Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1988, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 15.08.1988, Blaðsíða 30
242 LÆKNABLAÐIÐ Location or extent of myocardial infarction could not be determined: 34 cases (9.9%). Fig. 2. ECG changes in the myocardial infarctions. 65.6% had transmural changes and 24.5% had subendocardial changes. In 9.9% location or extent could not be determined by the ECG. Fig. 3. Mortality rate of patients with myocardial infarction. The light columns show the total number, the dark columns those who died. Complications A: Arrhythmia S: Shock O: None of these complications Fig. 4. Correlation of complications with mortality. var undir hjartaþeli í 84 tilvikum (24,5%). í 34 tilvikum (9,9%) var ekki unnt að greina hjartadrepsbreytingar í hjartalínuriti, m.a. vegna vinstra greinrofs eða merkja um fyrra drep. Þrátt fyrir að dánartíðni samkvæmt þessari rannsókn væri lægri (16%) heldur en í fyrri rannsókn (20,3%) þá reyndist þessi munur ekki marktækur (kí kvarat= 1.478, NS). Alls dóu 55 sjúklingar úr kransæðastíflu á Landakotsspítala á árunum 1981-1985. Dánarhlutfall karla var 12,4% (29/233) og kvenna 23,6% (26/110). Þessi munur á dánartíðni karla og kvenna er marktækur (kí-kvarat = 6.946, p<0,01). Ef sjúklingum sem lágu inni vegna annars sjúkdóms og fengu kransæðastíflu í legu er sleppt reyndist dánartíðni 12,7% en í fyrri rannsókn 16,9%. Voru 44 (80%) þeirra sjúklinga sem dóu krufðir og höfðu allir kransæðastíflu. Meðalaldur þeirra sem dóu var 77 ár, karla 73 ár og kvenna 81 ár. Meðalaldur þeirra sem lifðu af kransæðastíflu var 66 ár (sjá mynd 3). Tafla I sýnir tíðni fylgikvilla karla og kvenna. Fengu 148 sjúklingar hjartsláttartruflanir. Algengastar voru gáttatif 59, aukaslög í sleglum 52, sleglatif 24 og hægar hjartsláttartruflanir 20. Fylgst var með sjúklingum í hjartarafsjá að jafnaði í 3 til 4 sólarhringa, eftir að þeir fengu kransæðastíflu. Mynd 4 sýnir samband dánartíðni og skráðra fylgikvilla. Engir fylgikvillar voru skráðir hjá 155 sjúklingum (45,2%), en 8 þeirra létust. Þeir voru allir krufðir og kransæðastífla staðfest. Einn var með hjartarifu. Hjartabilun eingöngu fengu 33 og létust 6 þeirra. Lost eingöngu fengu 2 sjúklingar og lést annar þeirra. Hjartsláttartruflun og lost fengu 8 og létust 6 þeirra. Hjartsláttartruflun eingöngu fékk 71 og létust 6. Hjartabilun og lost fengu 5 og létust 3 þeirra. Hjartabilun og hjartsláttartruflun Fengu 48 og létust 8 þeirra. Hjartabilun, hjartsláttartruflun og lost fékk 21 og létust 17 þeirra. Table I. Complications according to sex after myocardial infarction at St. Joseph ’s Hospital, Landakot Reykjavik. Complication Women Men All CHF 40 67 107 Arrhythmia 46 98 144 Shock 12 24 36 No complication 47 108 155 Total 110 233 343

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.