Reykjanes - 10.01.2013, Page 9

Reykjanes - 10.01.2013, Page 9
910. janúar 2013 Stöndum SAmAn tiL árAngurS Nú er enn nýtt ár gengið í garð og við lítum fram á veginn væntandi þess að það ár gefi okkur gæfu og farsælt gengi á öllum sviðum. Á sama tíma lítum við til baka með mismunandi minningar, bæði góðar og slæmar. Þetta er allt mjög eðlilegt og engin ný sannindi. Hvaða væntingar höfum við til þessa nýja árs, bæði hvað varðar okkur sjálf og fyrir samfélagið sem við búum í? Ég tel það alveg nauðsynlegt að við setjum okkur markmið sem við stefnum að ná fram með öllum tiltækum ráðum. Markmið sem geta skipt miklu máli fyrir okkur sjálf og eins þá sem við eigum í samskiptum við. Nú þurfum við enn frekar en áður að líta með bjartsýni fram á veginn. Í allt of langan tíma hafa alltof margir átt á brattan að sækja og hafa á stundum hreinlega verið að gefast upp. Það finnst mér dapurt og ekki sú staða sem við eigum að venjast, því við Íslendingar erum framtakssöm þjóð og viljum í svita okkar andlitis ná að yfirstíga skafl- ana hvort sem þeir eru af manna- eða náttúruvöldum á okkar forsendum og gildum sem við erum alin upp við og hafa reynst okkur bara ágætlega. Sitt sýnist hverjum hvernig til hef- ur tekist með að koma þjóð okkar í gegnum skaflana frá því fjármálakerfið hrundi, atvinnuleysið varð landlægt og allt of margir hafa þurft að lifa við eða undir fátækramörkum. Þetta er staða sem við höfum ekki kynnst í seinni tíð eða frá því forfeður okkar komu okkur yfir þennan hjalla á árum áður með dugnaði og krafti sem alltaf hefur einkennt þessa þjóð. Nú þurfum við að standa saman um að við ná stöðu okkar aftur sem sam- hent þjóð með því að breyta stöðnun yfir í framfarir hvað sem það kostar. Ég veit að þar getum við öll náð fram af skynsemi án græðgi eða hroka. Því við megum aldrei falla aftur í það far sem leiddi okkur af braut heilbrigð- ar skynsemi og rétt almennings til að eiga tækifæri til að sjá sér og sínum farborða með skynsamlegar leikreglur i farteskinu. Ég hef ákveðið að gerast liðsmaður í hópi þeirra sem áhuga hafa á að leiða þjóðina til bjartari tíma með það að leiðarljósi að það náist best með að stétt vinni með stétt og eins að kyn- slóðirnar gangi saman í takt að því marki sem best getur hentað þessari þjóð til farsældar. Ég hef í 36 ár sinnt þjónustustarfi fyrir almenning með því að gæta laga og réttar. Sjá til þess að leikreglur séu virtar og að andi laga og réttar verði ekki kastað fyrir róða. Á þessari göngu minni hef ég kynnst aðstæðum fólks frá svo mörgum hlið- um og fundið til vanmáttar. Oft hef ég hugsað hvað ég vildi geta komist í þá aðstöðu að hafa áhrif sem gætu breytt vonlausum aðstæðum svo margra. Ég hef mikla trú á manninum og fundið að ef hann fær tækifæri til að byggja sig upp á réttlátum forsendum þar sem manngildið er ofar græðgis- gildinu væri hægt svo auðveldlega að bæta líf svo margra. Þar vil ég leggja mína starfskrafta fram. Ég er til þjón- ustu reiðubúinn. Ég hef ákveðið að bjóða mig fram í 5. til 6. á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi til að vera bakstuðn- ingur við fulltrúa flokksins á Alþingi Íslendinga þar sem mikilvægustu ákvarðanirnar eru teknar sem skipta samfélagið allt mjög miklu máli. Með því tel ég að ég gæti komið að mín- um sjónarmiðum sem ég finn að fara mjög saman við grunngildi og stefnu Sjálfstæðisflokksins og almenningur hefur kallað eftir. Kæru vinir á Suðurnesjum. Þið