggur sig. Þetta hafa íslenskir unglingar apað eftir og þó tískan sé vissulega óvenjuleg bendir Þuríður á að margir foreldrar séu samt ánægð- ari með það að krakkarnir klæðist hlýjum náttbuxum í stað stuttpilsa eða mjaðmagallabuxna. Náttbuxnatískan er mismikil á milli hverfa og skiptar skoðanir eru á því hvort hún sé smekkleg. Í Austur- bæjarskóla hafa einhverjir nemend- ur tekið tískuna upp sem og ungl- ingar í Árbæjar- og Langholtsskóla. Í Laugalækjarskóla eru hinsvegar tvö ár síðan tískan kom þangað og þar er náttbuxnaæðið eiginlega í rénum. Þegar ljósmyndari DV leit við á skólalóð Austurbæjarskóla í gær var þar að finna tvær stúlkur í náttbux- um, þær Evu Maríu Lentz og Maríu Rún Emilsdóttur. Þeirra skýring á klæðnaðinum var sú að buxurnar væru einfaldlega flottar og þær væru ekki í þeim af því að þær nenntu ekki að klæða sig á morgnana. Önnur var í sokkabuxum innanundir en hin var í náttbuxunum utan yfir gallabuxur þannig að þeim var ekki kalt. „Svo eru líka margir sem eru í náttbux- unum innanundir gallabuxunum og láta strenginn á þeim standa upp úr,“ segir Þuríður hjá Joe Boxer um þessa óvenjulegu tísku. þriðjdudagur 13. mars 2007 n Dagblaðið vísir stofnað 1910 Fréttaskot 5 1 2 7 0 7 0 DV borgar 2.500 krónir fyrir fréttaskot sem leiðir til frétta. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast 5.000 krónur. Að auki eru greiddar 10.000 fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. Þannig er hægt að fá 15.000 krónur fyrir besta fréttaskot mánaðarins. Laugavegur 53b • 101 Reykjavík • 5 11 3350 • www.hereford.is HerefordBorðapantanir í síma 511 3350 2 fyri r 1 á drykk jum hússi ns 17 -19 Íslenska nautakjötið klikkar ekki. Notum eingöngu sérvalið íslenskt nautakjöt á Hereford steikhúsi Ja, hérna. Í hverju sofa þá blessuð börnin, varla útigallanum? Hlutfall efnis, unnið af ritstjórnum, í dagblöðum þriðjudag- inn 13. mars. Dregið hefur verið frá innsett efni, selt efni og auglýsingar. Efni blaðanna Náttbuxur eru í tísku hjá yngra fólki: Þorbjörg Inga Jónsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands var ný- verið verjandi manns sem ákærður var fyrir líkamsárás gegn fyrrverandi konu sinni. Þorbjörg segist hafa var- ið manninn þar sem hún sé lögmað- ur hans í öðru máli, aðspurð hvort ekki skjóti skökku við að formaður Kvenréttindafélagsins verji menn sem beiti konur ofbeldi. „Ég held að þetta sér ábyggilega í fyrsta skipti sem sem ég sinni málsvörn í líkams- árásarmáli,“ segir Þorbjörg. Umbjóðandi Þorbjargar var dæmdur í tveggja mánaða skilorð- bundið fangelsi í Héraðsdómi Suð- urlands í síðustu viku. Hann kýldi fyrrverandi sambýliskonu sína all- nokkrum sinnum með krepptum hnefa í höfuðið, reif í hár hennar og henti henni þannig frá sér að hún skall niður á þvottahúsgólf heimilis þeirra. Í niðurstöðu dómsins segir að maðurinn hafi gert lítið úr árásinni og segir konuna hafa undirbúið átökin til að nota gegn honum í for- sjármáli. Þá telur dómurinn árásina ófyrirleitna þar sem ung börn þeirra, tveggja og fimm ára voru á heimilinu og að þrettán ára barn hafi kallað eft- ir hjálp. „Mátti ákærða vera það ljóst að árásin gæti haft önnur áhrif og af- leiðingar en líkamlegar og andlegar á Svandísi eina.“ „Við sem vinnum að félagsstörf- um erum í annarri vinnu og þar þurfum við að sinna verkefnum. Þetta er svolítið einstakt þar sem ég sinni almennt ekki málsvörn í op- inberum málum. En ég er lögmað- ur mannsins í öðru máli og tók þess vegna málið að mér,“ segir Þorbjörg en hún vinnur mun oftar sem rétt- argæslumaður brotaþola. Þorbjörg segir að munur sé á líkamsárásar- málum, í þessu tilfelli hafi verið lítill ágreiningur um málsatvik, umbjóð- andi hennar hafi kannast við þau og gengist við því sem hann hafði gert. Það segir hún öðruvísi en þegar menn þykist ekki kannast við neitt. Hún segir hennar málsvörn hafa snúist um að benda