Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1983, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 15.01.1983, Blaðsíða 44
30 LÆKLNABLAÐID slíkan rekstur viröist hæpinn eins og nú er málum háttað. Eftir pessar umrædur var tillagan borin upp og sampykkt samhljóda. íslands og framkvæmdastjóra þess, vísar fund- urinn tillögunni til stjórnar félagsins«. Pessi tillaga var borin upp og sampykkt samhljóda. Tillaga 9 Ályktunartillaga frá Læknafélagi Vesturlands um, að stjórn Læknafélags íslands skipi lækni til að fylgjast með störfum löggjafans. Starfs- hópur E fjallaði um tillöguna. Haukur Þórðar- son fylgdi henni úr hlaði. Haukur taldi mál þetta mjög víðtækt, en jafnframt mögulega mikilsvert fyrir læknasamtökin. Starfshópur- inn hafði komið sér saman um svohljóðandi breytingartillögu: ___^ »Aðalfundur Læknafélags íslands, haldinn í Stykkishólmi 25. og 26. júní 1982, ályktar, að innan Læknafélags íslands skuli starfa fasta- nefnd skipuð þremur læknum, sem hafi það verkefni að fylgjast með störfum löggjafans og vekja athygli Læknafélags íslands á málum, sem liggja fyrir Alþingi og kunna að varða lækna og heilbrigðisþjónustu á ein- hvern hátt. Skal nefndin jafnframt gera tillögur um viðbrögð læknasamtakanna í einstökum málum til stjórnar Læknafélags íslands«. Allmiklar umræður urðu um þessa ályktunar- tillögu. Þar kom fram, að fyrir hefur komið að veigamikil má[ hafa farið fram hjá og í gegnum löggjafarsamkomuna án þess, að þau hafi borizt stjórn Læknafélags íslands. For- maður Læknafélags íslands taldi, að þörf sé á einhverjum aðilum til að fylgjast betur með mikilsverðum málum. Einnig kom fram, að ef stunda ætti einhvers konar »lobby-isma« á göngum Alþingis á vegum læknasamtakanna, þyrftu nefndarmennirnir mögulega að vera einn úr hverjum stjórnmálaflokki. Það er að vísu erfitt, ef eitthvert gagn á að vera að slíku eftirliti með störfum löggjafans. Hafa þarf áhrif á gang mála áður en þau eru lögð fyrir Alþingi til samþykktar eða synjunar. Sú skoð- un kom fram, að slík nefndarskipan væri algerlega óþörf, það ætti að vera verkefni framkvæmdastjóra skrifstofunnar að sjá um að öll mál bærust til stjórnar læknafélagsins í tæka tíð. Eftir alllangar umræður um málið barst svohljóðandi tillaga frá Brynleifi H. Stein- grímsyni: »Þar sem ljóst er, að efni tillögunnar er í rauninni verkefni stjórnar Læknafélags Ársreikningar, afgreiðsla ársreikninga og fjárhagsáætlunar Jón Bjarni Þorsteinsson, gjaldkeri, las upp ársreikninga. Ljósriti af ársreikningum hafði verið dreift meðal fundarmanna daginn áður. Fyrirspurnir komu varðandi útistandandi fé og hvers vegna ekki væru reiknaðir vextir af háum útistandandi upphæðum. Það álit kom yfram, að háar upphæðir ættu ekki að liggja vaxtalausar. Ennfremur kom fram sú gagnrýni á reikninga, að ekki skyldu hafa verið lagðir fram reikningar Lífeyrissjóðs læknafélaganna, en samkvæmt lögum á að lesa þá upp á aðalfundi læknafélagsins. Reikningarnir voru samþykktir samhljóða. Því næst gerði gjaldkeri félagsins grein fyrir fjárhagshorfum fyrir árið 1982 og fjárhags- áætlun ársins 1983. Nokkrar umræður urðu um tillag til Bandalags háskólamenntaðra manna, þótti fundarmönnum þar vera lögð fram há upphæð, sem lítið fengist fyrir. For- maður og ritari félagsins hvöttu mjög til þess, að kannaður yrði til hlítar möguleiki á því, að læknafélagið segði sig úr B.H.M. í máli þeirra kom hins vegar fram, að ekki lægi ennþá ljóst fyrir, hvort þetta væri framkvæmanlegt sam- kvæmt lögum, ennfremur væri ennþá ekki ljóst, hvort samningsréttur lækna færi forgörð- um að einhverju leyti með úrsögn úr B.H.M. Töldu þeir ótímabært á þessum fundi að leggja fram tillögu um úrsögn úr B.H.M. Gjaldkeri lagði fram tillögu um, að árgjald L.í. árið 1983 yrði kr. 6.800.00. Tillagan var samþykkt sam- hljóða. Kosningar Úr stjórn félagsins áttu að ganga varafor- maður, Sigurður B. Þorsteinsson, ritari, Viðar Hjartarson, og meðstjórnandi, Kristófer Þor- leifsson og gáfu þeir Sigurður og Viðar ekki kost á sér til endurkjörs. Úr varastjórn áttu að ganga Helgi Sigurðsson, Ólafur Örn Arnarson og Ragnar Sigurðsson. Þeir tveir síðasttöldu gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. Einungis ein tillaga kom fram, tillaga stjórn- ar Læknafélags íslands, um menn i stjórn, en hún var þannig: »Varaformaður verði kjörinn Halldór Steinsen, ritari Kristján Eyjólfsson,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.