Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1988, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.08.1988, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 239 heilaskemmdum. Hægðir verða dökkar og stundum tregar og tennur geta einnig litast. Varðandi þægindi fyrir sjúklinginn hefur kvöldskammtur af H2-hemli vinninginn. Til skamms tíma var súkralfat gefið fjórum sinnum á dag, hálfri til einni klukkustund fyrir mat og undir svefn og er það verulegt óhagræði fyrir sjúklinginn. Nýjustu rannsóknir sýna þó, að tvö grömm á fastandi maga að morgni og undir svefn gefur jafngóðan eða betri árangur (9). Bismút er gefið fjórum sinnum á dag ýmist í vökvaformi eða töflum og hefur vont bragð verið vandamál. Nýjustu lyfjagerðir hafa þó leyst þetta. Nothæfar lyfjagerðir af bismúti eru ekki skráðar hér á landi þegar þetta er ritað. Tafla II. Verðsamanburður nokkurra lyfja 1. apríl 1988 miðað við skilgreindan dagsskammt. Lyf Styrk- leiki Pakkning Lyfja- skammtur Verð á dagskammti Alúmíníum blanda Gelat mixtúra (600 ml) 15 ml x 5 55,55 kr. Símetidín Símetidin töflur Tagamet töflur 400 mg 400 mg 800 mg (100 stk.) (100 stk.) (100 stk.) 400 mg x 2 400 mg x 2 800 mg x 1 68,96 kr. 73,01 kr. 68,31 kr. Acinil töflur 400 mg 800 mg (100 stk.) (60 stk.) 400 mg x 2 800 mg X 1 80,26 kr. 75,93 kr. Súkralafat Antepsin töflur 1 g (100 stk.) 1 gx4 90,72 kr. Ranitidín Asýran töfíur 150 mg 300 mg (120 stk.) (100 stk.) 150 mgx2 300 mg x 1 113,41 kr. 101,79 kr. Gastran töflur 150 mg 300 mg (100 stk.) (60 stk.) 150 mgx2 300 mg x 1 113,59 kr. 103,93 kr. Zantac tö'flur 150 mg 300 mg (60 stk.) (30 stk.) 150 mgx2 300 mg x 1 181,75 kr. 163,57 kr. Famótidín Pepcidin töÁur 20 mg 40 mg (100 stk.) (30 stk.) 20 mg x 2 40 mg x 1 154,33 kr. 141,17 kr. Pírenzepín Gastrozepín töflur 50 mg (100 stk.) 50 mg X 3 169,16 kr. Þegar allt er tekið saman má segja, að kvöldskammtur af H2-hemli og súkralfat 2 g x 2 séu sambærilegir kostir við val á fyrsta lyfi við græðslu á sárum í maga og skeifugörn. Verð á hverjum tíma getur ráðið valinu, en einnig þarf að taka tillit til einstaklingsbundinna þátta eins og reykinga og annarra lyfja, sem sjúklingur notar. Hjá þeim, sem ekki gróa innan átta vikna, hefur bismút gefið góða raun (10) en algengasta orsök fyrir því, að sár eru ógróin eftir 8 vikur er sú, að sjúklingur hefur ekki tekið lyfin. í viðhaldslyfjameðferð stendur valið á milli kvöldskammts af H2-hemli og tveggja gramma kvöldskammts af súkralfati. Lyfjakostnaður og ávísanavenjur lækna Mjög athyglisverð þróun hefur orðið hér á landi í notkun lyfja við sársjúkdómum í maga og skeifugörn á seinustu árum. Á tímabilinu 1983-86 jókst heildsöluverð þessara lyfja úr 28 í 62 milljónir króna á verðgildi hvers árs (11). Ef litið er á skilgreinda dagskammta fyrir íbúa á þessu tímabili kemur í ljós, að aukningin er fyrst og fremst vegna tilkomu ranitidíns (12), en lítil sem engin minnkun hefur orðið á notkun símetidíns og sýrubindandi lyfja. Þessi þróun vekur ýmsar spurningar: Hver er þjóðhagslegur ávinningur af þessari lyfjanotkun og hefur hann þrefaldast á árunum 1983-86? Eru ávísanavenjur íslenskra lækna að breytast? Engar rannsóknir hafa verið gerðar á íslandi um þjóðhagslegan ávinning af notkun H2-hemla, en góðar rannsóknir eru til frá öðrum löndum. Sýrulækkandi aðgerðum vegna sársjúkdóma fækkaði snarlega eftir 1976 þegar símetidín kom á markað. Hefur sú þróun haldið áfram fram á þennan dag (13) og eru aðgerðir við sársjúkdómum víða nær aflagðar. Fylgikvillum sársjúkdóma, eins og holsárum og blæðingum, hefur einnig fækkað mikið sérstaklega upp úr 1976, en þessi þróun var þó byrjuð áður (13). Greiðslur sjúkradagpeninga vegna sársjúkdóma lækkuðu verulega eftir 1976 í Sviþjóð, Þýskalandi og Bretlandi (13) og dánartíðni hefur einnig lækkað. Gera má ráð fyrir, að svipuð þróun hafi átt sér stað hér landi á öllum þessum sviðum. Það er lítill vafi á því, að þjóðhagslegur ávinningur af notkun þessara lyfja er langt umfram kostnað, en stærsti hluti ávinningsins virðist hafa náðst fyrstu sjö árin eftir framkomu símetidíns, þ.e. frá 1976. Þetta þarfnast þó frekari rannsókna og sérstaklega hér á landi.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.