Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2007, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2007, Qupperneq 32
Hundrað kíló af frystu nýsjálensku dilkakjöti hafa enn ekki fengist af- greidd til innflytjandans nær tveim- ur mánuðum eftir að þau komu til landsins. Fylgiskjölin hafa þvælst um kerfið vikum saman án þess að vera afgreidd. „Kjötið er í frysti eins og papp- írarnir,“ segir Leifur Þórsson, fram- kvæmdastjóri Ferskra kjötvara, sem ásamt Aðföngum flutti hundrað kíló af frystu dilkakjöti frá Nýja-Sjálandi til landsins 23. febrúar síðast liðinn. Kjötið er einungis ætlað sem prufu- sending fyrir fyrirtækin enda ætluðu þau að greiða fullan toll af vörunni. „Ég er að reyna að fá upplýsingar frá landbúnaðarráðuneytinu um hvar málið er statt og af hverju,“ segir Leifur og furðar sig á þessum vinnubrögðum. „Fyrst fór umsóknin til Landbúnaðarstofnunar á Selfossi og var þar í þrjár vikur. Þar fór yfirdýralæknir yfir hana og skilaði af sér umsögn á A4 blaði aftur í landbúnaðarráðuneytið. Eftir nokkurn tíma úrskurðaði ráðuneytið að umsögnin hafi ekki verið nægilega ítarleg og sendi hana því aftur á Landbúnaðarstofnunina. Þar eru hún líkast til í dag,“ segir Leifur sem hefur eytt töluverðum tíma í að fylgja málinu eftir án þess að fá niðurstöðu. „Það er mjög einfalt að reikna út tollinn af þessu kjöti því það er byggt á upplýsingum úr tollskrá, svo ekki er það að stoppa þá,“ segir Leifur ennfremur. Ferskar kjötvörur hafa um ára- bil flutt inn nautakjöt frá sama ný- sjálenska framleiðanda án nokkurra vandkvæða. Nýsjálenskir framleið- endur dilkakjöts eru þeir stærstu í heiminum og selja þeir afurðir sínar allflestra landa Evrópu og þar með talið Grænlands og Færeyja. „Ég skil ekki hvernig hægt er að banna inn- flutning á kjöti sem er selt út um all- an heim,“ segir Leifur. Hann fullyrðir að hvorki ráðuneytið né Landbún- aðarstofnunin hafi skoðað kjötið. „Ég hef rætt við Guðmund B. Helgason ráðuneytisstjóra, Eystein Jónsson aðstoðarmann ráðherra og Ólaf Friðriksson skrifstofustjóra og þeir hafa gefið í skyn að umsóknin gæti tekið marga mánuði,“ segir Leif- ur sem ítrekað hefur reynt að ná í yf- irdýralækni sem er erlendis og gefur ekki færi á sér. „Ég er mjög bjartsýn á að lausn á málum Lalla verði fundin þegar hann losnar út í nóvember og að hann fái húsnæði,“ segir Herdís Hjörleifsdótt- ir félagsráðgjafi. Hún hefur hitt Lárus Björn Svavarsson, betur þekktan sem Lalla Johns, reglulega í fimm mánuði. Herdís segir Lalla hafa breyst mik- ið síðan viðtalsmeðferð hófst og hún komst inn fyrir þykka skel hans sem varð til í fjögurra ára vistun hans á Breiðavík. Nú er hægt að ræða við Lalla eins og 56 ára gamlan mann en ekki eins og trúð sem slær öllu upp í grín. Til að Lalli komist á rétta braut þarf hann að fá tækifæri sem hann hefur aldrei fengið og þar skipta hús- næði og aðhald mestu máli. Vonast eftir hjáp borgarinnar „Við erum að reyna að búa svo um að hann komist í starfsþjálfun hjá okk- ur á Ekron þegar afplánun lýkur. Hann er með lögheimili í Reykjavík og því er það velferðarsvið borgarinnar sem á að sjá um hans mál þegar hann losn- ar,“ segir Herdís. Hún bindur vonir við að borgin aðstoði Lalla með húsnæði og aðhald en sjálf telur hún best að hann dveljist á áfangaheimili fyrst um sinn. Þar sem Lalli er öryrki vonar hún að Tryggingastofnun greiði fyrir hann starfsþjálfunina en sjálf ætlar hún að halda áfram við að aðstoða Lalla og reyna að fylgja því eftir að hann fái þá aðstoð sem hann þarf. Þegar DV ræddi við Herdísi í gær var hún nýkomin úr heimsókn frá Lalla á Litla-Hrauni. „Hann er nokkuð bjartsýnn að leyst verði úr hans mál- um í þetta skipti en það kemur þó allt- af upp tortryggni og vonleysi hjá hon- um sem kannski er ekki skrýtið í ljósi reynslunnar.“ Herdís segist fá góðar móttökur fangavarðanna í hvert skipti sem hún kemur og vilja þeir allt fyrir þau gera. Falla ekki í félagslegakerfið „Ofsalega stór hluti fanga á ekki í nein hús að venda þegar þeir losna úr afplánun. Margir þeirra vita að þeir eru á leið á götuna í sama félagsskapinn,“ segir Atli Helgason, talsmaður fanga. Um fimmti hver fangi á ekkert fast heimili eftir afplánun. Þá er viðkom- andi ekki lengur í umsjá Fangelsis- málastofnunar heldur félagsþjón- ustu sveitarfélaganna. „Þarna verður vart við þessi erfiðu mörk á milli ríkis og sveitarfélaga. Sveitarfélögin setja sjálf sínar reglur og ég veit að í mörg- um þeirra njóta fangar ekki félagslegra réttinda,“ segir Atli og segist hann nán- ast geta fullyrt að almennt falli fangar ekki inn í húsnæðisúrræði félagsþjón- ustunnar í landinu. Þar sé stigakerfi og þar sem fangar hafi bæði húsnæði og fæði í fangelsinu fái þeir ekki stig fyrir þá þætti, ekki fyrr en afplánun lýkur og þeir standa allsslausir á götunni. Atli tekur undir með Herdísi og seg- ist bjartsýnn á að í þetta skipti fái Lalli hjálp og telur hann síðustu helgar- umfjöllun DV hjálpa þar til. miðvikudagur 18. apríl 2007 n Dagblaðið vísir stofnað 1910 Fréttaskot 5 1 2 7 0 7 0 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til frétta. