Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2007, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2007, Qupperneq 18
Það vantaði Dirk Nowitzki, Josh Howard, Jerry Stackhouse og Erick Dampier í Dallas þar sem liðið hafði engu að keppa. Golden State hefur þurft að bíða í þrettán ár eftir að komast í úrslita- keppnina og þurfa einn sigur í við- bót til að tryggja sig. Mickael Pietrus var stigahæstur heimamanna með 22 stig og Matt Barnes bætti 19 stig- um við. Sigurinn var aldrei í neinni hættu hjá Golden State. Þeir náðu 28 stiga forustu í fyrri hálfleik og þá lét Av- ery Johnson þjálfari Dallas vara varamenn spila. Golden State vann alla þrjá leikina sem liðið spilaði við Dallas í vetur en þetta var fimmti sig- ur þeirra í röð á Dallas. Ef allt fer á besta veg fyrir Golden State þá mæt- ast eimmit þessi lið í fyrstu umferð úrslitakeppninar. Þetta var áttundi sigurleikur Golden State í níu leikjum. Helstu keppinautar Golden State til að komast í úrslitakeppnina er Los Angeles Clippers. Clippers var á heimavelli gegn Phoenix Suns og unnu fjögurra stiga sigur 103 - 99. Ólíkt Dallas, þá var enginn lykilleikmaður hvíldur hjá Phoenix þrátt fyrir að leikurinn skipti þá engu máli. Þetta var lokal- eikur Phoenix í deildinni og geta þeir nú farið að undirbúa sig fyrir úr- litakeppnina. Ósáttur „Ég heyrði að Dallas hefði hvílt lykilleikmenn á móti Golden State. Það hlýtur að þýða að þeir vilji frek- ar mæta þeim en okkur,“ sagði Mike Dunleavy þjálfari Clippers eftir leik- inn afar ósáttur við aðferðir kollega síns hjá Dallas. Mike D’Antoni þjálfari Phoenix var ekki sáttur við spilamennsku sinna manna í nótt „Mér fannst við ekki vera neitt frábærir. Manni leið undarlega fyrir leikinn og fannst þetta vera leikur á undirbúningstímabilinu. Ég er viss um að nokkrir leikmanna hafa liðið eins. Þannig er það bara þegar mað- ur hefur engu að keppa.“ Los Angeles Clippers verður að vinna á móti New Orleans/Okla- homa í lokaumferðinni til að eiga möguleika á að komast í úrslita- keppnina. Þeir verða einnig að treysta á að Portland vinni Golden State. Pho- enix veit ekki enn við hverja þeir spila í fyrstu umferð úrslitakeppn- inar. Ef Los Angeles Lakers vinnur Sacramento í lokaumferðinni mæta þeir Kobe Bryant og félögum, en ef Lakers tapa og Golden State vinnur mun Phoenix mæta þeim. Elton Brand var stigahæstur leik- manna Clippers með 21 stig en sex leikmenn liðsins voru með meira en 10 stig. Leandro Barbosa skoraði mest fyrir Phoenix eða 22 stig. Allur vindur úr Indiana og Washington Það var ljóst frá byrjun í viðureign Atlanta og Indiana að heimamenn ætluðu sér að enda tímabilið með stæl. Atlanta skoraði 41 stig í fyrsta leik- hluta og voru með 80% nýtingu eftir leikhlutan en bæði lið höfðu engu að keppa nema stoltinu. Þetta var lokal- eikur Atlanta á tímabilinu en liðið er eitt það lélegasta í deildinni. Indiana kemst ekki í úrslitakeppnina í fyrsta sinn í áratug. Jermaine O´Neal lék ekki með gestunum og léku flestir leikmen liðsins með hausinn ofaní bringunni. Danny Granger leikmaður Indi- ana var ekki sáttur við liðsfélaga sína. „Þrátt fyrir að vera ekki að spila uppá mikið verður maður að fara út á völlinn og sýna eithvað. Maður vill vinna leiki. Við sýndum smá karakter í seinni hálfleik en það er ekki nóg.“ Atlanta vann 30 leiki á tímabil- inu í fyrsta sinn í þrjú ár en tapaði 52 og hafði þjálfarinn Mike Woodson blendnar tilfinningar í leikslok. „Það er ekki gaman að horfa á úrslitakeppnina í sjónvarpi. En mér fannst ungu strákarnir virkilega sýna góðan leik. Þetta er án efa einn af okkar betri leikjum í vetur.