Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.1988, Page 29

Læknablaðið - 15.03.1988, Page 29
LÆKNABLAÐiÐ 1988; 74; 93-5 93 Jón Þorgeir Hallgrímsson, Gunnlaugur Snædal KEISARASKURÐIR Á ÍSLANDI ÁRIN 1920-1929 Sögulegt yfirlit - II. grein INNGANGUR Eins og fram kom í fyrstu grein voru gerðir þrír keisaraskurður á íslandi frá árunum 1865 til og með 1911. Síðan liðu 9 ár og hefur ekki tekist að finna neinn keisaraskurð í rituðum heimildum þessi ár. Frá 1920 til 1929 voru gerðir 13 keisaraskurðir á landinu og af þeim er fjögurra ekki getið í heilbrigðisskýrslum. Þessar aðgerðir voru gerðar á Akureyri, í Reykjavik, Vestmannaeyjum og á ísafirði, svo sem nú skal greint frá. ÁRIN 1920 TIL 1924 í heilbrigðisskýrslum ársins 1920 finnast engar upplýsingar um keisaraskurð, en við skoðun á aðgerðaskrám St. Jósefsspítala, Landakoti, kom í ljós, að Matthías Einarsson gerði eina slíka aðgerð vegna grindarþrengsla 1. janúar það ár hjá 27 ára gamalli konu (1). Konan lést á sjötta degi eftir aðgerð, en barns er ekki getið. Frekari upplýsinga hefur ekki verið unnt að afla, þar eð ekki liggja fyrir sjúkraskrár frá spítalanum frá þessum árum. Árið 1921 gerði Steingrímur Matthíasson keisaraskurð á Akureyri á dvergvaxinni konu með mikla þvageggjahvítu og bjúg, en hún var flutt þangað á mótorbát frá Siglufirði. Höfðu hríðir byrjað á leiðinni, en útvíkkun var litil er hún kom til Akureyrar. í sjöunda tölublaði sjöunda árgangs Læknablaðsins frá júlí 1921 (bls. 105) er fundargerð frá 28. júní það ár, þar sem þess er getið, að Steingrímur hafi flutt erindi um Sectio Cæsarea, sem hann nýskeð hafði gert (2). Samkvæmt þessari fundargerð kvað Steingrímur »skurðinn ótrúlega einfaldan og sæmilegum læknum engin vorkunn að gera hann«. Segir hann frá notkun pituitríns, bæði fyrir og eftir aðgerð og að hætta á sýkingu sé ekki mjög mikil. Ekki verður annað séð en að móðir og barn hafi lifað þennan keisaraskurð. Frá kvennadeild Landspítalans. Barst ritstjórn 03/11/1987. Samþykkt 16/11/1987. í fyrra bindi ritgerðasafnsins »Lækningar og saga« (3), ritar Vilmundur Jónsson um »týnda keisaraskurðinn«, sem getið var um í fyrstu greininni og þá hverjir hugsanlega hefðu getað gert slíka aðgerð. Þar útilokar hann m.a. Guðmund Hannesson. Einnig kæmi Guðmundur Magnússon til greina sem Vilmundur telur þó einnig útilokað. Árið 1922 er ekki getið um neinn keisaraskurð í heilbrigðisskýrslum, en við athugun á aðgerðaskrám St. Jósefsspítala, Landakoti, frá því ári, kemur i ljós, að Guðmundur Magnússon gerði keisaraskurð vegna eclampsia á 28 ára gamalli konu þann 26. ágúst. Ekki er getið um afdrif barns, en konan er sögð útskrifuð á 24. degi eftir aðgerð. Við höfum ekki fundið heimildir um fleiri keisaraskurði frá hans hendi. Árið 1923 er í heilbrigðisskýrslum minnst á einn keisaraskurð og neðanmáls á aðgerð, sem mjög líklega gæti verið keisaraskurður, enda kemur í ljós, að tvær aðgerðir voru gerðar á Landakoti það ár. Hin fyrri 31. mars af Matthíasi Einarssyni á 22ja ára konu og var hún gerð vegna eclampsia. Konan dó samdægurs. Seinni aðgerðin 1923 var einnig gerð á Landakotsspítala en af Guðmundi Thoroddsen þann 31. júlí á 31 árs gamalli konu vegna grindarþrengsla (pelvis minoris) og útskrifaðist konan á 15. degi eftir aðgerð. Árið 1924 er getið um einn keisaraskurð gerðan af Guðmundi Thoroddsen þann 1. júní á 25 ára gamalli konu vegna grindarþrengsla (pelvis plana). Ekki er getið um barn, en konan dó viku síðar. TÍMAMÓT Árið 1925 markar nokkur tímamót í sögu keisaraskurða á íslandi, en það ár voru þeir tveir, annar á St. Jósefsspítala, Landakoti, en hinn í Vestmannaeyjum. Guðmundur Thoroddsen gerði þann 9. júlí keisaraskurð á 33ja ára gamalli konu og er hér um sömu konu að ræða og gekkst undir keisaraskurð 31. júlí 1923, en það var vegna grindarþrengsla. Á þessari konu var þannig gerður fyrsti keisaraskurður á íslandi, sem ekki taldist bráður (elective operation).

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.