Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1988, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 15.08.1988, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 1988; 74: 223-32 223 Ólöf A. Steingrímsdóttir, Vilhjálmur Rafnsson, Þórunn Sveinsdóttir, Magnús H. Ólafsson EINKENNIFRÁ HREYFI- OG STOÐKERFI Hóprannsókn á úrtaki íslendinga I INNGANGUR Einkenni frá hreyfi- og stoðkerfi eru talin algeng meðal íslendinga. Hingað til hafa þó ekki verið birtar niðurstöður margra athugana sem sýna tíðni þessara einkenna hérlendis, né hversu mikil áhrif þau hafa á fjarvistir úr vinnu. Á vegum Vinnueftirlits ríkisins hefur farið fram athugun á einkennum frá hreyfi- og stoðkerfi meðal úrtaks íslendinga á aldrinum 16-65 ára. Notaður var spurningalisti, unninn af samstarfshópi á vegum Norrænu embættismannanefndarinnar um vinnuverndarmálefni (1, 2) (viðauki I). Listinn var þýddur á íslensku og jafnframt bætt við spurningum um einkenni frá höfði, fingrum og húð. Okkur er ekki kunnugt um að spurningalistinn hafi áður verið notaður við athuganir, sem byggja á úrtaki þjóðar. Niðurstöður rannsóknarinnar verða birtar í þrem greinum. í þessari grein er sagt frá niðurstöðum sem fram koma í yfirliti og viðbótarhluta listans. í hinum greinunum verður fjallað nánar um einkenni frá hálsi eða hnakka, herðum eða öxlum og neðri hluta baks. Meginmarkmiðið var að fá vitneskju um algengi (prevalence) einkenna frá hreyfi- og stoðkerfi meðal íslendinga. Upplýsingarnar verður hægt að nota síðar til samanburðar við niðurstöður, sem fást þegar spurningalistinn verður lagður fyrir ýmsa starfshópa. AÐFERÐIR Við rannsóknina var notað slembiúrtak íslensku þjóðarinnar á aldrinum 16-65 ára. Úrtakið var valið á þann hátt að fundnir voru allir einstaklingar í þjóðskránni, sem fæddir eru 7. og 12. júlí á árabilinu 1921 til 1970. Þessu fólki var sent bréf þann 11. apríl 1986, þar sem rannsóknin var kynnt. Tíu dögum síðar voru spurningalistarnir sendir til fólksins og fylgdi þeim bréf með nánari upplýsingum. Óskað var Frá Vinnueftirliti rikisins, Reykjavík. Barst 10/03/1988. Samþykkt og sent í prentsmiðju 25/03/1988. eftir að svör bærust Vinnueftirliti ríkisins fyrir 28. ■apríl 1986. Þrisvar voru send ítrekunarbréf til þeirra sem ekki svöruðu fyrir tilsettan tíma og að lokum var ákveðið að útiloka svör sem bærust eftir 20. september 1986. Leyfi Tölvunefndar var fengið til að vinna efnivið rannsóknarinnar í tölvu. Vinnslan fór fram með »d base 111« gagnagrunni á einkatölvu Vinnueftirlits ríkisins. í töflu I er sýndur fjöldi karla og kvenna, búseta, hjúskaparstaða og aldursdreifing í úrtakinu annars vegar og þátttakenda í rannsókninni hins vegar. í úrtakinu voru 421 karl og 434 konur eða alls 855 af báðum kynjum. Þátttakendur voru 627 og skiptust í 301 karl og 326 konur. Þar sem munurinn milli úrtaksins og þátttakenda er eins lítill og hlutfallstölurnar í töflu I gefa til kynna og Table 1. Sex, marital, geographical and age distribution of the totai sample (855) and of the participants (627) in the study. Sample Participants Men Women Men Women n n Vo n % n "lo Total 421 49 434 51 301 48 326 52 Living in Reykjavik 165 19 173 20 105 17 121 19 Living outside Reykjavik 256 30 261 31 196 31 205 33 Married 217 25 232 27 155 25 186 30 Unmarried 175 21 158 19 124 20 113 18 Other marital status 29 3 44 5 22 3 27 4 Age 16-19 47 5 39 5 42 7 29 5 20-24 57 7 66 8 33 5 51 8 25-29 56 7 62 7 33 5 47 8 30-34 42 5 53 6 28 5 43 7 35-39 45 5 52 6 35 6 40 6 40-44 45 5 37 4 33 5 32 5 4549 34 4 21 3 21 3 14 2 50-54 27 3 34 4 21 3 22 4 55-59 33 4 37 4 30 5 26 4 60-64 28 3 31 4 20 3 21 3 65 7 1 2 " 5 1 I

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.