Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2007, Síða 21
DV Lífstíll miðvikudagur 18. apríl 2007 21
LífsstíLL
Kaffi og Konubingó
alþjóðahúsið og Samtök kvenna af erlendum uppruna standa fyrir bingó-
kvöldi fyrir konur fimmtudagskvöldið 26. apríl kl. 20 á 3ju hæð alþjóðahúss.
markmiðið er að byggja brú á milli kvenna af erlendum uppruna og eiga
skemmtilegt kvöld saman. Hvert bingóspjald kostar 100 krónur. Boðið upp á
kaffi og kökur. Spennandi vinningar.
Erlendir matreiðslumenn kæta bragðlaukanagott Kaffi á StarbucKS
Þeir sem eru á ferðalagi erlendis og
vilja skella í sig góðum kaffibolla geta
sest inn á eitthvað af kaffihúsum
Starbucks kaffikeðjunnar. Fyrirtækið
hefur starfað frá 1971 og er nú með
kaffihús í 38 löndum fyrir utan
heimalandið Bandaríkin. Úrval
kaffidrykkja og meðlætis er gott á
Starbucks og þannig býður
fyrirtækið til dæmis upp á 20 drykki,
bæði heita og kalda, sem innihalda
minna en 200 kaloríur, fyrir þá sem
eru að hugsa um línurnar. Engum
ætti heldur að leiðast á Starbucks
kaffihúsunum því þar er líka að finna
breitt úrval af afþreyingu í formi
tónlistar, bóka og kvikmynda.
Franskur stjörnukokkur hjá Sigga Hall og ítalskur gestakokkur á La Primavera:
Það er um að gera fyrir höfuðborgarbúa að drífa
sig út að borða um helgina því tveir erlendir gesta-
kokkar heiðra borgina með nærveru sinni dagana
18.-22. apríl. Á veitingahúsi Sigga Hall töfrar franski
matreiðslumeistarinn Francis Cheveau fram fimm
rétta stjörnumatseðil. Matseðillinn, sem kost-
ar 7300 krónur, inniheldur ýmsa spennandi rétti
á borð við humarhala á mjúkri risottoköku ásamt
grænum aspas með pamesanosti, karmelluseraða
smjördeigssnúða með rauðum ávöxtum og Am-
use Bouche sem er ferskleiki úr krabba, mangó
og passíuávexti. Francis er einn af fremstu mat-
reiðslumönnum Frakka og er með tvær stjörnur
samkvæmt hinni viðurkenndu Michelin stjörnu-
gjöf. Hann stjórnar þremur þekktum og vinsælum
veitingastöðum í Frakklandi sem kallast Les Pê-
cheurs. Þeir eru allir samtengdir á Frönsku Rív-
eríunni nánar tiltekið á hinum fagra útsýnisskaga
Cap d’Antibes. Francis sækir matargerð sína í hið
fjölbreytta úrval hráefna sem er að finna í Prov-
ence héraði en þar er bæði sjávarfang og lamba-
kjöt haft í hávegum.
Hinn erlendi gestakokkurinn sem er hér fram
á sunnudag er Ítalinn Fabrizio Marino. Fabrizio
er yfirmatreiðslumaður á hinu virta veitingahúsi
Pepenero í San Miniato. Hann mun bjóða upp á
úrval af þeim réttum sem hann er hvað frægast-
ur fyrir á veitingastaðnum La Primavera. Þetta
eru réttir á borð við heimalagað pappardelle með
anda- og grænmetisragou, saltfisk með rauðlauk,
tómötum og rauðvíni og ostakarmellubúðing með
ávaxtasalati og mascarpone.
MichElin
StjörnuKErfið
í veitingaheiminum er michelin
stjörnukerfið það virtasta. Þetta
klassíska stjörnukerfi er upprunnið
hjá michelin hjólbarðafyrirtækinu í
Frakklandi sem hóf að gefa
veitingastöðum stjörnur út frá því
hvort staðirnir væru þess virði að slíta
dekkjunum til að komast þangað.
