Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2007, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2007, Page 7
DV Fréttir miðvikudagur 18. apríl 2007 7 „Hver sem er getur keypt kvóta. Við- komandi þarf hins vegar að eiga ansi þokkalegt í buddunni og ekki verra ef viðkomandi hefur áhuga á að fara í galla og út á sjó. Málið er að síðan þarf maður að selja hvert kíló í nærri tvo áratugi og nærri helmingi lengur ef maður tekur allan rekstrarkostnað og lánsvexti inn í dæmið,“ segir Egg- ert. „Skýringin á þessari þróun er að fyrirtækin hafa sífellt stækkað og afla- heimildir færst á færri hendur. Fyrir vikið er lítið til skiptanna fyrir hina og hér er um að ræða takmarkaða auð- lind. Kvótaverðið hefur hækkað sí- fellt á síðustu áratugum og það mun ekkert stoppa. Ég hef hins vegar ekki mikið orðið var við braskara í þessu. Ef maður leggur út þrjú þúsund krón- ur fyrir kvótanum þá stendur lítið eftir og útkoman dugar varla fyrir vöxtun- um, hvað þá afborgunum.“ Ómögulegt að byrja Róbert Agnarsson, viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs Kaupþings, segir við- skiptabankana löngu hætta að lána byrjendum fyrir kvótakaupum. Hann bendir á að mikilvægt er að hafa í huga að stór hluti kvótans hefur ver- ið keyptur inn á hagstæðari verðum. „Mestur kvóti fyrirtækjanna í dag hef- ur ekki verið keyptur á þessu verði og því verður að skoða dæmið í sam- hengi. Þetta er að mestu jaðarverð og á við viðbótarkvóta sem fyrirtækin eru að bæta við sig. Það er enginn mögu- leiki að byrja í þessu, það er laukrétt niðurstaða. Bankarnir lána engum sem eru að byrja og það eru aðeins stærri fyrirtækin sem hafa veð fyrir þessum lánum. Það er það sorglega við þetta,“ segir Róbert. „Reiknings- dæmið getur aðeins gengið upp útfrá því að fyrirtækin hafa ákveðinn grunn sem þeir fengu á núlli. Meðalverðið á kvótanum er því mun lægra en kvóta- verðið í dag og fyrirtækin eru að horfa til framtíðar varðandi afurðaverð- ið þar sem þorskurinn er takmörkuð auðlind. Þannig getur þetta gengið upp hjá stóru fyrirtækjunum en það er enginn sem getur byrjað á þessum forsendum.“ Snýst aðeins um peninga Aðspurður telur Guðjón núgild- andi kvótakerfi einvörðungu sniðið að þeim sem eigi kvóta fyrir. Hann segir kerfið löngu hætt að vera fiski- veiðistjórnunarkerfi og sé nú að- eins peningakerfi. „Við bentum á það fyrir löngu að svona myndi fara. Bankarnir vinna eingöngu með stórfyrirtækjunum og vilja auðvitað tryggja sín veð og ávöxtun. Með því þjappast markaðurinn enn frekar saman og veðsetning sjávarútvegs- ins eykst stöðugt,“ segir Guðjón. „Á móti skuldsetningunni hefur afla- verðmæti útflutnings ekki aukist jafnhliða. Skuldirnar keyra einfald- lega uppúr öllu valdi en verðmæt- in sitja eftir. Við þurfum að einbeita okkur að því að vinna okkur frá þessu kerfi, annað mun einfaldlega þjappa markaðnum enn frekar sam- an og draga úr þrótti landsbyggð- arinnar. Þetta lokar jafnframt al- gjörlega fyrir nýliðun í greininni og veikir sjávarbyggðir. Áður gátu dug- legir einstaklingar náð vopnum sín- um í gegnum smábátaútgerðina eða handfærakerfið, en það er liðin tíð. Fyrir kvóta þarf að taka lán því pen- ingarnir detta ekki af himnum ofan. Hærra kvótaverð eykur skuldsetn- inguna og útgerðaraðilinn krossar fingur yfir því að afurðaverð lækki ekki. Þróunin er stórhættuleg.“ 20 ár að fiska fyrir kvótanum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.