Vesturland - 26.09.2013, Page 8

Vesturland - 26.09.2013, Page 8
8 26. september 2013 Sandsílaleiðangur Hafrannsóknastofnunarinnar: Talsvert af seiðum í Faxaflóa Fyrr í sumar lauk ellefu daga sand-sílaleiðangri Hafrannsóknastofn-unar á rannsóknaskipinu Dröfn RE-35. Farið var á fjögur svæði í Breiða- firði, Faxaflóa, svæðið við Vestmanna- eyjar að Vík og svæði út af Ingólfshöfða. Þetta er áttunda árið sem farið er í slíkan leiðangur, en markmiðið er m. a. að meta breytingar í stofnstærð og afla upplýsinga um styrk árganga sandsílis. Eins og í fyrra fékkst talsvert af seiðum í Faxaflóa, en nú var magnið minna og seiðin smærri. Á öðrum svæðum fékkst minna af seiðum. Við mat á nýliðun í stofninn hefur verið stuðst við fjölda eins árs sandsíla. Á síðasta ári varð nokkuð vart seiða og því eftirvænting að sjá hvernig seiðin mundu skila sér sem eins ár síli sumarið 2013. Í leiðangrinum á Faxaflóa 2012 fékkst mesti fjöldi seiða frá því að athug- anir hófust árið 2006, en ekki er að sjá að þau skili sér sem eins ár síli svo nokkru nemi og því ekki að vænta betri ný- liðunar í stofninn af árangi 2012. Leiða má að því líkum að seiðin hafi strax lent í miklu afráni frá fiskum eins og makríl, hvölum og sjófuglum þó ekki liggi fyrir nein gögn þar að lútandi. Aðrar mögu- legar skýringar á lélegri nýliðun gætu verið lítið æti, óhagstætt hitastig sjávar eða önnur umhverfisáhrif. Lítið fékkst af eldra síli á öllum svæðum, enda eru þeir árgangar sem ættu að vera uppistaðan í stofninum mjög litlir og virðist 2007 árgangurinn sem hefur verið uppistaðan í stofninum undanfarin ár enn vera til staðar. Við eðlilegt ástand væri vægi þessa ár- gangs orðið óverulegt, en þetta er eini árgangurinn sem hefur skilað nýliðun sem eitthvað hefur kveðið að frá því athuganir hófust. Leiðangurinn gefur því ekki vísbendingar um að sand- sílastofninn sunnan- og vestanlands sé að rétta úr kútnum, en til að það gerist verður nýliðun sandsílis að vera góð, sambærileg eða betri en árið 2007, nokkur ár í röð. Þessar fyrstu niðurstöður eru háðar óvissu því þær eru eingöngu byggðar á lengdarmælingum á síli en ekki á aldurslesningum. Vöxtur á milli ára er breytilegur hjá síli og einnig er mikill breytileiki í lengd eftir aldri innan árs og milli svæða. Á næstu mánuðum fara fram aldursgreiningar á sýnum ársins og frekari úrvinnsla. Það voru þeir Valur Bogason og Kristján Lilliendahl sem önnuðust þessar rannsóknir. Útflutningur sjávarafurða árið 2012 nam 269 milljörðum króna Árið 2012 voru fluttar út sjáv-arafurðir að verðmæti 269 milljarðar króna og jókst verðmæti þeirra milli ára um 6,8% og í magni um 11,3%. Eins og áður er verðmæti þorsks langmest eða um 83 milljarður króna. Þar næst koma uppsjávartegundir eins og loðna, síld og makríll en hlutur uppsjávartegunda var um 29% eða um 77,8 milljarður króna. Í meðfylgjandi töflu má sjá útflutningsverðmæti helstu tegunda. Hlutur sjávarafurða af heildarverð- mæti vöruútflutnings landsins var 42,4% og