Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1987, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 15.02.1987, Blaðsíða 10
40 LÆKNABLAÐIÐ afsaka það. Ég skrifa flest án þess að gjöra neitt uppkast á pappír, sem ekki leyfir neinar breytingar.« Tíminn er dýrmætur fyrir lækni í önnum. Efni og skipulag Niðurröðun efnis Lbl. er í föstum skorðum frá upphafi. Hvert tölublað hefst á efnismikilli grein, sem mætti nefna »aðalgrein«. Þar á eftir taka við styttri greinar um breytileg efni, efni augnabliksins. Nýjungar úr bókum eða starfi G.H. og annarra. Nánari umræða eða framhald efnis, sem þegar hefur verið hreyft, eða hluti af greinaröð, sem hefur þótt of löng fyrir eitt tölublað. Til dæmis ritar G.H. um algengustu augnsjúkdóma í tvo síðustu árgangana, alls tuttugu og þrjár blaðsíður, en þær skiptast á átta tölublöð. Þess er vandlega gætt að efni hvers tölublaðs verði sem fjölbreyttast. Efni Lbl. er mjög, eða öllu heldur ótrúlega fjölbreytt. Menn fá ekki glögga hugmynd um það nema með því að lesa blaðið sjálft eða a.m.k. þau efnisyfirlit, sem hverjum árgangi fylgja. í grófum dráttum má skipta efni blaðsins í fjóra flokka: 1. Læknisfræði, greining og meðferð sjúkdóma, gangur þeirra og tíðni. 2. Fyrirkomulag og framkvæmd heilbrigðisþjónustu. 3. Staða lækna í samfélaginu, hlutverk þeirra, réttindi og skyldur. Laun þeirra, gjaldskrá og bókhald. 4. Menntun lækna, grunnmenntun, endurmenntun, símenntun. Tillögur til úrbóta. Þessi skipting í flokka er þó ekki nákvæm. Bæði er að nokkur skörun á sér stað milli flokka og líka hitt, að talsverðu af efninu verður ekki skipað í neinn þeirra. Þá skal nokkuð fjallað um þessa flokka, hvern fyrir sig. 1. Lœknisfrœði fær stærsta hlutann svo sem eðlilegt er. Þar skiptast á langar greinar eða greinaraðir, sem virðast undirbúnar og samdar sem aðalgreinar, og styttri ritsmíðar. Af löngum greinum má nefna: Garnastífla (ileus). Löng ritgerð, þar sem raktar eru ástæður, greining og meðferð að þeirra tíðar hætti. Þetta er einstaklega skipuleg og rökrétt grein, sem hverri kennslubók væri sómi að svo langt sem hún nær. En óvíða kemur munur á rannsóknamöguleikum þá og nú skarpar fram en í þessari ritsmíð. Berklaveikin. Ritgerð þar sem rædd er smithætta, smitgát, sótthreinsun, einangrun berklasjúklinga, dagleg umhirða þeirra og viðurværi. Hæli fyrir berklasjúklinga eru að sjálfsögðu engin á þessum árum, en höfundur leggur mikla áherzlu á nauðsyn þess að koma þeim upp. Grein þessi er fyrst og fremst samin vegna laga um varnir gegn berklaveiki, sem þá eru að ganga í gildi. Algengustu augnsjúkdómar. Þetta er lengsta greinaröð í Lbl., (tuttugu og þrjár blaðsíður, sem fyrr segir) og ber vitni um áhuga G.H. á þessum sjúkdómum og dvöl hans á augndeildum í Kaupmannahöfn. Þær greinar, sem hér hafa verið nefndar eru allar ritaðar af Guðmundi Hannessyni. Barnadauði á íslandi. Mjög efnismikil ritgerð eftir Steingrím Matthíasson, sem kom í þrennu lagi í 2. árgangi Lbl. Hún er nokkuð annars eðlis og byggð á annan hátt en aðrar greinar í Lbl. Hér er tekinn til athugunar barnadauði á íslandi árin 1841-1900, þ.e. fjöldi barna, sem hafa dáið innan árs og innan fimm ára frá fœðingu. Höfundur leitar heimilda um ungbarnadauða hér á landi áður og í mörgum öðrum löndum á mismunandi tímum. Tölur þessar eru síðan bornar saman og sýndar með línuritum og stöpulritum. Reynt er að sýna fram á samband milli barnadauða og farsótta og loks ræddar leiðir til að lækka dánartölu ungbarna hér. Öll er þessi grein mjög merkileg, bæði um söfnun heimilda og umfjöllun þeirra. Hún birtist í blaðinu innan árs frá því Steingrímur lauk prófi við Háskólann í Kaupmannahöfn og mér finnst ekki ólíklegt að hún sé a.m.k. að einhverju leyti samin þar. Það dregur á engan hátt úr mikilvægi þessarar ritgerðar og hún er í fullu gildi enn í dag. Enda fær hún heiðurssess sem aðalgrein í þrjú blöð í röð, en annars virðist venjan sú að framhald aðalgreinar kemur síðar í seinni blöðum, ef um framhald er að ræða. Margar smærri greinar spretta beint af daglegri reynslu G.H., sem er honum hugstæð í augnablikinu. Sem dæmi má nefna grein um »Laryngitis submucosa (oedema glottidis)«. Hún virðist koma af því tilefni að sjúklingur deyr skyndilega af þessum sjúkdómi á sjúkrahúsinu á Akureyri hjá G.H. Honum hefur að vonum orðið mikið um þetta og hann hefur farið að kynna sér sem flest um þennan sjúkdóm. Árangurinn verður ágæt ritgerð um einkenni, greiningu og meðferð á oedema glottidis acuta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.