Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1983, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 15.01.1983, Blaðsíða 5
LÆKNABLADID 69,3-10,1983 3 Ólafur Kjartansson*, Ásmundur Brekkan*, Hrafn Tulinius** og Helgi Sigvaldason** RÖNTGEN GREININ G Á KRABBAMEINUM í RISTLIOG ENDAPARMI — úrvinnsla úr Krabbameinsskrá íslands og tölvuskrá Röntgendeildar Borgarspítalans SAMANTEKT Unnið var úr öllum tengslum milli Krabba- meinsskrár íslands, 1955-1980, og tölvuskrár Röntgendeildar Borgarspítalans yfir alla ein- staklinga, sem komu í röntgenskoðun á ristli 1975- 1979. Markmið okkar var að kanna hver væri greiningarnákvæmni röntgenrannsóknar á ristli með tilliti til krabbameins í ristli og endaparmi. Einnig hvort ábendingar sem leiða til röntgenrannsóknar á ristli, hafi í för með sér auknar líkur á pví, að hjá sjúklingnum greinist illkynja æxli síðar. í pessarri athugun var greiningarnákvæmn- in 84,9 % og ef gerð var proctoscopia sam- tímis, mátti auka nákvæmnina í 92.5 %. Mark- tækt fleiri krabbamein fundust, en búast mátti við úr sambærilegum óvöldum hópi. INNGANGUR Krabbamein í ristli og endaparmi hefur verið priðja algengasta illkynja æxlið á íslandi, á undanförnum áratugum, næst á eftir krabba- meini í maga og blöðruhálskirtli hjá körlum og krabbameini í brjósti og maga hjá konum. Þegar á heildina er litið, kemur pað næst á eftir krabbameini í maga og brjósti (1). Betri tækni til greiningar og nýjar aðferðir í með- ferð hafa ekki lækkað dánartíðni af völdum krabbameina í ristli og endaparmi að marki. Minna en helmingur sjúklinga lifir skemur en í fimm ár frá greiningu (2-6). Almennt er talið, að krabbamein í ristli og endaparmi vaxi hægt og að meirihluti peirra hafi forstig í góðkynja sepamyndun í slímhúð (polyp) (7, 8, 10). Nýlegar athuganir hafa pó bent til, að ákveðinn hluti krabbameina í ristli vaxi hratt (9). Mikilvægasti páttur, hvað varð- ar horfur sjúklings, er á hvaða stigi krabba- meinið greinist. Þannig eru lífshorfur minni hjá * Röntgendeild Borgarspítalans. ** Krabbameinsskrá ís- lands. Barst ritstjórn 23/06/82, sampykkt til birtingar og sent í prentsmiðju. sjúklingum með ífarandi vöxt og meinvörp í eitla, en ef vöxturinn er bundinn við slímhúð (5, 6). Aðrir pættir, sem gefa ábendingu um horfur sjúklings, eru fjöldi einkenna, kyn, og hvort æxlið er í ristli eða endaparmi (10). Margar athuganir benda til pess, að horfur séu betri, ef sjúklingur er einkennalaus pegar meinið greinist (4). Ef Iækka á dánartíðni vegna ristilkrabba- meina, verða pau að greinast á fyrstu stigum sjúkdómsins. Til að ná pví marki parf að beita peim aðferðum, sem til eru, á réttan hátt. Talið er, að pannig megi auka fimm ára lífslíkur um 75-80 %, en samt er enn óljóst, hvernig hagkvæmast er að ná pví marki (11, 12). Ein peirra aðferða, sem til greina koma, er rönt- genskoðun á ristli. Hér er gerð athugun á öllum tengslum milli peirra sjúklinga, sem komu til skoðunar á ristli á Röntgendeild Borgarspítalans á fimm ára tímabili, 1975- 1979, og peirra sjúklinga, sem skráðir eru í íslensku krabbameinsskrána 1955-1980, að báðum árum meðtöldum. Tilgangur pessarar könnunar er tvípættur. Annarsvegar að meta næmi röntgenrannsóknar á ristli með tilliti til illkynja æxla, hinsvegar að athuga hvort pær ábendingar, sem leiða til röntgenskoðunnar á ristli feli í sér auknar líkur á pví, að hjá sjúklingnum greinist illkynja æxli síðar. í pessari grein verður hér eftir talað um ristil og endaparm, sem eitt líffæri — ristil — nema annað sé sérstaklega tekið fram. EFNI OG AÐFERÐ Á fimm ára tímabili 1975-1979 voru gerðar um 10.000 röntgenrannsóknir á ristli á íslandi. Af peim voru 3.385 gerðar á Röntgendeild Borg- arspítalans. Allar einstaklings upplýsingar svo og greiningar voru par tölvugeymdar. Efniviður Krabbameinsskrár íslands, allt frá 1955, er tölvugeymdur á pann hátt, að auðvelt er að færa upplýsingar milli pessara tveggja skráa.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.