Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1983, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 15.01.1983, Blaðsíða 37
LÆKNABLADID 25 loðandi göngudeild, og um 25 % í 5 ár eða lengur. Árið 1980 var sjúklingakoman sem hér segir: Göngudeild Landspítalans .......... 13.009 Kvennadeild, sem skiptist í mæðra- vernd, eftirskoðanir og opna bráða- móttöku (könnun sýndi, að um 13 % tíma lækna á kvennadeild fór á göngudeild)....................... 18.079 Háprýstideild (1981).................... 3.040 Kleppsspítali (1979) (um 1.800 sjúklingar) ........................ 22.672 Vífilsstaðir ........................... 2.656 Samtals á pessum göngudeildum .... 59.456 Landakot: (eingöngu augndeild)...... 3.830 Borgarspítali: Skurðdeild............... 4.938 Lyfjadeild............... 1.646 HNE........................ 12.281 18.865 Sjúkrahússamtals:82A5\, eða um 370 sjúkling- ar pr. vinnudag. Á slysadeild komu 62.309. Reynsla annarra pjóða af opnum göngudeild- um er slík, að ekki er ástæða til að mæla með slíkri starfsemi hér á landi. Pað er eindregin skoðun nefndarinnar, að nauðsynlegt sé að stemma stigu við útþenslu göngudeilda. Slík starfsemi á þó nokkurn rétt á sér á vissum takmörkuðum sviðum. Par er einkum um að ræða sjúklinga, sem þarfnast eftirlits og eftir- meðferðar eftir veru á sjúkrahúsi. Einnig sjúklinga með langvarandi vandamál, sem krefjast sérhæfðari meðferðar eða aðstöðu, sem ekki er fært að koma upp víða. Þá gæti verið hentugt að framkvæma skoðanir í rann- sókna — eða kennsluskyni á göngudeildum. Á nokkrum sviðum virðist nefndinni þessi starf- semi þegar komin úr böndum. Má þar einkum nefna starfsemi göngudeildar geðdeildar Kleppsspítala, háþrýstideildar Landspítala og háls-, nef- eyrnadeildar Borgarspítala. Nefndin komst því að eftirfarandi niður- stöðum: 1. Öll almenn sérfræðiþjónusta á að fara fram á lækningastofum lækna. Nauðsynlegt er fyrir læknasamtökin að gera verulegt átak í því, að taxtar verði þannig, að slík starfsemi geti farið fram við boðlegar aðstæður. Þurfi sjúklingar á einhvers konar meðferð, rann- sóknum eða aðgerðum að halda, sem hægt er að veita á sjúkrahúsi án innlagnar, framkvæmi læknar slík störf á eigin spýtur, en samningur sé gerður við sjúkrahúsið um greiðslur fyrir þá aðstöðu, sem látin er í té. 2. Þær göngudeildir, sem starfræktar eru við sjúkrahúsin í Reykjavík, ættu því að vera lokaðar eða hálfopnar og byggjast á þeim reglum, sem gilda um göngudeild Land- spítala og getið er hér að framan. Tölvverðar umræður urðu um þessi mál. Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri, lýsti því yfir, að hann hefði skipt um skoðun varðandi sérfræðiþjónustu. Sagðist ekki vilja flytja alla sérfræðiþjónusti inn á spítalana. Ekki á að búa til »sérfræðipolyklinik« inni á spítölum. Jafn- framt benti Páll á það, að rannsóknastofur og röntgendeildir séu eins konar göngudeildir. Atli Dagbjartsson taldi göngudeild Land- spítalans vera orðna alltof »polykliniska«. Flest væri hægt að annast á stofum úti í bæ. Guðjón Magnússon benti á, að sjúkrahúsin hefðu nú engan fjárhagslegan ávinning af að reka göngudeildir, en þær hafi fyrst og fremst orðið til vegna tilrauna sjúkrahúslækna til að bæta þjónustu við vissa sjúklingahóþa. Einnig kom það fram hjá Guðjóni, að alls séu um 1.1 milljón sjúklingakomur til lækna í landinu, þar af leiðir, að hlutfallið verður 7-10 % á göngu- deild. Bent var á sem dæmi, að göngudeild Kleþppsspítala væri svona viðamikil vegna þess, að ekki væri fjárhagslegur grundvöllur fyrir starfi geðlækna á eigin stofum. Einnig var rætt um hversu lengi heilsugæzlulæknar sættu sig við að sjúkrahúsin haldi í sjúklinga. Þorvaldur Veigar sagði, að meginvanda- málið við að halda göngudeildarstarfsemi inn- an eðlilegra marka, séu duglegir læknar, sem vilji leysa öll vandamál fljótt og vel. Ekki komu fram andmæli við niðurstöður nefndarinnar í umræðunum. Næst á dagskrá var umræða um heilsugæzlu- stödvar, starfsemi peirra og rekstrarform al- mennra lækninga. Framsögu höfðu þeir Jón Bjarni Þorsteins- son og Þóroddur Jónasson. Jón Bjarni ræddi m.a. um þá stefnubreytingu í almennri heilbrigðisþjónustu, sem átt hefur sér stað með lagabreytingum (1973), sem lögðu grunninn að heilsugæzlustöðvunum. Hann benti á, að á þéttbýlissvæðunum, Reykja- vík og Akureyri, hefði bygging heilsugæzlu- stöðva orðið mjög afskiþt. Ástæður taldi hann

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.