“ Washington Wisards er eins og höfuðlaus her þessa dagana. Án stjörnuleikmanna sinna Gilbert Arenas og Caron Butler virðist liðið and- og sálarlaust. Þeir mættu Or- lando Magic í nótt og töpuðu áttunda leik sínum af síðustu níu 95-89. Þeir gætu lennt í áttunda sæti í Austurdeildinni eftir því hvern- ig leikirnir fara í lokaumferðinni. Ef liðið tapar gegn Indiana og Orlando vinnur Miami endar Orlando í sjö- unda sæti. „Við erum að gera okkur erfitt fyr- ir. Það er eins og við séum að rúlla okkur upp brekku eða róa á móti straumnum með aðeins einni ár,“ sagði Eddie Jordan þjálfari Washing- ton. Orlando hefur verið að leika vel að undanförnu og var þetta þriðji sigur liðsins í röð. Grant Hill leik- maður þeirra var að vonum kátur eftir leikinn. „Fyrir aðeins sex vikum virtist sem við ættum ekki möguleika á að kom- ast í úrslitakeppnina. En við tókum okkur saman í andlitinu, fórum að trúa á eigin getu og fórum að leika af einhverri alvöru. Sem atvinnumaður vill maður leika sem flesta leiki.“ Hedo Turkoglu skoraði 26 stig fyrir Orlando í leiknum og var stiga- hæstur en hjá gestunum var það Enn von hjá James og félögum í Cleveland Cleveland Cavaliers eiga enn von á að enda í öðru sæti Austurdeild- arinnar eftir sigur á Philadelphia á heimavelli í nótt 98 - 92. Cleveland þarf að vinna Mil- waukee í lokaumferðinni og Chicago þarf að tapa gegn New Jersey Nets. „Milwaukee mun ekkert leyfa okkur að labba yfir sig. Það verður erfiður leikur og við verðum að vera tilbúnir og reyna að ná sigri,“ sagði Mike Brown þjálfari Cleveland. „Við höfum mikið sjálfstraust. Við trúum því að við getum unnið öll lið- in í þessari deild. Varnarlega erum við eitt af bestu liðum í NBA þannig ég kvíð ekki fyrir neinu,“ sagði að- alstjarna liðsins Lebron James sem skoraði 18 stig í nótt. Larry Hughes var stigahæstur í liði heimamanna með 22 stig en hjá gestunum skoraði Willie Green mest eða 24 stig. Leikur Detroit Pistons og Toronto Raptors skipti litlu máli. Detroit end- ar í efsta sæti austurdeildarinnar og Toronto í því þriðja. Slóveninn Uros Slokar fékk sjaldséð tækifæri í liði Toronto, sem hvíldi bestu menn sína, og nýtti það vel. Skoraði 18 stig og sýndi oft lipra takta. „Ég er búinn að bíða eftir svona tækifæri í allan vet- ur. Ég verð að sýna að ég eigi erindi í þessa deild því maður veit aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér,“ sagði Slóveninn. Flip Saunders þjálfari Detroit hvíldi engan leikmann hjá sér minn- ugur afhroðsins sem liðið hlaut gegn Philadelphia á mánudag. „Við vorum stöðugir í okkar leik, alla vega í fyrri háflleik. Svo eftir að við náðum 25 stiga forustu var þetta aldrei spurning þannig þá gat ég tek- ið menn af velli.“ Toronto hefur ekki unnið á heima- velli Detroit í sjö leikjum í röð. benni@dv.is þriðjudagur 17. apríl 200722 Sport DV Avery hvíldi menn þjálfari phoenix Suns, Mike dunleavy þjálfari Cleveland var ekki sáttur að avery johnson hvíldi lykilmenn NBA NBA-úrslit næturinnar Cleveland - philadelphia 98 - 92 Orlando - Washington 95 - 89 detroit - Toronto 100 - 84 atlanta - indiana 118 -102 l.a. Clippers - phoenix 103 - 99 golden State - dallas 111 - 82 sTAÐAN U T Austurdeildin 1. detroit 52 29 2. Chicago 49 32 3. Toronto 47 34 4. Miami 44 37 5. Cleveland 49 32 6. New jersey 40 41 7. Washington 40 41 8. Orlando 39 42 indiana 35 46 philadelphia 34 47 Charlotte 33 48 atlanta 30 52 Milwaukee 28 53 Boston 24 57 U T Vesturdeildin 1. dallas 66 15 2. phoeni 61 21 3. San antonio 58 23 4. utah 50 31 5. Houston 52 29 6. denver 44 37 7. l.a. lakers 41 40 8. golden State 41 40 l.a. Clippers 40 41 New Orleans 38 43 Sacramento 33 48 portland 32 49 Minnesota 32 49 Seattle 31 50 Memphis 21 60 NBA Tilþrif al Harrington leikmaður golden State tekur hér frákast með tilþrifum GoldeN StAte í lykilStöðu Nú þegar aðeins ein umferð er eftir af NBA er Golden State Warriors í góðri stöðu með að tryggja sér sæti meðal 16 bestu liða deildarinnar. Þeir gerðu sér lítið fyrir og unnu Dallas í nótt 111-82 Farnir að leika sér jason richardson leikmaður golden State tekur hér furðulegt skot undir lokin í leiknum gegn dallas.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.