Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.1986, Side 8

Læknablaðið - 15.05.1986, Side 8
120 1986; 72; 120-5 LÆKNABLAÐIÐ HEIÐURSFÉLAGAR LÆKNAFÉLAGS REYKJAVÍKUR Á fundi stjórnar Læknafélags Reykjavíkur þann 13. febrúar 1986 voru Snorri Páll Snorrason og Þórarinn Guðnason kjörnir heiðursféiagar L.R. Kjörið var kynnt á aðalfundi félagsins 12. mars eins og félagslög gera ráð fyrir. Þeim voru afhent heiðursskjöl kjörinu til staðfestingar við athöfn í Domus Medica 14. mars síðastliðinn. Formaður L.R., Kristján Baldvinsson flutti ávarp og Örn Bjarnason og Guðmundur I. Eyjólfsson ávörpuðu hina nýkjörnu heiðursfélaga. Fara ávörp þeirra hér á eftir. ÁVARP KRISTJÁNS BALDVINSSONAR Góðir gestir. Fyrir hönd stjórnar L.R. býð ég ykkur öll hjartanlega velkomin. Tilefni þessarar samkomu er það, að á fundi stjórnar og meðstjórnar L.R. þann 13. febrúar sl., var einróma samþykkt að gera læknana Snorra Pál Snorrason og Þórarin Guðnason að heiðursfélögum L.R. fyrir frábært framlag til félagsmála lækna og ís- lenskrar læknisfræði á undanförnum ára- tugum. Ég átti því láni að fagna að kynnast þeim báðum á stúdentsárum mínum og hefi síðan talið þá einhverja mestu heiðursmenn ís- lenskrar læknastéttar. Báðir eru þeir gæddir þeim fágæta hæfileika að geta kennt, leiðrétt og jafnvel sett ofan í við menn án þess að særa þá. Af framkomu þeirra mátti ekki síður læra en orðum. Mér kemur í hug setning frá Laó tse: »Hinn virtri starfar án strits og kennir án orða.« Hér á eftir verða hinir nýju heiðursfélagar ávarpaðir, hvor fyrir sig og afhent heiðurs- skjöl. Örn Bjarnason mun ávarpa Snorra Páll Snorrason og Guðmundur Eyjólfsson Þórarin Guðnason.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.