Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1986, Síða 53

Læknablaðið - 15.05.1986, Síða 53
LÆKNABLAÐIÐ 149 SKÝRSLA ORLOFSNEFNDAR íbúð læknafélaganna á Akureyri og or- lofshúsin í Brekkuskógi í Biskupstungum njóta vaxandi vinsælda meðal lækna. Þótt leigugjöld hafi hækkað verulega, voru þau þó mun lægri en hjá BHM. Þar sem leigu- gjöldin standa ekki undir kostnaði, hefur verið ákveðið, að í Brekkuskógi verði lín framvegis ekki innifalið leigunni, en hægt verði að fá það leigt gegn sérstöku gjaldi. Nú i febrúar var gengið frá kaupum á orlofsíbúð í Reykjavík, en það er í samræmi við ályktanir aðalfunda L.í. Um er að ræða 4ra herbergja íbúð í fjölbýlishúsi í Ljós- heimum 22. íbúðin verður afhent í sumar og verður tilbúin til útleigu í haust. Útleiga íbúðarinnar verður með svipuðu sniði og útleiga íbúðarinnar á Akureyri. Einnig er hugsanlegt að hýsa þar erlenda gesti, sem hingað koma á vegum læknaféla- ganna eða annarra aðila í þágu lækna. Þá er einnig hugsanlegt að halda þar fundi og minni háttar ráðstefnur. Læknafélögunum hefur boðist til kaups sumarbústaður við Hreðavatn í Borgarfirði. Landfræðilega er staðsetning hans heppileg, en athugun málsins er enn á frumstigi og engar skuldbindingar hafa verið gerðar. (J.S.) SKÝRSLA SAMNINGANEFNDAR SÉRFRÆÐINGA UTAN SJÚKRAHÚSA Þann 1. júní sl. tók gildi nýr samningur um sérfræðilæknishjálp utan sjúkrahúsa, sem gildir til 1. maí 1987. í nóvember sl. taldi samninganefnd sjúkratrygginga, að hækkun vegna nýrrar gjaldskrár hefði orðið mun meiri en forsend- ur þeirra hefðu gert ráð fyrir. Þetta átti við um háls-, nef- og eyrnarlækna, augnlækna, húðlækna, endurhæfingarlækna, svæfingar- lækna, taugasjúkdómalækna og síðar bætti T.R. rannsóknarlæknum í þennan hóp. í framhaldi af þessu ákvað T.R. einhliða að greiða þessum sérfræðingum reikninga þeirra með ákveðnu »þaki«. Vegna þessa sögðu flestir sérfræðingar í ofangreindum hópum upp samningum við sjúkratryggingarnar frá og með 1. maí n.k. Fjölmennur fundur sérfræðinga fordæmdi þessar aðgerðir T.R., en fól samninganefnd að ganga til samninga um að samræma betur kjör sérfræðinga hinna ýmsu greina, lækka þá, sem að mati nefndarinnar hefði óeðlilega háar tekjur, en hækka aðra (t.d. barna- lækna), sem ekki hefðu einu sinni náð þeirri hækkun, sem T.R. gerði ráð fyrir. Samn- ingar hafa síðan staðið yfir og miðað nokk- uð, þótt ekki sé séð fyrir endann á þeim þegar þetta er ritað. (T.Á.) í lok síðasta árs lögðu samninganefndir fram kröfugerðir um nýja samninga sjúkrahús- lækna, fastráðinna lækna og heimilislækna utan heilugæzlustöðva, en samningavið- ræður eru ekki hafnar að neinu marki. (P.Þ.). SKÝRSLA NÁMSKEIÐS- OG FRÆÐSLUNEFNDAR Helztu störf nefndarinnar voru, eins og und- anfarin ár, undirbúningur haustnámskeiðs, sem haldið var dagana 23. til 27. september 1985. Að þessu sinni voru aðalefni þingsins öldrunarlækningar og barnalækningar.Tveir erlendir fyrirlesarar héldu erindi á þessum hluta námskeiðsins í boði fræðslunefndar. Þá voru á námskeiðinu flutt á þriðja tug frjálsra erinda og tekin var upp sú nýbreytni að gefa mönnum kost á spjaldsýningum (posters). Gafst það mjög vel og bárust 12 spjöld til sýningar. Námskeiðið var vel sótt af læknum, en einnig virðist það færast í vöxt, að hjúkr- unarfræðingar og aðrar heilbrigðisstéttir sæki haustnámskeiðið. Af öðrum störfum fræðslunefndar má nefna fjárstuðning við sérgreina- og svæða- félög vegna fyrirlestra og námskeiðahalda eins og áður hefur verið. Fræðslunefnd hefur einnig í vaxandi mæli á þessu ári haft samvinnu við endurmennt- unarnefnd Háskóla íslands um námskeiða- hald. Á árinu voru í samvinnu við endur- menntunarnefnd H.í. haldin þrjú námskeið ætluð læknum, tvö um tölfræði og eitt um grundvallaratriði ónæmisfræði, einnig í sam- vinnu við Ónæmisfræðifélag íslands. Magnús Jóhannsson hefur verið aðaltengi- liður nefndarinnar við endurmenntunar- nefnd H.í. Er vonandi, að áframhald verði á góðu samstarfi við þá nefnd í framtíðinni. Um þessar mundir er fræðslunefnd að undirbúa námskeið um stjórnun fyrir lækna, sem haldið verður um miðjan marz. Er það hugsað sem undirbúningsnámskeið undir frekara stjórnunarnámskeið í tengslum við haustnámskeið læknafélaganna. (P.L.).

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.