Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1983, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 15.01.1983, Blaðsíða 43
LÆKNABLADID 29 að það myndi erfiður róður fyrir Læknafélag íslands að koma á samræmdum auglýsingum um stöður á norrænum vinnumarkaði lækna. Tillagan með breytingartillögu Eiríks Þorgeirs- sonar var nú borin undir atkvæði. Hún er svo- hljóðandi: »Aðalfundur Læknafélags íslands, haldinn í Stykkishólmi 25. og 26. júní 1982, beinir peim tilmælum til stjórnar Læknafélags íslands, að hún hlutist til um við viðkomandi yfirvöld, að allar auglýsingar um lækna- stöður, sem veita á til eins árs eða lengri tíma, verði auglýstar með minnst tveggja mánaða fyrirvara. Jafnframt verði gerðar ráðstafanir til að tilkynningum um lausar læknistöður verði dreift til íslenzkra lækna erlendis nægilega fljótt til að þeir hafi möguleika á að sækja um stöður þessar. Jafnframt beinir fundurinn þeim tilmælum til stjórnar Læknafélags íslands, að hún beiti sér fyrir því, að samræmdar reglur náist um stöðuauglýsingar á norrænum vinnumark- aði lækna«. Tillaga þessi var samþykkt mcd 9 atkvædum gegn 7. Ályktunartillaga frá Læknafélagi Reykjavíkur um athugun á greidslum íslenzkra lækna í lífeyrissjóði erlendis. Starfshópur D fjallaði um tillöguna. Halldór Halldórsson mælti fyrir áliti starfshópsins, sem bætti einni setningu við tillöguna, og lagði hana síðan fram svohljóð- andi: »Aðalfundur Læknafélags íslands, haldinn í Stykkishólmi 25. og 26. júní 1982, felur stjórn og framkvæmdastjóra Læknafélags íslands að kanna, hvað verði um greiðslur íslenzkra lækna í lífeyrissjóði erlendis, og pá einkanlega í Svípjóð. Niðurstöður peirrar könnunar verði kynntar félagsmönnum Læknafélags íslands«. Pessi tillaga var samþykkt samhljóða. Tillaga 6 Ályktunartillaga frá Læknafélagi Reykjavíkur um ritun fjarvistarvottorða skólanemenda vegna skammtímaveikinda. Starfshópur D fjallaði um tillöguna. Halldór Halldórsson mælti fyrir áliti starfshópsins. Starfshópurinn lagði tillöguna fram óbreytta, en til gamans hafði starfshópurinn dundað sér við að semja bréf til skólastjóra, þar sem ákvörðun um að hætta að skrifa fjarvistarvottorð var kynnt fyrir forráðamönnum skólanna. Nokkrar um- ræður urðu um vottorðaskriftir, og komu fram ýmis sjónarmið varðandi vottorðaskriftir al- mennt. Allir virtust sammála um, að ekki væri eðlilegt að læknar yrðu áfram skyldaðir til þess að skrifa vottorð fyrir skólanemendur vegna skammtímaveikinda. Tillaga þessi var því borin upp óbreytt, og hljóðar hún svo: »Aðalfundur Læknafélags íslands, haldinn í Stykkishólmi 25. og 26. júní 1982, ályktar, að ítreka það við stjórn Læknafélags íslands, að hún vinni að því að losa lækna undan þeirri kvöð, að skrifa fjarvistarvottorð fyrir skólanemendur vegna skammtímaveikinda, þriggja daga eða skemur«. Tillagan var samþykkt samhljóða. Ályktunartillaga frá Læknafélagi Reykjavíkur um athuganir á rekstrarfyrirkomulagi heilsu- gæzlustöðva á Reykja víkursvæðinu. Starfshóp- ur E fjallaði um tillöguna. Haukur Þórðarson mælti fyrir tillögu starfshópsins. Starfshóp- urinn hafði gert allítarlegar breytingar á þess- ari tillögu og mælti með að reynt yrði að greina á milli læknastöðva, þar sem nokkrir læknar tækju sig saman við rekstur heilsu- gæzlu og hins vegar heilsugæzlustöðva, sem al- farið væru reknar af hinu opinbera. Ennfremur varaði starfshópurinn við því, að minnast á einkarekstur í þessu sambandi, þar eð slíkt orðalag gæti haft neikvæð áhrif á fjárveitinga- valdið. Eftir umfjöllun starfshóps E hljóðaði ályktunartillagan svo: »AðaIfundur Læknafélags íslands, haldinn í Stykkishólmi 25. og 26. júní 1982, felur stjórn Læknafélags íslands að athuga mögu- leika þess, að læknar reki á eigin vegum læknastöðvar, sem veiti sömu/svipaða þjón- ustu og heilsugæzlustöðvar. Verði fengnir rekstrarráðgjafar, er kanni, hvaða skilyrði þurfi að vera fyrir hendi, til þess að læknar geti sjálfir rekið slíka stöð á þéttbýlissvæð- um. Niðurstaða verði tilbúin fyrir 1. nóv. 1982«. í umræðu um þetta mál kom það helzt fram, að þessi hugmynd um einkarekstur heilsu- gæzlu, er alls ekki ný af nálinni, heldur hefur hún verið rædd á vegum læknafélagsins í allmörg undanfarin ár. Áður hefur komið fram á fundi þessum, að fjárhagsgrundvöllur fyrir

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.