hlutur sjávarafurða af heildarverðmæti útflutnings á vöru og þjónustu var 26.6%. Heildarverð- mæti útflutningsframleiðslunnar á ár- inu 2012 sem er samtala útflutnings og birgðabreytinga jókst um 13,1% frá árinu 2011 og nam tæpum 277 milljörðum króna. Viðbótaraflamark eykur byggðafestu Með breytingu á lögum nr 116/2006 þann 25. júní 2013 samþykkti Alþingi að Byggðastofnun skuli næstu fimm fisk- veiðiár hafa til ráðstöfunar aflaheim- ildir sem nema 1.800 þorskígildislestum til að styðja byggðarlög í alvarlegum og bráðum vanda vegna samdráttar í sjáv- arútvegi. Byggðastofnun hefur mótað eftirfarandi viðmið um úthlutun veiði- heimilda samkvæmt þessari heimild. Meginmarkmið verkefnisins er að auka byggðafestu í þeim sjávarbyggðum sem: • standa frammi fyrir alvarlegum og bráðum vanda vegna skorts á aflaheimildum eða óstöðugleika í sjávarútvegi, • eru háðastar sjávarútvegi og eiga minnsta möguleika á annarri at- vinnuuppbyggingu, • eru fámennar, fjarri stærri byggða- kjörnum og utan fjölbreyttra vinnu- sóknarsvæða. • Í því skyni er stefnt að uppbyggingu í sjávarútvegi sem skapar eða viðheldur sem flestum heilsárs- störfum fyrir bæði konur og karla við veiðar, vinnslu og afleidda starfsemi í viðkomandi sjávarbyggðum, • stuðlar að sem öflugastri starfsemi í sjávarútvegi til lengri tíma og dregur sem mest úr óvissu um framtíð sjáv- arbyggðanna. Stjórn Byggðastofnunar hefur á grundvelli greiningar á stöðu einstakra byggðarlaga ákveðið að auglýsa eftir samstarfsaðilum um nýtingu við- bótaraflaheimilda til að stuðla að meginmarkmiðum verkefnisins í eft- irtöldum sjávarbyggðum sem falla að ofangreindum viðmiðum; Breiðdalsvík í Breiðdalshreppi, Drangsnes í Kald- rananeshreppi, Flateyri í Ísafjarðarbæ, Raufarhöfn í Norðurþingi, Suðureyri í Ísafjarðarbæ og Tálknafjörður í Tálkna- fjarðarhreppi. Endanlegt val á 4-6 byggðum og samstarfsaðilum mun byggja á eftir- farandi þáttum: • Trúverðugum áformum um útgerð, vinnslu sjávarafurða eða aðra starf- semi. • Fjölda heilsársstarfa fyrir karla og konur. • Sem bestri nýtingu þeirra veiðiheim- ilda sem fyrir eru í byggðarlaginu. • Öflugri starfsemi til lengra tíma sem dregur sem mest úr óvissu um fram- tíðina. • Jákvæðum áhrifum á önnur fyrirtæki og samfélagið. • Traustri rekstrarsögu forsvarsmanna umsækjanda. Frá leiðangri Hafrannsóknastofnunarinnar. makríller vaxandi afurð í útflutningsverðmæti, 7,3% hlutdeild. Tegund Milljónir króna Hlutfall af heild Þorskur 82.961 30,9% Loðna 29.719 11,1% Síld 25.551 9,5% Makríll 19.568 7,3% Karfi 19.252 7,2% Ýsa 16.404 6,1% Ufsi 12.476 4,6% Rækja 11.092 4,1% Grálúða 9.459 3,5% Steinbítur 4.271 1,6% Langa 3.644 1,4% Kolmunni 2.844 1,1% Humar 2.691 1,0% Grásleppa 1.217 0,5% Keila 1.193 0,4% Skötuselur 1.171 0,4% Skarkoli 1.095 0,4% Gulllax 1.092 0,4% Þykkvalúra 274 0,1% Aðar tegundir 22.659 8,4% Alls milljónir króna/fob 268.632 100,0% Auglýsingasíminn er 578 1190

x

Vesturland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.