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast 5.000 krónur. Að auki eru greiddar 10.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. Þannig er hægt að fá 15.000 krónur fyrir besta fréttaskot mánaðarins. Laugavegur 53b • 101 Reykjavík • 5 11 3350 • www.hereford.is HerefordBorðapantanir í síma 511 3350 2 fyri r 1 á drykk jum hússi ns 17 -19 Íslenska nautakjötið klikkar ekki. Notum eingöngu sérvalið íslenskt nautakjöt á Hereford steikhúsi Þeir eru ekkert að flýta sér þessir í kerfinu... BJARTSÝN Á AÐ BORGIN KOMI LALLA TIL AÐSTOÐAR Lalli Johns hefur yfirleitt verið heimilislaus að lokinni afplánun: Wilson Muuga á flot Með góðum undirbúningi og hnökralausum vinnubrögðum tókst að draga Wilson Muuga af strandstað. Nýsjálenskt dilkakjöt hefur ekki fengist afgreitt inn í landið: 100 kíló af kjöti eru föst í kerfinu Notum stefnuljós Lögreglan á Akureyri mun fram að mánaðamótum áminna öku- menn fyrir að nota ekki stefnuljós með réttum hætti. Í fyrstu munu ökumenn ekki fá sekt en eftir mánaðarmót mun lögreglan halda átakinu áfram og sekta þá öku- menn sem ekki fara rétt að. Sekt fyrir að nota ekki stefnuljós eru fimm þúsund krónur. Ríkisstjórnin kolefnisjafnar Allir bílar stjórnarráðsins verða kolefnisjafnaðir og verða gróður- sett tré til að stemma stigu við kol- efnismengun bílanna, samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Samþykkt var að öllum ráðu- neytum og ríkisstofnunum verði gert að kolefnisjafna vegna flug- ferða ríkisstarfsmanna frá og með næstu áramótum. Samþykktin var gerð í framhaldi af undirritun forsætisráðherra, stjórnarformanns Orkuveitunnar og forstjóra Kaupþings þar sem sam- komulag var gert um stuðning við kolefnissjóðinn Kolvið en hann ger- ir landsmönnum keift að jafna kol- efnislosun vegna samgangna með því að beita skórækt í baráttunni. Hægt er að greiða andvirði þeirra trjáa í sjóðinn sem þarf til að jafna kolefnismengun þeirra. HJördís rut sigurJónsdóttir blaðamaður skrifar: hrs@dv.is Nítján ára dæmdir Nítján ára piltur var, í Hér- aðsdómi Reykjaness, dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbund- ið fangelsi fyrir þrjá þjófnaði og eina tilraun til þjófnaðar. Hann var einnig dæmdur til að greiða eitt hundrað þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs en átta daga fangelsi kemur í stað sektarinnar greiðist hún ekki innan fjögurra vikna. Annar nítján ára piltur var sýknaður af ákæru vegna tveggja innbrota en fundinn sekur um líkamsárás gegn öryggisverði og fyrir að hafa haft 0,17 grömm af fíkniefnum í fórum sínum. Hon- um var gert að greiða eitt hundr- að þúsund krónur í ríkissjóð. Við ákvörðun refsingar piltanna var tekið tillit til ungs aldurs þeirra og þess að rannsókn málanna dróst á langinn. Jakob Frímann leiðir í Kraganum Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður skipar fyrsta sæti á framboðslista Íslandshreyfingar- innar í Suðvesturkjördæmi og Ásta Þorleifsdóttir jarðfræðingur er í fyrsta sæti á framboðslista flokksins í Suðurkjördæmi. Í öðru sæti í Suðurkjördæmi er Ragnhildur Sigurðardóttir vistfræð- ingur og Baldvin Nielsen, stýrimað- ur og bílstjóri, í því þriðja. Annað sætið í Suðvesturkjördæmi skipar Svanlaug Jóhannsdóttir viðskipta- fræðingur og í því þriðja er Lárus Vilhjálmsson framkvæmdastjóri. Lalli Johns Stór hluti fanga lendir alltaf á sama stað því þeir hafa ekki í nein hús að vernda. Brann í þriðja sinn Í nótt þurfti lögreglan á suð- urnesjum að sinna útkalli vegna bruna í bílhræi við Bakkastíg. Þetta er í þriðja sinn sem kveikt er í sama bílnum sem stendur niðri við höfnina án númeraplatna. Að sögn lögreglu er talið líklegt að um sömu íkveikjuaðilana sé að ræða í öll skiptin og lítið stendur eftir af bílnum sem getur brunnið til viðbótar. Ók ölvaður í Kefla- vík í gærkvöldi Karlmaður á fertugsaldri var tekinn ölvaður við akstur í Kefla- vík í gærkvöldi. Reyndist hann nokkuð undir áhrifum og var því færður á lögreglustöð til mæling- ar á vínmagni í blóði. Í kjölfarið var bifreið hans kyrrsett og mað- urinn bíður nú refsingar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.