Síðan er mikið vatn runnið til sjávar
og nú er michelin stjörnukerfið orðið
að sjálfstæðu fyrirtæki sem árlega
gefur út bókina michelin guide þar
sem er að finna lista yfir öll þau
veitingahús og hótel sem orðið hafa
svo fræg að hljóta stjörnu. Það mesta
sem veitingahús geta fengið eru
þrjár stjörnur og þurfa staðirnir að
uppfylla ákveðin skilyrði til að
komast á blað. Þessi skilyrði felast
meðal annars í matargerðinni,
ákveðinni fjarlægð á milli borða,
opnunartíma, þægindum, íburði, stíl
og vínúrvali. Fyrirtækið er með
útsendara á sínum snærum sem
heimsækja hótel og veitingahús og
kanna hvort viðkomandi staður eigi
stjörnu skilið. mikil leynd hvílir yfir
þessum útsendurum og spenningur-
inn er mikill þegar michelin bókin
kemur út á hverju ári því allir
veitingastaðir vilja jú komast þar á
blað. Sjá nánar á www.michel-
inguide.com
Vorblær er
Vinningsdrykkurinn
„Ég kalla þennan drykk Spring
breeze, eða Vorblæ. Hann sam-
anstendur af expresso, rauðrunna-
sítrónutei, hlynsírópi og vanillu-
og sítrónuís og er borinn fram í
héluðu glasi með klaka í botnin-
um. Á toppnum er svo malað tyrk-
neskt kaffi.“ Þannig lýsir nýkrýnd-
ur Íslandsmeistari kaffibarþjóna
frjálsa drykknum sem hún reiddi
fram í keppninni um síðustu helgi.
Ingibjörg vann einnig Íslandsmót-
ið í fyrra en þá bar hún fram heitan
drykk sem hún kallar Hnoðra. Sig-
urinn tryggir henni sæti í landsliði
kaffibarþjóna og þátttöku á heims-
meistaramótinu sem haldið verð-
ur í Tókýó um mánaðamótin júlí-
ágúst.
Á leið til Tókýó
Ingibjörg, sem verður 23 ára í ár,
hefur unnið á Kaffitári í tæplega þrjú
ár en þess má geta að þar vinna einn-
ig kaffibarþjónarnir sem lentu í öðru,
þriðja og fimmta sæti keppninnar.
„Keppnin í ár var miklu skemmti-
legri en keppnin í fyrra að því leyti
að hún var miklu vinalegri. Það var
meiri samheldni í gangi og allir að
hvetja alla,“ segir Ingibjörg Jóna. Sjálf
byrjaði hún að drekka kaffi 19 ára
gömul en þrátt fyrir að lifa og hrær-
ast innan um fansí kaffidrykki drekk-
ur hún sjálf varla annað en uppáhelt
svart kaffi. Það segir hún að sé vegna
þess að hún kunni svo vel að meta
alla þá tóna sem í kaffibauninni eru
og vill ekki skemma þá með mjólk.
„Ég mæli með tegundum eins og
Kenía, Sídamó og Sumatra. Expresso-
blandan sem ég keppti með í fyrra
er einnig góð en hún heitir Expresso
Marabá en allar þessar blöndur fást
hér í Kaffitári.“
Ingibjörg býst við því að sumar-
ið fari meir og minna í æfingar fyrir
heimsmeistaramótið en þó vonast
hún til þess að geta ferðast eitthvað
innanlands. Þema íslenska liðsins,
sem sex manns skipa, verður kaffi-
ferðalag.
„Í fyrra kepptum við í Bern í
Sviss með álfaþema. Það var mjög
skemmtilegt enda bauð það upp á
þann möguleika að kynna Ísland í
leiðinni,“segir Ingibjörg Jóna sem
tekur keppnina í Japan afar alvar-
lega, svo alvarlega að fljótlega byrj-
ar hún í japönskunámi svo hún geti
slegið um sig á tungu heimamanna
í keppninni.
„Við verðum úti í tvær vikur með
stoppi í Vínarborg og ætlum að gefa
okkur góðan tíma í að skoða okkur
um,“segir Ingibjörg og er að vonum
spennt.
Aðspurð hvenær almenningur
fái að smakka Vorblæ, vinnings-
drykkinn, segir Ingibjörg Jóna óvíst
að hann komi á kaffiseðilinn. „Þetta
er hreinn og klár keppnisdrykkur og
er bæði flókinn og tímafrekur,“ seg-
ir hún og bætir við að síðustu árin
hafi vinningsdrykkirnir ekki farið í
sölu.
snaefridur@dv.is
Ingibjörg Jóna Sigurðardóttir
bar sigur úr býtum á Íslands-
móti kaffibarþjóna sem haldið
var um síðustu helgi. Þetta er
í annað sinn sem Ingibjörg
Jóna hlýtur titilinn en hún
tefldi fram köldum kaffidrykk
úr expresso og rauðrunna-
sítrónutei sem hún kallar
Spring breeze.
Íslandsmeistarinn vinnur
á Kaffitári ingibjörg Jóna
kann manna best að
framreiða girnilega
kaffidrykki. Eigið kaffi vill
hún hins vegar hafa svart
og sykurlaust.
Einn fremsti matreiðslumaður Frakka Francis
Cheveau eldar stjörnumatseðil næstu daga á
veitingahúsi Sigga Hall.