Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2007, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2007, Blaðsíða 15
DV Sport Miðvikudagur 18. apríl 2007 15 Sport Miðvikudagur 18. apríl 2007 sport@dv.is Haukar eru stórhuga fyrir næstu leiktíð í handboltanum Arsenal komst upp fyrir Liverpool og uppí þriðja sætið í ensku úrvalsdeildinni: Meistaradeildarsæti nánast öruggt Arsenal fór langleiðina með að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta ári eftir 3- 1 sigur á Manchest- er City í gær. Ars- enal komst þar með í þriðja sæti deildarinnar og upp fyrir Liver- pool. Liverpool getur hins vegar endurheimt þriðja sætið í kvöld ef liðið nær þremur stigum gegn Middlesbrough í kvöld. Tomas Rosicky, Cesc Fabregas og Julio Baptista sáu um að skora mörk Arsenal í leiknum í gær en DaMarcus Beasley jafnaði metinn rétt fyrir leikhlé. Markið hjá Fabre- gas þótti einkar glæsilegt en það var skot fyrir utan teiginn, óverj- andi fyrir Andreas Isaksson, mark- vörð Man. City. „Við bjuggumst ekki við að City næði að jafna eftir að við komumst yfir en þurftum að bíða eftir sigr- inum. Mér fannst við eiga skilið að vinna leikinn þar sem við sköp- uðum mörg færi og annað mark- ið gerði okkur lífið auðveldara. Nú þurfum við að byggja á þess- um sigri og ná í eins mörg stig og við getum,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal. dagur@dv.is Annað markið í jafn mörgum leikjum Cesc Fabregas skoraði glæsilegt mark, sem var hans annað mark í jafn mörgum leikjum. United með sex stiga forskot NBAAllt um leiki næturinnar í NBA Manchester United náði í gær sex stiga forskoti á toppi enskU úrvalsdeildar- innar þegar liðið lagði sheffield United að velli. bls 16. Arsenal - Man. City 3-1 1-0 (12.) Rosicky 1-1 (41.) Beasley 2-1 (73.) Fabregas 3-1 (80.) Baptista

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.