á sjónarmið er vörðuðu ákærða í málin Varði karl sem margbarði konu Formaður Kvenréttindafélags Íslands ver ofbeldismann: kannabisræktun margfaldast Fjöldi þeirra kannabisræktenda sem breska lögreglan hefur haft afskipti af síðustu tvö ár hefur þre- faldast. Hefur kannabisræktun í Bret- landi aukist það mikið að nú er talið að sextíu prósent af þeim kanna- bisefnum sem neytt er í landinu sé innlend framleiðsla. Þetta er sex sinnum hærra hlutfall en fyrir áratug síðan. Rúmlega tveir þriðju framleiðslunnar er í höndum víet- namskra glæpagengja sem neyða ólöglega innflytjendur til að sinna ræktuninni sem endurgreiðslu fyrir að hafa komið þeim inn í landið. d v v ið sk ip ta b la ð ið m o rg u n b la ð ið Fr ét ta b la ð ið 80% 72% 66% 38% Á náttbuxunum í skólann Tvö þúsund undirskriftir Hjördís Anna Haraldsdóttir, formaður Félags heyrnarlausra, afhenti Geir H. Haarde forsætis- ráðherra og Sólveigu Pétursdóttur, forseta Alþingis, ríflega tvö þúsund undirskriftir í gær. „Hjördís beindi því til ráðamanna að bæta aðstæð- ur heyrnarlausra til menntunar og jafnframt að táknmál verði gert að móðurmáli heyrnarlausra,“ segir La- ila Margrét Arnþórsdóttir, hjá Félagi heyrnarlausra. Laila segir undirskriftasöfnun- ina hafa farið af stað meðal foreldra og kennara heyrnarlausra og síðan undið mikið upp á sig. Í tísku María Rún Emilsdóttir og Eva María Lentz, sem báðar er 12 ára gamlar, fylgja tískunni og mæta í náttbuxum í skólann. Vildi kók en keyrði á staur Nítján ára piltur keyrði á staur þegar hann ætlaði að teygja sig eftir tveimur drykkjarglösum í hinu framsætinu þar sem hann var á ferð í bíl sínum á höfuð- borgarsvæðinu. Pilturinn mundi ekkert eftir atvikinu nema það að hann var að sækja glösin sem voru full af kóka kóla. Þegar hann tók beygju sullaðist úr þeim og hann hafn- aði á ljósastaurnum. Lögreglan ítrekar að þetta sé ekki einsdæmi. Þar segja menn að fólk verði að einbeita sér fullkomlega að akstr- inum enda geti mikið verið í húfi. Alls voru 69 umferðaróhöpp til- kynnt til lögreglu um helgina. Þriðja kynslóð fyrir árslok Þrjú fyrirtæki sóttu um þau fjögur leyfi til reksturs þriðju kyn- slóðar farsímakerfa sem Póst- og fjarskiptastofnun hafði auglýst laus til úthlutunar. Fyrirtækin eru Vodafone, Síminn og Nova. rannsökum lögregluna Skera verður úr um hvort lögregla hafi farið fram með lögmætum hætti þegar hún hafði eftirlit með þeim sem mótmæltu framkvæmdum við Kárahnjúkavirkjun síðustu tvö ár segir Kolbrún Halldórsdóttir, þing- maður Vinstri grænna. Kolbrún hefur ásamt Steingrími J. Sigfússyni, formanni flokksins, lagt fram tillögu að þingsályktun þar sem dómsmálaráðherra er falið að mynda starfshóp til að rannsaka starfsaðferðir lögreglu. Þau vilja láta rannsaka meint harðræði, tilefn- islausar árásir, frelsissviptingu og handtökur auk annarra atriða í störf- um lögreglu. Nú vill Kolbrún fá á hreint hvern- ig er ásættanlegt að lögregla vinni, áður en mótmælendur koma aftur til landsins líkt og boðað hefur verið. HjördÍs rut sigurjónsdóttir blaðamaður skrifar: hrs@dv.is Þorbjörg inga jónsdóttir Þorbjörg segist hafa varið manninn þar sem hún sé lögmaður hans í öðru máli. Hann kannaðist við árásina og gekkst við henni sem Þorbjörg segir örðuvísi en þegar menn neiti öllu.Sóley strandaði Skuttogarinn Sóley Sigurjóns GK-200 sat föst á sandgrynning- unum í innsiglingunni í Sand- gerðishöfn en skipið strandaði þar á leið til hafnar. Tilkynnt var um óhappið rétt fyrir klukkan sex í morgun. Ellefu manns eru í áhöfn skipsins og ákváðu þeir að bíða í skipinu eftir hjálp en engan sak- aði að sögn skipstjórans. Til stóð að reyna ná skipinu á flot aftur á tíunda tímanum í morgun þegar flæða átti að og ætlaði björgun- arsveitin Sigurvon í Sandgerði að taka þátt í björgunaraðgerðum. Togarinn er 515 brúttótonn að þyngd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.