Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.1988, Side 14

Læknablaðið - 15.03.1988, Side 14
Ho-ANTAGONISTI GEGN SÁRAMYNDUN í MA'iA OG SKEIFUGÖRN PEPCIDIN (famotidin, MSD) PEPCIDIN* (famotidin, MSD) er nýr, mjög virkur, langverkandi histamin H2-viötaka antagonisti (mótlyf). PEPCIDIN verkar fljótt og tengist H2-viðtæki á sérhæfan hátt. PEPCIDIN dregur úr sýru- og pepsíninnihaldi, svo og rúmmáli, magaseytis. PEPCIDIN mildar verki af völdum sára í efri meltingarvegi yfirleitt innan viku frá upphafi meðferðar og minnkar seytingu magasýru með aðeins einum skammti af lyfinu fyrir svefn. PEPCIDIN er mjög virkt lyf i meðferð á skeifugarnasári, góðkynja magasári og þegar ofseyting magasýru á sér stað, t.d. Zollinger-Ellison syndrome. Lyfið er einnig virkt þegar æskilegt er að draga úr magaseytisframleiðslu af öðrum ástæðum. PEPCIDIN er einnig mjög virkt til að hindra endurmyndun skeifugarnasára. ABENDINGAR 1. Skeifugamasár. 2. Magasár, góðkynja. 3. Ofseytisástand. t.d. Zollinger-Ellison syndrome. SKAMMTASTÆRÐIR TÖFLUR SKEIFUGARNASÁR Upphafsmeðferð: Ráðlagður skammtur er ein tafla, 40 mg, að kvöldi. Fulla meðferð skal gefa i 4-8 vikur en með- ferð má stytta ef við speglun á efri meltingarvegi kemur í Ijós að sár er gróið. Flest skeifugama- sár gróa innan 4ra vikna með ofangreindum skömmtum. Sár sem ekki gróa á 4 vikum er æski- legt að meðhöndla 4 vikur i viðbót Viöhaldsmeðferð: Til að hindra endurmyndun á skeifugarnasárum er ráðlagt að gefa PEPCIDIN 20 mg töflur dag- lega fyrir svefn. MAGASÁR, GÓÐKYNJA Ráðlagt er að gefa PEPCIDIN 40 mg daglega að kvöldi. Meðferö í 4-8 vikur er æskileg, sem þó má stytta ef við speglun af efri meltingarvegi kemur í Ijós að sárið er gróið. ZOLLINGER-ELLISON SYNDROME Byrjunarskammtur fyrir nýja sjúklinga er 20 mg á 6 klst. fresti. Skammtastærðir skal ákvarða eftir þörfum hvers og eins. Allt að 480 mg á dag hefur veriö gefiö i 1 ár án þess að aukaverkanir hafi komið fram. Við gjöf lyfsins í þetta langan tíma hefur ekki reynst nauðsynlegt aö auka skammta. Sjúklingum sem eru i meðferð á öðrum H2-antagonistum má skipta beint yfir á PEPCIDIN, og gefa stæm skammta en nýjum sjúklingum. Skammtastærðir skal þá ákvaröa eftir þörfum hvers og eins og taka skal mið al fyrri skammtastærð. STUNGULYFSSTOFN/ INNRENNSLISSTOFN Pegar nauðsynlegt er að minnka magasýruframleiðslu t.d. i blæðingu frá efri meltingarvegi og þegar gjöf lyfsins um munn er ekki æskileg má gefa PEPCIDIN i bláæð, 20 mg á ekki minna en 2 mínútum, siðan 20 mg í dreypi (infusion) á 30 mínútum. gefið á 12 klst. fresti. Hvert hettuglas inniheldur 20 mg famotidin. Sé lyliðgefið í æð (iv) skal innihaldið leyst í 5 ml af hæfilegum leysi. Sé lyfið gefið i dreypi skal leysa innihaldið í 100 ml af leysi. Gjöf lyfsins i bláæð skal hætt og breytt í lyfjagjöf um munn svo fljótt sem mögulegt þykir. FRÁBENDINGAR Það eru engar þekktar frábendingar við notkun PEPCIDIN. Ekki er þó hægt að útiloka mögu- leikann á ofnæmi. Ef það kemur fram skal hætta notkun lyfsins. VARÚÐ ÆXLII MAGA: Rétt er að útiloka að æxli i maga sé fyrir hendi við upphaf meðferðar á magasán með PEPCID- IN. Einkenni geta minnkað eöa horfið við meðferð með PEPCIDIN þrátt fyrir að illkynja æxli sé i maga. NÝRNABILUN: Þar sem PEPCIDIN skilst út aðallega um nýru þarf að gæta sórstakrar varúðar þegar sjúklingar með skerta nýrnastarfsemi eiga i hlut. Rétt er að minnka dagskammt ef kreatinin-hreinsun reynist 30 ml/mín. eða minni. VANFÆRAR OG MJÓLKANDI KONUR: Ekki er ráðlagt að gefa vanfærum eða mjólkandi konum lyfið nema brýn ástæða sé til. Ekki er fullvitað hvort PEPCIDIN kemur fram í móðurmjólk. Sé nauðsynlegt að gefa lyfið mjólkandi konum er æskilegt að þær hætti brjóstagjöf. BÓRN: PEPCIDIN er ekki ætlað bömum. (Famotidin, MSD) ELDRA FÓLK: Ekki hefur verið hægt að sýna fram á aukna tíðni aukaverkana hjá eldra fólki. Ekki þarf að breyta skömmtum hjá eldra fólki. MILLIVERKANIR Engar milliverkanir eru þekktar. PEPCIDIN hefur ekki áhrif á sýtókróm P-450 ensimkerfið i lifur og hefur þar af leiðandi ekki áhrif á niðurbrot lyfja eins og warfarín, teófyllín, fenýtóin, díasep- am, amínópýrin og antípýrín sem brotna niður í þessu kerfi. Ekki hefur verið hægt að sýna fram á breytingu i bloðflæði i lifur við notkun þessa lyfs (index: indócýanín-grænt). AUKAVERKANIR PEPCIDIN hefur reynst þolast vel. Höfuðverkur. svimi, hægðatregða og niðurgangur getur komið fyrir. Enn fremur er lýst. en sjaldnar, munnþurrki. ógleði og/eða uppköstum, útbrotum, kviðarholsóþægindum (þani), lystarleysi og þreytu. PAKKNINGAR TÖFLUR 20 mg: 30 stk. (þynnupakkað); 100 stk. (þynnupakkað). TÖFLUR 40 mg: 10 stk. (þynnupakkað); 30 stk. (þynnupakkað). STUNGULYFSSTOFN/INNRENNSLISSTOFN: hgl. 20 mg x 5. LYFJAFORMIÐ MA LEYSA UPP I: Jafnþrýstnu saltvatni 5-20% glúkósulausn 5% frúktósulausn Vatni til innspýtingar ÚTLIT PEPCIDIN töflur 20 mg: Ferkantaðar grábrúnar, merki MSD 963. PEPCIDIN töflur 40 mg: Ferkantaðar Ijósbrúnar, merki MSD 964. ÁGÚST 1987. ‘Skrásett vörumerki Merck & Co., Inc. IPC-PCD-MF-0686 1 TAFLA AÐ KVOLDI GEGN MAGASÁRI NÁNARIUPPLÝSINGAR: FARMASÍA HF. Pósthólf 5460 • 125 Reykjavík Sími: 25933 MSD

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.