Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1983, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 15.01.1983, Blaðsíða 34
24 LÆKN ABLADIÐ benti á þætti eins og fræðslu um heilbrigðis- mál, þjónustu við þroskahefta, aldraða og drykkjusjúklinga og notendur vímugjafa, svo og stjórnunarstörf, sem oft fælu í sér mikil störf innan heilbrigðisþjónustunnar. Páll taldi fjölda mörg störf skara læknisstörf. Ef menn víkka starfssvið sitt er hægt að fjölga læknum verulega, en ef menn ætla sér hefðbundin störf eingöngu, er hægt að fjölga læknum með styttingu vinnutímans, en varðandi útreikning á annan hátt, benti hann á grein Arnar Bjarnasonar, er birtist í Læknablaðinu fyrir nokkru, þar sem hann gerir ráð fyrir mest 90- 100 læknisstöðum til viðbótar á næstu 10 árum. Páll taldi ljóst, að aukning fjármagns til heilbrigðisþjónustunnar á næstu árum yrði mun minni en var frá 1960-1980. Hann benti á, að ef læknar ættu að eiga möguleika á öðru starfsfyrirkomulagi, þ.e.a.s. auka starfssvið sitt, þá yrði að gera ráð fyrir því strax í háskóla- námi. Þorvaldur Veigar þakkaði Páli erindi hans. Hann skýrði síðan frá fjölda lækna á íslandi með lækningaleyfi, fjölgun þeirra í nánustu framtíð, og ræddi síðan framtíðarsþá með tilliti til atvinnumöguleika. Hann benti einnig á grein Arnar Bjarnasonar í Læknablaðinu. Þar kom m.a. fram, að undanfarin ár hafi um 1 % af hverjum aldursárgangi útskrifast sem lækn- ar frá Háskóla íslands, einnig að nú séu um 42 % þeirra, sem almennt lækningaleyfi hafa hér á landi, búsettir erlendis. Atli Árnason ræddi atvinnuhorfur lækna almennt. Guðjón Magnússon þakkaði boðið um setu á fundinum og flutti fundinum kveðjur land- læknis. Guðjón benti á, að ekki væri vitað um þörf íbúanna fyrir heilsugæzlu, og þar með fyrir lækna. Hann sagði, að fjármagn færi minnkandi til þessara mála. Hann benti einnig á, að þörf væri á könnun á læknaþörf og dreifingu læknisstarfa, sem komið gæti mönn- um til góða þegar þeir veldu sér sérgrein. Jón Bjarni Þorsteinsson þakkaði Páli Sig- urðssyni fyrir erindi hans, og hvatti til þess, að það yrði birt í heild í Læknablaðinu. Haukur Þórðarson talaði um viðhorf lækna til sérhagsmunahópa eins og þroskaheftra, svo og þessara hóþa til lækna almennt. Hann benti á, að læknar hefðu undanfarin ár sett sig lítið inn í mál þessara hóþa. Næsta mál á dagskrá var skiþun í starfs- nefndir, og var hverri nefnd gert að fjalla um ályktunartillögur, sem borizt höfðu, og verið lagðar fram. Fundi var síðan frestað til næsta dags, en nefndir störfuðu áfram. Fundi framhaldið kl. 9.00 26. júní 1982. Fundarstjóri: Kristján Baldvinsson. Fundarritari: Atli Árnason. Fyrst á dagskrá var framsöguerindi Ólafs Arnar Arnarsonar, yfirlæknis, um starfsemi göngudeilda. Ólafur Örn rakti í framsögu sinni starf og álit göngudeildarnefndar, sem stjórn Lækna- félags íslands skiþaði á síðasta ári. Tilnefndir voru í nefndina þeir Ólafur Örn Arnarson, Magnús Karl Pétursson og Guðmundur Odds- son. Hlutverk nefndarinnar var að fara yfir tölulegar upplýsingar, sem safna átti frá þeim stofnunum, sem hefðu einhverja göngudeildar- starfsemi, og gera tillögur um framtíðarskipu- lag þessara mála. Þar kom fram, að ekki virðist nein veruleg göngudeildarstarfsemi utan Reykjavíkur. Á Akureyri ntun þó í byggingu göngudeildarhúsnæði. Göngudeild Landspítal- ans hefur skipulagslega nokkra sérstöðu, og hefur verið stjórnað af þriggja manna nefnd sérfræðinga, en ekki af yfirlækni. Jafnframt gildir, að sjúklingar eru bókaðir og skoðaðir af ákveðnum sérfræðingi. í könnuninni kom í Ijós, að meðalvinnutími sérfræðings á göngudeild er þrjár klukku- stundir á viku. Á göngudeild Landspítalans gilda reglur um val sjúklinga á göngudeild: a. Sjúklingar, sem þarfnast sérstakrar fram- haldsmeðferðar eftir dvöl á stofnuninni. b Sjúklingar, sem vísað hefur verið til stofnun- arinnar (Landspítalans) og þarfnast með- ferðar eða rannsóknar, sem ekki er aðstaða til að framkvæma annars staðar. c. Sjúklingar sem kennsluefni fyrir stúdenta í læknadeild. d. Sjúklingar, sem valdir eru til rannsókna í vísindalegum tilgangi. Langflestir sjúklingar, sem koma til eftirlits á göngudeild, falla undir lið a. Allstór hópur fellur undir lið b, en sárafáir undir hina liðina. Þróunin hefur orðið sú, að langtímameðferð sjúklinga með langvinna sjúkdóma, verður æ stærri þáttur. í könnun, sem gerð var fyrir einni viku á göngudeildinni, kom fram, að 50 % sjúklinga hafa verið lengur en eitt ár við-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.