Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1985, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 15.03.1985, Blaðsíða 37
LÆKNABLAÐIÐ 1985;71:59-67 59 Aðalfundur Læknafélags íslands haldinn á ísafirði 24. og 25. ágúst 1984 FUNDARGERÐ Aðalfundur Læknafélags fslands 1984 var haldinn á fsafirði dagana 24. og 25. ágúst. Fundurinn hófst kl. 13.00 hinn 24. ágúst með því, að Samúel J. Samúelsson bauð fulltrúa og gesti velkomna til ísafjarðar f.h. Lækna- félags Vestfjarða, sem hafði veg og vanda af undirbúningi fundarins. Fundinn sátu eftirtaldir fulltrúar: Frá Lœknafélagi Reykjavíkur: Árni B. Stefánsson, Guðmundur I. Eyjólfsson, Gunn- ar I. Gunnarsson, Haukar S. Magnússon, Lúðvík Ólafsson, Pétur Lúðvígsson, Stefán B. Matthíasson, Viðar Hjartarson, Vigfús Magnússon, Þórður Harðarson, Þórður Þór- kelsson og Þorkell Bjarnason. Frá Lœ- knafélagi Vesturlands: Sigurbjörn Sveinsson. Frá Lœknafélagi Vestjaröa: Samúel J. Samúelsson. Frá Læknafélagi Norðvestur- lands: Sigursteinn Guðmundsson. Frá Lœ- knafelagi Akureyrar: Brynjólfur Ingvarsson, Hjálmar Freysteinsson og Júlíus Gestsson. Frá Læknafélagi Norðausturlands: Ingimar S. Hjálmarsson. Frá Læknafélagi Austur- lands: Stefán Þórarinsson. Frá Læknafélagi Suðurlands: Arnór Egilsson. Frá F.Í.L.Í.S.: Sveinn Magnússon. Enginn fulltrúi var frá F.Í.L.Í.B., F.Í.L.Í.N.A. og F.Í.L.Í.Þ.Ý. Úr aðalstjórn Læknafélags íslands sátu fundinn: Þorvaldur Veigar Guðmundsson, formaður, Halldór Steinsen, varaformaður, Kristján Eyjólfsson, ritari, Jón Bjarni Þorsteinsson, gjaldkeri, Kristófer Þorleifsson, Finnbogi Jakobsson og Ólafur Z. Ólafsson meðstjórnendur. Haukur Þórðarson var erlendis. Einnig sátu fundinn Páll Þórðarson, framkvstj. læknafélaganna og Friðrik Karlsson, framkvstj. Domus Medica. Þorvaldur Veigar Guðmundsson, formaður L.Í., setti síðan fundinn og bauð sérstaklega velkomna gesti, sem voru Matthias Bjarnason, heilbrigðismálaráð- herra, Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri heilbrigðismálaráðuneytis, Ólafur Ólafsson, landlæknir, Sigurður S. Magnússon, verð- andi forseti læknadeildar, Jón H. Alfreðsson, formaður Sérfræðingafélags lækna, Ólafur F. Mixa, formaður Félags íslenzkra heimilis- Iækna, Margrét Oddsdóttir, fulltrúi F.U.L., og Pétur Pétursson, héraðslæknir Vestfjarða. Formaður gaf síðan Matthíasi Bjarnasyni, heilbrigðismálaráðherra, orðið. Matthías greindi í upphafi máls síns frá niðurstöðum nefndar, sem skipuð hafði verið af ráðuneytinu til að áætla læknaþörf á íslandi fram til aldamóta. Þar kom fram, að miðað við forsendur nefndarinnar yrðu lækn- ar á íslandi 1654 um aldamót. Væri þó óljóst, hvað þessir læknar ættu að gera og hvort þjóðin hefði efni á að láta þá starfa, en landlæknisembættinu yrði falið að athuga þessi mál nánar. Um heilsugæzluna í landinu sagði Matthías, að þar hefði markvisst uppbygg- ingarstarf verið unnið, og heilsugæzlustöðva- fyrirkomulagið hefði sýnt gildi sitt. Þá sagði hann útgjöld vegna heilbrigðismála hérlendis vera með því hæsta, sem gerðist í Evrópu. Hann ræddi síðan nokkuð um niðurskurð á fjárlögum til heilbrigðismála, sem orðið hefði á sl. ári, og þær ráðstafanir, sem gripið var til. Hann kvað litla mótstöðu vera gegn þeim hjá fólki úti á landsbyggðinni. Ákveðið hefði verið að festa kaup á tæki til hjartaþræðinga og koma upp undirbúningsaðbúnaði fyrir hjartaskurðlækningar. Nýlega hefði nefnd um hjartaskurðlækningar skilaði áliti og væri komið að ákvarðanatöku um það mál. Ættu hjartaskurðlækningar að geta hafist hér á landi eigi síðar en 1986, það væri fjárhagslega hagkvæmt og þjóðhagslega ákjósanlegt. Hjartaþræðingaaðstaða yrði tilbúin um eða eftir næstu áramót. Um fjárlög 1985 sagði Matthías m.a., að vegna minnkaðrar þjóðarframleiðslu mundu fjárveitingar til heilbrigðismála á næsta ári ekki aukast, en forðast yrði frekari samdrátt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.