Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1988, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 15.08.1988, Blaðsíða 20
234 LÆKNABLAÐIÐ Tafla III. Tlmifrá áverka til aðgerðar. Dagar Fjöldi Dóu <1................................. 3 1 1-3................................ 2 >3................................. 1 blóðrásarkerfis við komu á spítalann. Styrkur amýlasa í serum var mældur hjá þremur sjúklingum við komu og höfðu allir meira en tvöfalda hækkun á amýlasa. Á töflu III má sjá tímann sem leið frá slysi til uppskurðar. Veruleg töf varð á greiningu og aðgerð hjá einum sjúklingi. Liðu tveir mánuðir þar til aðgerð var framkvæmd vegna myndunar sýndarblöðru eða brisbelgs (pseudocystis pancreatis). Kviðarholsyfirlit með röntgen var gert hjá fimm sjúklingum fyrir aðgerð og reyndist óeðlilegt hjá einum (vökvi). Ómskoðun af kvið var gerð hjá fimm sjúklingum fyrir aðgerð og sýndi hún frían vökva hjá þremur en ekki rofið í brisi hjá neinum þeirra. Sá hluti kirtilsins sem var handan rifunnar var fjarlægður (dist. pancreatectomi) hjá öllum, einnig var brisbelgur fjarlægður samtímis hjá einum sjúklingi. Miltað var tekið hjá fimm sjúklinganna af tæknilegum ástæðum en hjá 7 ára dreng var komist hjá því. Miðtala legutíma var 30,5 dagar (bil 1-52 dagar). Af þeim fimm sjúklingum sem lifðu hafði einn viðvarandi amýlasahækkun eftir aðgerð sem hjaðnaði á um það bil mánuði. Einn sjúklinganna fékk amýlasahækkun þegar hann fór að matast en það ástand gekk fljótlega yfir. Aðrir fylgikvillar gerðu ekki vart við sig. Enginn sjúklingur fékk merki um sykursýki eða skort á meltingarhvötum brisins. UMRÆÐA Niðurstaða þessarar rannsóknar bendir til þess að mjög viðunandi árangur hafi náðst með brottnámi fjarhluta kirtilsins. Einn sjúklingur af sex dó en stórar athuganir hafa sýnt 16-20% dánartíðni (3, 8). Batahorfur minnka ef sjúklingur hefur aðra kviðarholsáverka, er í losti, gangurinn er í sundur eða áverkinn staðsettur í briskirtilshaus (2-4). Hjá þremur sjúklingum í þessari rannsókn var kviðskoðun eðlileg við komu. Einkenni koma hægt og bítandi, jafnvel þegar kirtillinn er algjörlega sundurrifinn. Oft eru einkenni um vöðvavörn, sleppieymsli og minnkuð garnahljóð ekki komin fyrr en um það bil 6 til 8 klukkustundum eftir áverka (3) og það getur dregist lengur. Einangraður briskirtilsáverki er því klínískt erfiður í greiningu. Röntgenyfirlit og ómskoðun eru ekki ýkja hjálpleg til að sýna fram á rof á brisi (9). Tölvusneiðmyndarannsókn var ekki beitt. Búast má við betri greiningu á brisrofi með henni (9). Brisgangsröntgenrannsókn með skeifugarnaspeglun (endoscopic retrograde pancreatography, ERP) var ekki beitt en þessi rannsókn getur gefið áverkastað á briskirtilsganginum nákvæmlega til kynna (10) og víðtækari notkun hennar gæti komið að gagni við greiningu briskirtilsrofs. Ókostur ERP er að nokkurn tíma tekur að fá hana framkvæmda og tilfellin orðin bráð þegar briskirtilsrof er talin líkleg greining. Amýlasi í serum var verulega hækkaður á fyrsta sólarhring hjá þeim þremur sjúklingum, sem hann var mældur hjá og gaf til kynna að um briskirtilsáverka væri að ræða. Eðlilegu amýlasagildi er þó ekki treystandi þar sem amýlasi hefur mælst eðlilegur þrátt fyrir áverka á kirtilinn (11). Það er því ljóst að könnunaraðgerð er eina örugga greiningaraðferðin og ber að framkvæma ef grunur er á briskirtilsrofi. Við rof á brisi verður leki á brissafa út í kviðarholið með fitudrepi og siglir lífhimnubólga í kjölfarið. Ef sjúklingur nær sér myndast að öllum líkindum brisbelgur með öllum þeim vandræðum sem því fylgir. Brottnám á fjarhluta brisins leysir þessi vandamál. Sé um að ræða rof í brishausnum og laskaða skeifugörn er mjög vandasamt að ráða fram úr því. Það er mjög sjaldgæfur áverki og getur krafist brottnáms skeifugarnar og hluta briskirtils, (aðgerð Whipples) (6). Sykursýki er ekki teljandi vandamál eftir brottnám fjarhluta kirtilsins (6, 7). Við áverka á briskirtli með rifu á briskirtilsgangi annars staðar en á briskirtilshausnum hefur brottnám fjarhluta kirtilsins reynst vel við Skurðdeild Borgarspítalans. SUMMARY A retrospective study on pancreatic ruptures at the surgical department of Reykjavík City Hospital was done. Six cases with ductal rupture were found. Abdominal examination was normal on admission in three cases. All patients were treated with distal pancreatectomy. One patient died due to severe coexistent abdominal injuries. The five survivors were

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.