Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.1988, Qupperneq 30

Læknablaðið - 15.03.1988, Qupperneq 30
94 LÆKNABLAÐIÐ í heilbrigðisskýrslum árið 1925 er einnig getið um keisaraskurð í Vestmannaeyjum. Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir þar tókst ekki að fá neinar upplýsingar. Þegar ljóst var að Páll Kolka hafði starfað í Vestmannaeyjum á þessum árum tókst að hafa upp á heimildum, en í bók sinni »Úr myndabók læknis« (4) ritar Páll Kolka um þessa aðgerð. Þar segir frá því, að Halldór læknir Gunnlaugsson hafi drukknað hinn 16. desember 1924 er hann var að gegna skyldustörfum og með honum sex menn aðrir. Ekkja eins þeirra var vanfær og fékk hún síðar um veturinn miklar blæðingar, sem endurtóku sig við minnstu hreyfingu. Síðan heldur Páll Kolka áfram. »Hér var um fyrirliggjandi fylgju að ræða, en fóstrið ekki nema sjö mánaða og fæðing alls ekki komin á fullan rekspöl, svo að ekki var hægt að gera Braxton-Hick’s vendingu, sem er í því fólgin að bora tveim fingrum upp í gegnum fylgjuna, ná niður fæti og toga barnið niður í gegnum opið á fylgjunni. Er sú aðgerð þó hvorki auðveld né hættulítil fyrir konu og barn. Ég sá því ekki aðra leið færa en gera keisaraskurð á konunni, en sá hængur var á, að ég hafði aldrei gert þá aðgerð áður og m.a.s. aldrei séð hana gerða, enda var hún þá miklu sjaldgæfari en síðar varð. Ég las því tiltækilegar lýsingar á aðgerðinni og yfirfór þær vandlega í huganum, en ráðfærði mig auk þess símleiðis við prófessor Guðmund Thoroddsen, sem stappaði í mig stálinu. Á heimili konunnar voru ágæt húsakynni, »stássstofa«, sem ég Iét taka allt út úr og þvo hana hátt og lágt, því að ekki þurfti að hafa mjög hraðann á. Þessi stofa var tvöfalt stærri en skurðstofan á franska spítalanum og lét ég flytja þangað skurðarborð spítalans og allan annan útbúnað, sem þurfti, gerði svo keisaraskurð á konunni með hjálp Péturs (Jónssonar, síðar læknis á Akureyri), aðstoðarlæknis míns. Aðgerðin tók um klukkutíma, konunni heilsaðist vel, hún giftist aftur nokkrum árum siðar og tók ég þá á móti barni hjá henni með eðlilegum hætti. Keisaraskurður er í sjálfu sér frekar einföld aðgerð og ekki sérlega vandasöm, en hún er skemmtilega »dramatísk«, jafnvel frekar flestum öðrum úrræðum, sem forða bráðum bana. Það hvíldi yfir henni þá og jafnvel enn nokkur töfraljómi í meðvitund almennings.« Tvennt er það sem í dag gerir þessa aðgerð áhugaverða. Hið fyrra er að þetta mun vera í seinasta skipti, sem skurðstofa er flutt inn á heimili sjúklings vegna keisaraskurðar og svo hitt að sjúklingurinn er enn á lífi, 94 ára gömul kona við bestu heilsu og ern vel. Man hún vel þessa atburði er hófust með sjóslysinu mikla, er eiginmaður hennar ásamt nokkrum öðrum mönnum og Halldóri lækni fórust, rétt utan við Eiðið í Vestmannaeyjum, en þeir voru í embættiserindum vegna skipakomu erlendis frá. Hún minnist þess einnig að Páll Kolka hafi sagt, eftir að búið var að flytja skurðstofuna heim í stofu til hennar: »Það fer eins vel um mig, og mikið betur, en þó ég væri kominn til Reykjavíkur á spítalann þar«. Hún kveður lækninn hafa ákveðið keisaraskurð, þar sem hann hélt að hægt væri að bjarga barninu, en það tókst þó ekki. Hún man einnig svæfinguna, sem framkvæmd var af Pétri Jónssyni. Kveður hún aðgerðina hafa gengið vel, en man ekki með hverjum hætti hún var deyfð annað en að hún »hafi fengið deyfingarsprautu en ekki gasgrímu«. Kveðst hún hafa verið lengi að ná sér, en man ekki hvað lengi. Ekki varð henni meint af og fæddi síðar eðlilega, svo sem fram kemur í lýsingu Páls Kolka. Árið 1926 er ekki getið um neinn keisaraskurð í heilbrigðisskýrslum, en samkvæmt aðgerðabókum Landakotsspítala gerði Matthías Einarsson keisaraskurð þann 24. febrúar á 30 ára sjúklingi, sem dó á fimmta degi. Tilefnið var grindarþrengsli. ÁRIN 1927 TIL 1929 Árið 1927 er í heilbrigðisskýrslum getið tveggja keisaraskurða, en við nánari athugun kom í ljós þriðja aðgerðin. Eru þessir tveir keisaraskurðir sagðir gerðir í Reykjavík og kemur það heim og saman við það, að Guðmundur Thoroddsen gerði þar keisaraskurð 7. desember á 33ja ára gamalli konu vegna »dysdynamia in partu«. Sú kona útskrifaðist á 21. degi. Og enn gerði Guðmundur keisaraskurð á 41 árs gamalli konu vegna »placenta previa« og dú sú kona á þriðja degi. Þriðja aðgerðin, sem i ljós hefur komið, finnst ekki í heilbrigðisskýrslum, en það er keisaraskurður sem Steingrímur Matthíasson gerði á 37 ára gamalli konu, öðru sinni. Hér er um að ræða sömu konuna og Steingrímur gerði keisaraskurð á (í Hamborg) á Akureyri árið 1911 (5). Samkvæmt greinargerð Steingríms í Læknablaðinu vantaði konuna nokkuð upp á fullan meðgöngutíma og fæðing ekki byrjuð þegar hafist var handa. Steingrímur tekur fram að í þetta skiptið »þurfti ég aðeins helmingi minni

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.