Vesturland - 26.09.2013, Qupperneq 4

Vesturland - 26.09.2013, Qupperneq 4
4 26. september 2013 Vesturland 9. tBl. 2. ÁrGanGur 2013 Útefandi: Fótspor ehf., Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason sími 824-2466, netfang: amundi@fotspor.is. auglýsingar: Sími: 578-1190 & netfang: auglysingar@fotspor.is. ritstjóri: Geir A. Guðsteinsson, sími: 898-5933 & netfang: geirgudsteinsson@simnet.is. umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 6.400 eintök. dreifing: Íslandspóstur. Fríblaðinu er dreiFt í 6.400 eintökum í allar íbúðir á akranesi, dreiFbýli á akranesi og í borgarnesi. blaðið liggur einnig Frammi á helstu þéttbýlisstöðum á Vesturlandi Að elska fjölskyldu sína þykir flestum sjálfsagt mál, en að elska óvin sinn og bera fyrir honum virðingu er hreinn kærleikur. Kærleikurinn er einfaldur, sýndu hann því það er svo auðvelt og kostar ekkert. Einelti er allt of algengt hér á landi, og oft líðst það þrátt fyrir fögur orð um að tekið sé með festu á slíkri vanvirðu. Stúlka sem var fædd með skarð í vör hefur þurft að þola slíkt einelti alla tíð. Það lýsir hins vegar afar bágum karakter þeirra sem slíkt stunda, jafnvel heimsku. Þessi harðneskja í samskiptum fólks birtist með ýmsum hætti og er allt of algeng er í nútíma þjóðfélagi. En kannski hafa þeir unglingar sem telja einelti ekkert athugavert það eftir háttarlagi þeirra fullorðnu. Þeir verða kannski varir við harðneskjulegar innheimtuaðgerðir banka, tryggingafélaga og fleiri stofnana á eigin heimilum og finnst því ekkert athugavert að endurspegla það. Sumar innheimtuaðgerðir eru ekkert annað en gróft einelti. Virðing þjóðarinnar fyrir Alþingi er í molum, og þar er við engan annan að sakast en sjálfa þingmennina. Þingmenn þjóðarinnar ættu að sýna hver öðrum meiri kærleika, þá gengju þingstörfin kannski betur á Alþingi og meiri virðing yrði borin fyrir stjórnmálamönnum almennt. Flest kosningaloforð stjórnarflokkanna sem gefin voru á vordögum hafa ekki enn séð dagsins ljós, en vonandi stendur það til bóta, a.m.k. hefur forsætisráðherra boðað stórfellda hjálp til handa þeim heimilum sem verst standa fjárhags- lega. Almenningur vill trúa því að svo verði, annars fer allt í bál og brand og þá verður svokölluð búsáhaldabylting aðeins hjóm eitt í samanburði við þær aðgerðir sem reiður almenningur gæti gripið til. Hveitibrauðsdögum ríkisstjórnarinnar lauk 1. september sl., nú bíður þjóðin raunhæfra aðgerða. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, flutti ávarp og tók þátt í umræðum á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi sem fram fór á Eskifirði. Í ávarpi sínu fjallaði forsætisráðherra um stefnu ríkisstjórnarinnar í byggðamálum sem m.a. gerir ráð fyrir að áfram verði unnið að samþættingu opinberra áætlana og gerð sérstakra landsáætlana í samvinnu við sveitarfélögin. Ætlunin sé að dreifstýra almannafé í gegnum áætlanir hvers landshluta með það að markmiði að færa aukin völd og ábyrgð til landshlutanna. Þannig megi ná fram betri nýtingu fjármuna, einfalda stoðkerfi atvinnu- og byggðaþróunar, ýta undir enn meira samráð innan hvers landshluta á grundvelli svæðisbund- inna áherslna og færa ákvarðanatöku nær heimamönnum. Forsætisráðherra sagði eðli byggðamála vera að þau kæmu við sögu í öllum ráðuneytum. Þess vegna sé mikilvægt að Stjórnarráðið sé samhent í vinnu við málaflokkinn og ætlunin væri að halda samráði allra ráðuneyta um byggðamál áfram og samhæfa aðkomu stjórnvalda í skrefum. Ráðherra gerir ráð fyrir að það fjár- magn sem nú rennur um vaxtarsamninga, menningarsamninga og samninga eða styrkja sem lúta að byggðaþróun í víðtækri merkingu, bætist auk þess við farveg áætlanagerðarinnar. Þetta er lofandi áætlun, en bíðum efndanna. Vestlendingum fjölgar lítið hlutfallslega milli ára, þó meira en í mörgum öðrum landshlutum en það þarf að skapa þarf nýjum íbúum meira olnbogarými í formi atvinnutækifæra, og auka það fjölbreyttni