Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.1988, Qupperneq 23

Læknablaðið - 15.03.1988, Qupperneq 23
LÆKNABLAÐIÐ 87 voru 28, það er 23 karlar og 5 konur. Börn voru aðeins tvö og bæði eins árs. Meðalaldur var 52 ár. Elsti sjúklingurinn var 81 árs. Að frádregnum börnum var meðalaldur 56 ár. í helmingi tilfella var um fall að ræða. Umferðarslys voru mjög fá, eða aðeins fjögur. Aðeins níu sjúklingar (32%) voru með höfuðkúpubrot. Innkýld brot voru engin og aðrir áverkar engir. Aðeins fáir virtust hafa misst meðvitund við slysið en erfitt að fá um það áreiðanlegar upplýsingar. Við komu var meðvitundarástand oftast gott eða sæmilegt og enginn var í dái eða dauðadái. Sjúklingar komu yfirleitt seint og aðeins þrír á fyrsta sólarhringnum, en 23 á næstu 20 dögum (82%). Komu því 26 (93%) innan þriggja vikna og aðeins tveir eftir þann tíma. Heilaæðamyndataka var gerð í öllum tilfellum nema einu. Það var kornabarn, sem meðhöndlað var með ástungum (subdural). Aðgerð var gerð á öllum sjúklingum (ástunga í einu tilfelli). Á fyrsta sólarhringnum eftir komu voru gerðar 24 aðgerðir, þar af tvær á fyrstu fjórum klukkustundunum. Batahorfur virðast góðar. Fékk 21 sjúklingur ágætan bata og tveir góðan, samtals 23 (82%). Fimm fengu lélegan bata en enginn dó. Hœgfara innanbastsblæðing. Með hægfara innanbastsblæðingu voru 25 manns, 15 karlar og 10 konur (40%), sem er hæsta hlutfall kvenna meðal áverkategunda. Ekkert barn var með slíka blæðingu. Meðalaldur var 58 ár og er það sjálfsagt þeim undrunarefni sem hafa talið að þessi sjúkdómur væri fyrst og fremst í »gömlu« fólki, sem komið væri með heilarýrnun. Yngsti sjúklingurinn var 16 ára og sá elsti 87 ára. Aðeins einn sjúklingur var með brot á höfuðkúpu (innkýlt). Aðrir áverkar voru engir. Sárafáir höfðu misst meðvitund við slysið og næstum allir voru við sæmilega eða góða meðvitund við komu. Eins og nærri má geta komu nær allir eða 23 (92%), eftir að fyrsti sólarhringurinn var liðinn og 19 af þessum 25 (76%) eftir meira en þrjár vikur. Heilaæðamyndataka var gerð á öllum sjúklingum og aðgerð var einnig gerð á þeim öllum. Batahorfur eru mjög góðar. Allir nema tveir hlutu ágætan eða góðan bata (92%), einn lélegan og einn dó. Sá lagðist upphaflega inn með útbreitt heilamar. Aðgerð var gerð 17 dögum síðar vegna hægfara innanbastsblæðingar. Staðbundið heilamar og/eða blœðing í heila. í þessum hópi voru 68 sjúklingar, 54 karlar og 14 konur. Börn voru allmörg, eða 10 (15%). Algengustu orsakir voru umferðarslys og fall. Höfuðkúpubrot voru 59, þar af 29 sinnum innkýld, eða í nær helmingi tilfella. í þessum hópi voru nær allir skotáverkar i könnuninni (12 af 13), en einn sjúklingur með skotáverka hlaut ekki alvarlega heilaáverka og ekki höfuðkúpubrot, þótt hann legðist inn á gjörgæsludeild. Aðrir áverkar, til viðbótar höfuðáverkunum, voru í 29 tilfellum (43%). Meirihluti sjúklinga hafði misst meðvitund. Við komu voru 18 sjúklingar í dái eða dauðadái (26%) en 50 í betra meðvitundarástandi. Innan 24 klukkustunda komu 55 sjúklingar (81%), þar af 37 á fyrsta klukkutímanum. Heilaæðamyndataka var gerð á 35 sjúklingum og aðgerðir á 47, 24 eftir æðamyndatöku og 23 án slíkrar rannsóknar. Leiddu 11 æðamyndatökur þannig ekki til aðgerðar. Gert var við 23 innkýld brot án æðamyndatöku. Engin aðgerð var gerð á 21 sjúklingi. Á 34 sjúklingum var aðgerðin gerð innan sólarhrings, þar af 23 innan 24 klukkustunda. Batahorfur eru sæmilegar. Náðu 40 sjúklingar (59%) ágætum eða góðum bata, en 10 lélegum (15%). Átján sjúklingar dóu. Innkýld brot í þessum 68 manna hópi voru 29, þar í innifaldir 12 skotáverkar, eins og áður segir. Lokaðir áverkar voru því 39. Voru 30 þeirra með höfuðkúpubrot (sprungu). Tuttugu og þrír af þeim náðu ágætum eða góðum bata (59%), 6 lélegum og 10 dóu. Um afleiðingar skotáverka hefur áður verið rætt (4). Útbreitt heilamar. Með útbreiddu heilamari (diffuse brain injury) er átt við það sem áður var kallað heilastofnsáverki, en áverkinn er útbreiddur í heilanum (diffuse axional lesion) nema þegar um beina afleiðingu af þrýstingi er að ræða (9, 13-17). Þetta voru 32 sjúklingar, þar af 12 börn (38%). Umferðarslys voru hlutfallslega óvenju mörg, en þau voru 26 (81%). Aðeins fjórir höfðu dottið. Nítján voru með höfuðkúpubrot, þar af eitt innkýlt. Aðrir áverkar voru hlutfallslega oft, í 21 skipti (66%) og var það hæst hlutfall slíka áverka I könnuninni. Allir nema sjö höfðu misst meðvitund við slysið. Við komu voru 23 sjúklingar (72%) í dái eða dauðadái en aðrir í betra ástandi. Innan 24 klukkustunda komu 27, þar af 24 innan fjögurra klukkustunda. í 21 tilfelli var gerð æðamyndataka, en aðgerð aðeins á sex

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.