Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2007, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2007, Síða 8
miðvikudagur 18. apríl 20078 Fréttir DV SORG Í VIRGINÍU Mannskæðasta fjöldamorð í skóla í Bandaríkjunum átti sér stað á mánudag þegar suður- kóreskur enskunemi við Virgin- ia Tech háskólann myrti 32 og skaut loks sjálfan sig. Fjölda- morð í bandarískum skólum eru síður en svo einsdæmi og skemmst er að minnast morða á fimm ungum Amish-stúlkum í október síðastliðnum. Þúsundir komu saman á minning- arathöfn um þá sem létu lífið í skot- árásinni á Virginia Tech háskólann í Bandaríkjunum í fyrradag. Georg- eBush bandaríkjaforseti hélt minn- ingarræðu þar sem hann sagði dag- inn sorgardag fyrir alla þjóðina. Alls létu 33 lífið í skotárásinni, og fjöldi særðist, sem er hin mann- skæðasta í sögu Bandaríkjanna. Enn liggja fjórtán særðir á sjúkra- húsi. Lögreglan gerði það opin- bert í gær að morðinginn hafi ver- ið 23 ára enskunemi í háskólanum, Cho Seung-hui, frá Suður-Kóreu sem búið hafði í Bandaríkjunum frá unga aldri. Forseti Suður-Kóreu vottaði ættingjum fórnarlambanna samúð sína og allra Bandaríkja- manna að því er fram kemur á fréttavef BBC. Morðingjanum er lýst sem ein- fara en Chicago Tribune hefur eftir heimildarmanni að Cho hafi und- arfarið haft uppi tilburði í átt til of- beldis. Hann hafi kveikt í heimavist- arherbergi og gerst sekur um að elta nokkrar konur í háskólanum. Sjálfur bjó hann á heimavist á háskólasvæð- inu. Lögreglan skýrði frá því í gær að miði, sem talið er að Cho hafi skrifað, hafi fundist í herbergi hans þar sem hann hafði ljót orð um „ríka krakka“, „spillingu“og „svikula loddara“ inn- an háskólans. Harmleikurinn átti sér þannig stað að klukkan korter gengin í átta á mánudagsmorgun réðst Cho inn í herbergi fyrrverandi kærustu sinnar í einni af heimavist skólans og myrti hana ásamt karlmanni. Lögreglan er kölluð til, hefur leit að morðingjun- um og innsiglar bygginguna. Rúmri klukkustund síðar komskólanefnd saman til að ræða hvernig eigi að láta nemendur skólans vita af morðun- um. Á meðan gekk morðinginn laus á háskólalóðinni. Tveimur og hálfri klukkustund eftir fyrstu tvö morðin fékk lögregl- an tilkynningu um skotárás í annarri skólabyggingu. Þegar lögreglan kom á staðinn var búið að loka hurðinni innanfrá með keðjum. Þegar lögregl- unni tókst að brjóta sér leið inni í skólann og elt uppi skothljóðin á aðra hæð stöðvaðist skothríðin. Morðing- inn fannst meðal fórnarlambanna og hafði skotið sjálfan sig. Skaut ömmu og afa fyrst Þrettán ára nemandi myrti fimm nem- endur, kennara og öryggisvörð í skóla sín- um í Red Lake í Minnesota í Bandaríkjunum, sem er á verndarsvæði indjána. Áður en hann réðst inn í skólann sinn myrti hann ömmu sína og afa og stal lögreglubyssu afa síns og skotheldu vesti, sem hann klæddi sig í. Auk þess særði hann sjö í skotárásinni. Að lokinni árásinni skaut hann sjálfan sig. Vitni lýsti því að skotmaðurinn hafi sést veifandi og hlæjandi í aðdraganda árásarinn- ar. Hann hafi spurt eitt fórnarlambið hvort hann tryði á Guð áður en hann skaut það. Fram kom eftir árásina að nemandinn hefði verið vísað úr skóla vegna agabrots og fengið kennara heim til sín. Ekki var skýrt frá því hvað hann hefði brotið af sér. Hann var sagður hafa átt fáa vini og oftast hafa klæðst svörtu. Skutu skólafélaga sína Tveir frændur, 11 og 13 ára, myrtu fjórar stúlkur og kennara í barnaskóla í Arkansas í Bandaríkjunum í mars 1998. Þeir ruddust inn í skólann vopnaðir skambyssum og riffl- um, klæddir hermannafötum, settu eldvarn- arkerfið í gang og hófu skothríð á skólafélaga sína. Alls létust fjórar stúlkur á sama aldri og skotmennirnir og einn kennari. Kennarinn lést við að reyna að skýla nemendum sínum. Auk þeirra særðust 11. Skólafélagi hinna látnu skýrði frá því að kærasta annars skotmannanna hefði nýver- ið sagt honum upp. Hún var meðal þeirra sem særðust. Annar drengjanna á að hafa sagt við vini sína skömmu fyrir árásina að „hann ætti eftir að drepa svo mikið“, eftir að kærastan hætti með honum, og við skóla- félaga að „allir þeir sem hættu með honum yrðu drepnir“. Í Arkansas mega börn eiga riffla og hagla- byssur en ekki skammbyssur. Eldri drengur- inn var vanur skotveiðimaður. Skólabörn syrgja Nemandi myrti sjö í skólanum sínum eftir að hafa myrt ömmu sína og afa fyrst. Frá minningarathöfn alls létust fimm í skotárás tveggja frænda í barnaskóla í Jonesboro í arkansas í Bandaríkjunum í mars 1998. Sigríður dögg auðunSdóttir aðstoðarritstjóri skrifar: sigridur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.