atvinnulífsins. Að því er unnið af ýmsum af mikilli kostgæfni, ekk síst af Markaðsstofu Vesturlands, en starfsmenn stofunnar hafa verið óþreytandi að kynna kosti Vesturlands fyrir ferðamenn. Í kjölfarið ætti að geta vaknað áhugi fólk í öðrum landshlutum að setjast að á Vesturlandi, en til þess þurfa auðvitað að liggja fyrir aukin flóra atvinnutækifæra. Ef það gerist ekki leita leitar fólk í aðra landshluta og íbúarnir yfir lækinn til annarra sveitarfélaga utan kjördæmisins, þar sem þjónustan er góð, s.s. aðstaða til íþróttaiðkunar. Hún er víða orðin góð á Vesturlandi en betur má ef duga skal. Það er alveg deginum ljósara. Geir A. Guðsteinsson Er raunverulega von á hjálp við heimili í fjárhagsvanda? Leiðari Er Baula einkenn­ isfjall Borgarfjarðar? Baula er keilumyndað fjall úr líparíti eða ljósgrýti, vestan eða ofan Norðurárdals í Borgarfirði. Baula er 934 metra há og myndaðist í troðgosi fyrir rúmlega 3 milljónum ára, þegar súr bergkvika á uppleið tróðst inn í jarðlagastafla skammt undir yf- irborðinu. Þegar að bergkvikan svo storknaði myndaðist innskot í staflann, harðara og fastara fyrir en hraunlögin í kring. Jöklar hafa svo unnið á ytra bergi í aldanna rás og eftir stendur Baula. Fjallið var fyrst klifið svo vitað sé árið 1851 og þótti afrek, en þrátt fyrir að Baula sé bratt fjall og skriðurunnið er uppgangan auðveld að suðvestan eða suðaustan. Vestan og norðan Baulu eru Litla-Baula og Skildingafell og þar á milli Sátudalur. Úr Sátudal rennur Dýrastaðaá í gljúfrum með fjölda fossa og sameinast Norðurá hjá Hóli og Hafþórsstöðum. Fjallið er bratt og skríðurunnin og torfærulaust en sein- farið, en mögulegt að ganga á fjallið að suðaustan eða suðvestan frá Bjarnardal. Hálflaust stórgrýti á leiðinni. Sögur og sagnir[breyta]Sagan segir að upp á Baulutindi sé tjörn og í henni óskasteinn. Á sá sem að nær í steininn að fá óskir sínar upp fylltar, en stein þennan flýtur ekki upp nema eina nótt á ári, Jónsmessunótt. Hvort Baula eer einkennisfjall Borg- arfjarðar eins og nefnt er í fyrirsögn- inni skal ekkert fullyrt um, en vissulega kemur fjallið til greina. Þróun íbúafjölda síðustu tvo áratugina: Íbúum hefur fjölgað í ná­ grenni höfuðborgarsvæðis­ ins, norður um Borgarfjörð Byggðastofnun hefur útbúið kort sem sýnir þróun íbúafjölda eftir sveitarfélögum á árunum 1992- 2013. Hlutfallslega mesta fjölgunin á landsbyggðinni var í sveitarfélaginu Vogar þar sem fjölgaði um 66% en mesta íbúafjölgunin var í Reykjanesbæ þar sem fjölgaði um 4.048 íbúa og í sveitarfélaginu Árborg þar sem fjölgaði um 2.649 íbúa. Þróun íbúafjöldans eftir sveitar- félögum síðustu áratugi hefur verið misjöfn og afdrifarík fyrir margar byggðir landsins. Síðustu tvo áratugi hefur íbúum fjölgað í sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni þess, norður um Borgarfjörð, austur að Markarfljóti og suður á Reykjanes. Þá hefur íbúum fjölgað á Akureyri og næsta umhverfi og á Fljótsdalshéraði. Íbúum hefur fækkað á öðrum svæðum. Mest hefur íbúum fækkað í sveitarfélögum á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Norðausturlandi og Suðausturlandi. Má segja að fækki á öllum hornum landsins nema á Suðvesturhorninu. Fækkun íbúa á tímabilinu 1992-2013 varð yfir 30% í nokkrum sveitarfélögum, Árneshreppi á Vestfjörðum (50,46%), Breiðdals- hreppi á Austurlandi (45,78%), Súða- víkurhreppi á Vestfjörðum (42,07%), Tjörneshreppi á Norðurlandi eystra (38,2%) Kaldrananeshreppi á Vest- förðum (37,5%), Vesturbyggð á Vest- fjörðum (37,22%), Borgarfjarðarhreppi á Austurlandi (35,32%) og Fjallabyggð á Norðurlandi eystra (31,8%). Þróun íbúafjölda á Vesturlandi er að mörgu leiti jákvæð. Fjallið er ákaflega formfast og sker sig nokkuð úr frá fjallgarðinum í kring. Þaðan er afar víðsýnt þegar þoka er ekki að skemma útsýnið, það getur ritstjóri Vesturlands vottað. Auglýsingasíminn er 578 1190

x

Vesturland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.