Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1986, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 15.05.1986, Blaðsíða 8
120 1986; 72; 120-5 LÆKNABLAÐIÐ HEIÐURSFÉLAGAR LÆKNAFÉLAGS REYKJAVÍKUR Á fundi stjórnar Læknafélags Reykjavíkur þann 13. febrúar 1986 voru Snorri Páll Snorrason og Þórarinn Guðnason kjörnir heiðursféiagar L.R. Kjörið var kynnt á aðalfundi félagsins 12. mars eins og félagslög gera ráð fyrir. Þeim voru afhent heiðursskjöl kjörinu til staðfestingar við athöfn í Domus Medica 14. mars síðastliðinn. Formaður L.R., Kristján Baldvinsson flutti ávarp og Örn Bjarnason og Guðmundur I. Eyjólfsson ávörpuðu hina nýkjörnu heiðursfélaga. Fara ávörp þeirra hér á eftir. ÁVARP KRISTJÁNS BALDVINSSONAR Góðir gestir. Fyrir hönd stjórnar L.R. býð ég ykkur öll hjartanlega velkomin. Tilefni þessarar samkomu er það, að á fundi stjórnar og meðstjórnar L.R. þann 13. febrúar sl., var einróma samþykkt að gera læknana Snorra Pál Snorrason og Þórarin Guðnason að heiðursfélögum L.R. fyrir frábært framlag til félagsmála lækna og ís- lenskrar læknisfræði á undanförnum ára- tugum. Ég átti því láni að fagna að kynnast þeim báðum á stúdentsárum mínum og hefi síðan talið þá einhverja mestu heiðursmenn ís- lenskrar læknastéttar. Báðir eru þeir gæddir þeim fágæta hæfileika að geta kennt, leiðrétt og jafnvel sett ofan í við menn án þess að særa þá. Af framkomu þeirra mátti ekki síður læra en orðum. Mér kemur í hug setning frá Laó tse: »Hinn virtri starfar án strits og kennir án orða.« Hér á eftir verða hinir nýju heiðursfélagar ávarpaðir, hvor fyrir sig og afhent heiðurs- skjöl. Örn Bjarnason mun ávarpa Snorra Páll Snorrason og Guðmundur Eyjólfsson Þórarin Guðnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.