Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1988, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 15.08.1988, Blaðsíða 34
246 LÆKNABLAÐIÐ EFNIVIÐUR OG AÐFERÐ Á árunum 1974-1983 komu til meðhöndlunar á Slysadeild Borgarspítala 62 sjúklingar með 3. stigs axlarhyrnuliðhlaup. Eftirrannsókn var gerð á 47 þessara sjúklinga. Þrír reyndust látnir, er eftirrannsóknin fór fram, þrír búsettir erlendis og ekki tókst að ná til níu sjúklinga, sem allir voru búsettir utan höfuðborgarsvæðisins. Framkvæmd var klínísk skoðun og röntgenrannsókn á þessum sjúklingum. Röntgenmyndir (post. ant) af báðum öxlum og axlarhyrnuliðum voru teknar strax eftir áverka, er sjúklingar leituðu læknis og við eftirrannsókn. Röntgenmyndir voru teknar með og án álags. Álagið felst í 5 kg þunga, sem sjúklingur heldur í viðkomandi hendi meðan á myndatöku stendur. Álagsmyndirnar geta í vissum tilvikum sýnt los á liðnum, sem ekki sést á venjulegum myndum. Eftirrannsóknin var gerð 1,6-10 árum (meðaltal 6 ár) eftir áverkann. Sjúklingar er komu til eftirrannsóknar voru 42 karlmenn og 5 konur. Aldursdreifing var 15-54 ár við áverka, en meðalaldur var 27 ár. Áverka á hægri axlarhyrnulið höfðu 24 sjúklingar hlotið en 23 á vinstri. Ástæður áverka voru kannaðar og má lesa niðurstöðuna úr töflu I. í sjö tilvikum var tekið fram, að sjúklingur hefði verið undir áhrifum áfengis við slysið, en slíkt kann að hafa verið oftar. Sjúkrahúsdvöl vegna áverkans var 1-6 dagar, að meðaltali 2,4 dagar. MEÐFERÐ Aðgerðin er framkvæmd með sjúklinginn liggjandi á baki. Þéttum kodda er komið fyrir undir öxlinni til að hækka hana og höfði snúið til hinnar hliðar. Gerður er u.þ.b. 7-8 cm langur skurður yfir axlarhyrnulið. Ýmist var notaður þverlægur eða langlægur húðskurður (miðað við Tafla I. Ástœða áverka. íþróttameiðsli...................................... 20 Fall af hesti.................................. 8 Knattspyrna.................................... 6 Skíði.......................................... 3 Japönsk glíma.................................. 3 Fall á öxl (Ýmist á jafnsléttu eða úr hæð) ......... 12 Bifreiðaslys ........................................ 8 Beint högg........................................... 7 Samtals 47 lengdarás líkamans), þó mun oftar langlægur. Reynslan var sú, að langlægur skurður gaf betri aðgang að axlarhyrnuliðnum, hinum sködduðu liðböndum og því liðbandi, sem notað er til viðgerðar, krumma-axlarhyrnubandi, (lig. coracoacromiale). Það var einnig álit fjölda sjúklinga, að langlægur skurður skapaði minna lýti og fallegra ör. Axlarhyrnuliður er opnaður og liðþófinn (discus) fjarlægður ef hann er skemmdur. Liðhlaupið í axlarhyrnuliðnum er fært í réttar skorður og liðnum haldið til bráðabirgða, meðan gert er við liðbönd og stöðugleik náð. Liðbönd milli krummahyrnu og viðbeins, keiluband (lig. conoideum) og geirstúfsband (lig. trapezoideum) eru lagfærð eftir bestu getu. Þessi liðbönd eru alltaf illa rifin, og viðgerð á þeim einum sér gefur ekki stöðugleik í liðnum. Til að tryggja rétta legu á axlarhyrnulið til frambúðar er gerð tilfærsla á liðbandi milli krummahyrnu og axlarhyrnu (lig. coraco-acromiale). Þetta er tiltölulega breitt og sterkt liðband. Það er losað frá festu sinni á axlarhyrnu ásamt þunnri beinflís og beinsaumar þræddir frá bandinu yfir á efri brún viðbeins í gegnum tvö göt, sem boruð eru lóðrétt gegnum viðbeinið. Axlarhyrnuliðnum er haldið i réttri legu með tveimur samsíða Kirschnervírum, 2,0 mm þykkum (sjá mynd 2). Vírarnir liggja gegnum húð, axlarhyrnu og yfir axlarhyrnulið, inn í Mynd 2. Að viðgerð lokinni. Keiluband (!ig. conoideum) og geirstúfsband (lig. trapezoideum) ásamt liðpoka eru saumuð. Liðhlaupið í axlarhyrnuliðnum er fcert í réttar skorður og liðnum haldið I réttri legu með tveimur Kirschnervírum. Liðbandið milli krummahyrnu og axlarhyrnu (krumma-axlarhyrnuband) er losað frá festu sinni á axlarhyrnu ogfest með beinsaumum á efri enda viðbeins.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.