Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1983, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 15.01.1983, Blaðsíða 9
LÆKNABLADID 5 fremur var grennslast fyrir um afdrif þeirra sjúklinga, sem greindust meö illkynja æxli á tímabilinu. Fyrsta ár tímabilsins voru röntgenskoðanir yfirleitt gerðar með innhellingu á venjulegan hátt og loftinndælingu á eftir ef ástæða þótti til. Fjögur seinni árin var tvíkontrast skoðun með skuggaefni og lofti alltaf gerð, ef ekkert mælti gegn því (13). Sjúklingahóþurinn varð þannig til, að læknir óskaði eftir röntgen- skoðun á grundvelli sjúkdómseinkenna. Við flokkun röntgreininga í töflum er stuðst við tölvuskrá, sem gefur upþlýsingar um rann- sókn og rannsóknarniðurstöðu. Flestar grein- ingar, sem leiða til skráningar í Krabbameins- skrá, eru gerðar með meinvefjafræðilegum aðferðum, þ.e. skoðun á sýnum, heilum líffær- um eða hlutum þeirra. í nokkrum tilfellum eru greiningar í Krabbameinsskrá með minni ná- kvæmni. NIÐURSTÖÐUR í íslensku Krabbameinsskrána 1975-1979 að báðum árum meðtöldum eru skráðir 296 sjúklingar með krabbamein í ristli og enda- þarmi (tafla 1). I>ar af komu 103 til skoðunar á ristli á Röntgendeild Borgarsþítalans, eða 34.8 % þeirra, sem greindust á tímabilinu. 8 höfðu skráð krabbamein í ristli einu eða fleiri almanaksárum áður en þeir komu fyrst til skoðunar á tímabilinu. Voru 95 skráðir sama almanaksár og þeir komu fyrst til skoðunar eða síðar. Árin 1975-1979 komu 2.968 einstakl- ingar í 3.385 skoðanir á Röntgendeild Borgar- sþítalans að báðum árum meðtöldum (tafla 2). Par af voru 448 skráðir í íslensku Krabba- meinsskrána, eða 15.1 % þeirra, sem til skoðun- ar komu (tafla 3). Voru 149 einstaklingar fyrst skráðir sama almanaksár og skoðun fór fram eða síðar. Sjúklingar, sem skráðir eru með illkynja æxli í ristli sama almanaksár og þeir koma fyrst til skoðuna eða síðar: Alls 95 einstaklingar (tafla 4) eða 3,2 % þeirra, sem til skoðunar koma. Æxli: Æxli var greint hjá 69 sjúklingum við fyrstu skoðun, tveir komu í nýja skoðun sama ár og greindist þá æxli. Þrír komu í nýja skoðun þremur eða fleiri árum eftir fyrstu skoðun og greindist þá æxli, sem skráð var sama ár. Eftir adgerd: Tveir sjúklingar höfðu greinst við skurðaðgerð fyrr á sama ári og þeir komu fyrst til skoðunar. Table 4. Patients entering the cancer registry with colorectal cancer. Table 4.A. Final X-ray diagnosis before cancer registration. All examinations and revision of computer registered X-ray diagnosis. Status post.op. excluded No. patients X-ray diagnosis No. % Normal ............................... 1 1.1 Tumor................................ 79 84.9 Diverticulosis/itis................... 9 9.7 Other, included inadequate ........... 4 4.3 93 100.0

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.