Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1988, Síða 43

Læknablaðið - 15.03.1988, Síða 43
LÆKNABLAÐIÐ 105 Taugarglöp, taugarþröng, taugarkröm og taugarrof. Taugarglöp eru vægasti taugaskaðinn. Hann kemur fram í taugarafriti, sem rafleiðingarhindrun yfir skemmdina með eðlilegu svari við ytri rafertingu. Meinafræðilega sést afmýling símaliða. Horfur eru góðar og bati skjótur (vikur-mánuðir), t.d. timburmannalömun í sveifartaug. Taugarglöp geta verið hlutfallsleg, það er að segja, að rafleiðing á sér stað í hluta af taugaþráðum yfir skemmdina. Hér sést við innri ertingu seinkun á leiðni, lækkun og/eða breikkun á svari (mynd 3-B og C), eða taugarglöp geta verið algjör (mynd 3-D). Svar frá ytri ertistað er alltaf eðlilegt í taugarglöpum. Taugarþröng er langtímaseinkun á taugaleiðingarhraða yfir skemmd. Heitið er hjálplegt, þótt hér sé alls ekki um vefræna þrengingu á taug að ræða. Auk seinkunar sést oft væg lækkun og breikkun á svari. Meinafræðilega sést afmýling og endurmýling og oft væg öxulhrörnun. Þetta veldur seinkun á leiðingu vegna þynningar á mýlisslíðri, styttingar á milli mýlisskora og tapi á stórum mýldum taugaþráðum, sem eru næmastir fyrir þrýstingi. Dæmi um taugarþröng er hægfara fergitaugakvilli t.d. úlnliðarmiðtaugarþvingun. í taugarkröm sést bæði við innri og ytri ertingu veruleg lækkun og breikkun á svari ásamt seinkun á rafleiðingu. Meinafræðilega eru flestir taugaþræðir undirlagðir öxulhrörnun, öxulendurmyndun, afmýlingu og endurmýlingu. Taugarrof er vegna slits á taugaþráðum. Við þetta leysast þeir upp fjær skemmdinni. Stuð á slíka taug, hvort sem er innan eða utan við skemmd, gefur ekkert svar eftir þrjá til fimm daga og óeðlileg hvíldarvirkni í vöðvarafriti kemur í ljós eftir 5 til 30 daga (sjá síðar). Nýmyndun taugaþráða getur átt sér stað, en er hæg, u.þ.b. einn mm á dag, en nauðsynlegt er að stoðvefur taugarinnar sé heill. Rafleiðing er eðlileg í taugaþráðum fyrstu þrjá til fimm dagana eftir að þeir slitna frá frumu sinni. Vegna þessa getur taugarafrit ekki greint á milli taugaglapa vegna afmýlingar og taugarofs vegna taugarslits fyrstu þrjá til fimm dagana eftir áverkann. Ef slit hefur orðið, hættir rafleiðing nokkuð skyndilega á fyrrgreindum tíma. Á mynd 5 sést gott dæmi um þetta. Taugarafrit er gert innan fimm daga frá áverka (mynd 5-A). Ekki er hægt að dæma hvort fótarlömunin er vegna taugarglapa eða taugarrofs. Rannsóknin er Mynd 5. Áverki á dálkstaug efst áfótlegg með fótarlömun (foot drop). Upptökuskaut á »m. extensor digitorum brevis«. Ytri erting við ökkla og innri erting í hnésbót. Til skýríngar sjá texta. endurtekin eftir viku. í lið B er ytra svar óbreytt, taugarglöp og horfur góðar hjá þessum sjúklingi. í lið D hefur eyðilegging á taugaþráðum átt sér stað, taugarrof. Ef bati verður, kemur hann seint. Liður C sýnir sjúkling með sambland af þessu tvennu. VÖÐVARAFRIT (2, 4, 10, 11) Vöðvarafritun er rannsókn, þar sem raffyrirbæri þverrákóttra vöðva eru skoðuð og »hljóðin«, sem rafvirknin gefur, eru greind. Vöðvarafritun er framkvæmd með þar til gerðri nál, sem stungið er inn í vöðvann. Tvær tegundir vöðvarafnála eru mest notaðar: Einsskautsnál, klædd teflon nema í bláendann og tvískauta nál. Sú síðarnefnda er betri til að rannsaka útlit hreyfieininga, en einsskautsnálin er sársaukaminni og næmari á óeðlilega hvíldarvirkni. Mikilvægt er, að sjúklingurinn sé samvinnuþýður og geti hvílt eða sett álag á vöðva, þegar óskað er. Rannsókninni er skipt í þrjá þætti hvað viðkemur framkvæmd og úrlestri: 1. ístunguvirkni. 2. Hvíldarvirkni. 3. Álagsvirkni. A. Lítið álag. B. Fullt álag. ístunguvöðvarafrit. Þegar nál er stungið í heilbrigðan þverrákóttan vöðva, kemur fram viss rafvirkni vegna skaða á vöðvafrumum í farvegi nálarinnar. Eðlilega hættir hún um leið og nálin stöðvast. Óeðlileg ístunguvirkni er aukin eða minnkuð. Minnkuð ístunguvirkni sést á lokastigi margra úttaugakerfissjúkdóma, þegar bandvefur og fita hafa komið í stað dauðra vöðvafrumna. Aukin ístunguvirkni sést í aftauguðum vöðvum, í

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.