Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1983, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 15.01.1983, Blaðsíða 32
22 69, 22-32, 1983 LÆKNABLAÐID AÐALFUNDUR LÆKNAFÉLAGS ÍSLANDS HALDINN í STYKKISHÓLMI 25. og 26. JÚNÍ1982 FUNDARGERÐ Fundarsetning Formaöur Læknafélags Vesturlands, Sigur- björn Sveinsson, bauð fundarmenn velkomna. Formaöur Læknafélags íslands, Þorvaldur Veigar Guðmundsson, setti fundinn og bauð fulltrúa og gesti velkomna. Gestir fundarins voru: Páll Sigurðsson, ráðu- neytisstjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráð- uneytinu, Arinbjörn Kolbeinsson, formaður Sérfræðingafélags ísl. lækna, Guðjón Magnús- son, aðstoðarlandlæknir og Þóroddur Jónas- son, læknir á Akureyri. Eftirtaldir fulltrúar voru mættir til fundar- ins: Frá Læknafélagi Reykjavíkur: Kristján Bald- vinsson, Stefán B. Matthíasson, Eiríkur Þor- geirsson, Matthías Kjeld, Flaukur Þórðarson, Tryggvi Ásmundsson, Örn Smári Arnaldsson, Lúðvík Ólafsson, Leifur N. Dungal, Atli Árna- son, Sigurður Ö. Hektorsson og Atli Dag- bjartsson. Frá Læknafélagi Vesturlands: Sigur- björn Sveinsson og Kristófer Þorleifsson. Frá Læknafélagi Vestfjarda: Páll Þorsteinsson. Frá Læknafélagi Nord-Vesturlands: Matthías Halldórsson. Frá Læknafélagi Akureyrar: Brynjólfur Ingvarsson, Halldór Halldórsson og Loftur Magnússon. Frá Læknafélagi Nord- Austurlands: Guðmunður Óskarsson. Frá LæknafélagiAusturlands:Pengill Oddsson. Frá Læknafélagi Sudurlands: Brynleifur H. Stein- grímsson. Frá Félagi ísl. lækna í Svípjód: Torfi Magnússon. Frá Félagi ísl. lækna I Bretlandi: Katrín Fjeldsted. Frá stjórn Læknafélags ís- lands: Þorvaldur Veigar Guðmundsson, Sig- urður B. Þorsteinsson, Jón Bjarni Þorsteinsson, Viðar Hjartarson, Ólafur Örn Arnarson, svo og Páll Þórðarson, framkvæmdastjóri læknafé- laganna. Einnig sat fundinn Bjarni Agnarsson sem áheyrnarfulltrúi Félags ungra lækna. Formaður skipaði fundarstjóra, Sigurbjörn Sveinsson, og fundarritara, Stefán B. Matthías- son. Næst minntist formaður félaga, sem látist höfðu frá síðasta aðalfundi, þeirra Ragnheiðar, Skúladóttur, Guðmundar Jóhannessonar, Bergsveins Ólafssonar, Kristjáns K. Víkings- sonar og Halldórs Arinbjarnar. Formaður flutti skýrslu stjórnar, en hún hafði áður verið send fulltrúum. Formaður gat pess, að í skýrsluna vantaði skýrslu starfsmats- nefndar, sem unnið hefði mikið og gott starf. Hann benti á, að undir lið 6 í skýrslunni, undir heitinu »ýmis mál«, hafi bréf til Félags yfir- lækna og Sérfræðingafélags ísl. lækna, senni- lega borizt seint eða ekki vegna mistaka. Töluverðar umræður urðu um skýrslu stjórn- ar. Brynleifur H. Steingrímsson tók fyrstur til máls og ræddi afskipti stjórnar af deilu lækna á Selfossi. Hann taldi skylt að skýra málavöxtu frekar, og gerði pá athugasemd, að stjórn L.í. hefði tekið jákvæða afstöðu til pess, að yfirlæknir Sjúkrahúss Selfoss flyttist yfir á Sjúkrahús Suðarlands, pó að lög mæltu gegn pví, að hans áliti. Brynleifur spurði síðan, hvort stjórn L.í. teldi sig ábyrga gagnvart pví, að pað samkomulag, sem náðist, verði haldið. Formaður svaraði Brynleifi pví, að stjórnin hefði leitað eftir samkomulagi milli deiluaðila, og hefði samkomulag náðst. Hann benti á, að stjórn L.í. hefði komið fram í pessu máli sem sáttasemjari með þeim skyldum, sem pví fylgdi. Örn Smári Arnaldsson pakkaði stjórninni skýrsluna. Hann hvatti til pess, að stjórnin héldi vakandi ályktun frá síðasta aðalfundi um, að lögum um heilbrigðispjónustu yrði breytt þannig, að læknaráðum við sjúkrahús og heilsugæzlustöðvar yrði tryggður fulltrúi í stjórn viðkomandi stofnunar, en núverandi heilbrigðisráðherra hafði neitað að flytja slíka lagabreytingartillögu á Alpingi. Halldór Halldórsson ræddi um fjármögnun orlofsíbúða og gerði fyrirspurn um, hvernig pví máli væri háttað. Páll Þórðarson, fram- kvæmdastjóri, skýrði frá fjármögnun orlofs- húsa.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.