Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.1985, Page 31

Læknablaðið - 15.03.1985, Page 31
LÆKNABLADID 57 til að þær kárínur séu á öðrum spítölum, en þær eru hér ennþá eftir tvo tugi ára. Og enn í dag eru þeir haldnir á laugardagsmorgnum þegar aðrir sofa út eða fara á skíði. Hinn þátturinn i fundunum átti að vera samviskustríð. Enginn er óskeikull, ekki held- ur við á Landakoti. Ef Iíkskurðurinn sýndi, að sjúkdómsgreiningin hafði ekki verið rétt, ef meðferðin hafði ekki skilað þeim árangri, sem til var ætlast, var það reifað á fundi. Fengu menn þá lof eða last eftir því hvernig tekist hafði hverju sinni. Allir voru reynslunni ríkari, en hvað er reynsla?Hún er samsafn af mistökum, sem menn muna og hafa lœrt af. AF DÆMUM GUÐMUNDAR HANNESSONAR Fæst ykkar, sem hér eruð, þekktuð Guðmund Hannesson, en þeir sem nutu kennslu hans, gleyma honum aldrei. Hann var fremstur læknir á íslandi sinni tíð og bestur kennari. »Ekki skuluð þið gera það, piltar mínir, einu sinni gerði ég það,« sagði hann oft og svo kom sagan. Hann vissi, að af engu geta menn lært meira en því, sem miður gekk, ef menn muna það og velta því fyrir sér, hvern veg mætti gera betur. Þetta gerði hann að þeim frábæra lækni, sem hann var. Sumir kirúrgar gera ekki aðgerð, nema þeir séu vissir um að fá góðan árangur. Guðmund- ur Iagði til atlögu, ef hann hélt, að það gæti verið sjúklingi til góðs og tók þá áhættu að spilla statistíkinni hjá sér. Hann hugsaði fyrst um sjúklinginn, síðan um sjálfan sig. Hefðum við nemendur hans ekki vitað, að allt sem hann lagði að hug og hönd, var gert með ágætum, hefðum við getað haldið hann skussa. Hann minntist aldrei á það sem vel hafði gengið — það var ekki umtalsvert — og þessi hafsjór af þekkingu var óhræddur að segjast ekki vita, ef svo stóð á. Nú finnst mér að þessi þáttur fundanna hafi grennst. Ef það er fyrir þá sök, að allt gangi svo vel, að það sé ekki umtalsvert, þá gleðst ég. En sé það vegna hins, að því sé stungið undir stól, sem ekki er til lofs og dýrðar, þá hryggir það mig. AÐ KOMA EFNI TIL SKILA í upphafi voru hverjum fundi ætlaðir þrír stundarfjórðungar. Var hálftími ætlaður til erindisins, en 15 mínútur til umræðu, fyrir- spurna eða gagnrýni. Ef þá var tími afgangs, gat fyrirlesari haldið áfram að ausa af nægtabrunni visku sinnar, en ætíð skyldi hann gefa öðrum tækifæri, til þess að leggja orð i belg. Nú er oft svo, að fyrirlesari fyllir fund- artímann og engin stund verður eftir, ef fundarmenn hefðu eitthvað að segja. Það er ekki minnst um vert þá þjálfun, að vera gagnorður, að leggja niður fyrir sér hvað maður ætlar að segja og hverju maður getur komið frá sér á tilteknum tíma og það þarf und- irbúning. Maður var beðinn að halda erindi. Hann spurði: »Hvað hef ég langan tíma til flutn- ings? Ef hann er ótakmarkaður, get ég byrjað strax. Hafi ég klukkustund, get ég gert það eftir viku, hafi ég hálftíma, þarf ég mánaðar- frest.« Henry Luce, annar stofnanda vikuritsins Time, lagði ofurkapp á að segja fréttir í fáum orðum. Blaðamaður kom til hans með texta, 500 orð. Luce las hann og sagði: »Gott; segðu það í 300 orðum.« Það tókst, en fyrirhafnar- laust var það ekki. Eitt sinn gaf ritstjóri læknatímarits grein- arhöfundum það ráð, að skrifa greinar sínar, eins og þeir ætluðu að senda þær í hraðskeyti til Kína og ættu að borga það sjálfir. Þið sem talið á fjölþjóðamótum, þurfið að gæta ykkar. Tíminn er knappur og áætlun fylgt. Ef þið eruð komin 30 sekúndur fram yfir, er bjöllu hringt og 30 sekúndum síðar er skrúfað fyrir hljóðnemann. Þá er gott að hafa tamið sér gagnyrði. En stundum Iæðist að manni sá grunur, að viðkomandi vilji ekki ljá höggstað á sér og haldi áfram, þar til ekki er lengur háetta á því. GILDI LAUGARDAGSFUNDANNA Nú er mikið um fundahöld, þau tröllríða mörgum stofnunum, þindarlaus vaðall um ekkert og kemur engum að gagni. Ég held, að laugardagsfundir Landakots séu ekki í þeim flokki. Ég tel að þeir hafi skilað miklum fróðleik til fundarmanna og þjálfað þá í skýrri hugsun oggóðri framsetningu. Þeir hafa tengt saman lækna spítalans, unga og gamla. Sérfræðingar í ýmsum greinum hafa kynnst viðhorfum stéttarbræðra sinna á ólíkum sviðum. Og þeir hafa aukið þekkingu Iækn- anna bæði almenna og sérhæfða og þar með orðið til góðs sjúklingum þeirra. Og það er takmark, sem öll ykkar keppa að, að verða góður læknir.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.