hafið öðrum fremur þurft að ganga í gegnum erfiða tíma, en með krafti ykkar, jákvæðni og heilbrigðri skyn- semi hafið þið verið að ná eftirtekt- arverðum árangri. Ég hef fylgst með og er stoltur af ykkur enda sagði afi minn Skúli Oddleifsson, er lengi bjó í Keflavík, að það væri svo mikið dugnaðrfólk sem þarna byggi og hef ég aldrei efast um orð hans. Ég óska ykkur öllum farsældar og gleði á árinu 2013 og veit að með krafti ykkar og elju náum við saman, hvar sem við erum í kjördæminu, þeim árangri sem þarf til að komast í þá stöðu sem við eigum skilið. Geir Jón Þórisson Vestmannaeyjum ár KVAtt og nýju FAgnAð Árið 2012 hefur verið kvatt á viðeigandi hátt. Nýju ári var fagnað með miklum skot- hvellum, blysum, stjörnuljósum og flugeldum. Árið 2013 hefur hafið göngu sína, vonandi verður það okkur öllum farsælt ár. noKKrAr áStæður tiL Að gLeðjASt Enginn hörgull hefur verið á nei-kvæðum fréttum af afkomu og efnahag landsmanna á undan- förnum misserum. Í slíku umhverfi er hætt við að svartsýni hellist yfir þjóðarsálina. Svo rammt kveður að bölmóðnum að jafnvel bjartsýnustu menn eru við það að hætta að brosa. En er allt hér á einn veg? Er eina leiðin framundan frekari fólksflótti, skatta- hækkanir og frekari lífskjaraskerðing? Höfum við enga ástæðu til að horfa bjartsýnum augum fram á veginn? Ég tel að við höfum fjölmargar ástæður til að gleðjast. Ein þeirra er sú að við eigum miklar náttúruauðlindir bæði í sjó og á landi. Við þurfum bara að hafa vit á því að nýta þær og gera það skynsamlega. Í fyrsta lagi má nefna frétt Hagstof- unnar í liðinni viku um heimsaflann. Þar kemur fram að Ísland er önnur stærsta fiskveiðiþjóð Evrópu og í 19. sæti heimslistans. Það er stórmerki- legt að þjóð sem aðeins telur rúmlega 300.000 íbúa sé í þessari stöðu. Enn merkilegra er að sjávarútvegurinn á Íslandi skilar arði án þess að njóta ríkisstyrkja, öfugt við margar aðrar fiskveiðiþjóðir. Við getum verið stolt af þessari stöðu okkar. Í öðru lagi verður Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða tekin til atkvæða á Alþingi í næstu viku. Tillaga sú sem ríkisstjórnarflokkarnir leggja fram víkur í veigamiklum at- riðum frá hinni faglegu niðurstöðu verkefnisstjórnar áætlunarinnar s.s. vegna virkjana í neðri hluta Þjórsár. Þessi frávik leiða til þess að nauðsynlegt verður að taka áætlunina upp að nýju eftir kosningar. Engu að síður er ástæða til að fagna því að nokkrir kostir lenda í nýtingarflokki og því verður hægt að halda áfram að vinna að því að þeir verði að veruleika. Nýting orkunnar mun leiða af sér fjölgun atvinnutæki- færa og betri lífskjör fyrir okkur öll. Jafnframt ber að fagna því að mörg mikilvæg svæði sem rétt er að vernda fá nú slíkan sess. Í þriðja lagi ber að fagna því að það eru kosningar framundan. Þá fá kjósendur að segja skoðun sína á því hverjum hún treystir best til að leiða þjóðina áfram. Á næsta kjörtímabili er mikilvægasta verkefnið að ná tök- um á efnahagsstjórn landsins og stuðla að eflingu atvinnulífsins með það að markmiði að lífskjör okkar allra batni. Öflugt atvinnulíf er forsenda þess að kaupmáttur aukist. Ég trúi því að þau sjónarmið verði í hávegum höfð eftir næstu kosningar. Höfundur er Alþingismaður og sæk- ist eftir 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Suðurkjördæmi. Höfundur er Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi

x

Reykjanes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.